Varasamt fordæmi

Þetta minnir nú svolítið á ýmsar borgir A-Evrópu þar sem götunöfnum hefur verið breytt fram og til baka eftir því hvernig pólitísk rétthugsun býður á hverjum tíma.
 
Ég tel mig þekkja þó nokkuð vel til í þeirri ágætu borg Budapest. Þegar ég dvaldi þar í upphafi 8. áratugar síðustu aldar. Þá hét ein helzta breiðgata borgarinnar Népköztarsaság útja, eða Alþýðulýðveldisstræti. Í upphafi hét hún reyndar Geislagata, síðar var hún kennd við Andrássy fyrrum utanríkisráðherra Austurríks-ungverska veldisins og enn síðar við Stalín. Þá hét hún um tíma Gata ungverskrar æsku áður en hún fékk nafnið Alþýðulýðveldisgata. Núna heitir þessi gata aftur Andrássy út.
 
Ég held að það sé varasamt fordæmi að taka upp á því að breyta götunöfnum í grónum hverfum. Þar með búið að hleypa af stað ferli, sem ekki sér fyrir endann á.
 
Þó má ekki skilja það svo að ég telji ekki að Bríet Bjarnhéðinsdóttir og kynsystur hennar eigi það skilið að götur séu nefndar eftir þeim. Fjarri því og þær eru vissulega betur að því komnar en margir aðrir. Vilji menn (karlar og konur) minnast þeirra í götunöfnum þá væri nær að gera það í nýjum hverfum.
 
Samt held ég að það sé gæfa Reykvíkinga að hafa, með örfáum undantekningum, komizt hjá því að nefna götur eftir fólki sem stendur okkur nær í sögulegu samhengi. Slíkt er alltaf umdeilanlegt og kallar á að aðrir hópar heimti sami sómi sé gerður þeirra fólki.

mbl.is Minning kvenna heiðruð með götunöfnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætla Reykvíkingar þá að hafa tvær Guðrúnargötur í sama póstnúmeri, a.m.k samkvæmt frétt mbl.

Einsog leigubílstjórar í Reykjavík séu ekki nógu áttaviltir fyrir.

Gaui (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 18:39

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Hah, hversu vanhugsuð getur ein ákvörðun verið?

Emil Örn Kristjánsson, 18.12.2009 kl. 19:10

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Mér blöskrar þetta og ofbýður, m.a. vegna þess að ég bý einmitt á þeim enda Skúlagötu sem nú á að heita "Bríetartún". Það er ömurlegt til þess að vita að það skuli vera borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins, sem að þessu stendur. Það liggur við að ég hætti að kjósa flokkinn. Það eina sem hindrar það er, að hinir eru enn verri. Menn muna kannski, þegar Hanna Birna kyssti á rassinn á einum hommanum þegar hún skrifaði upp á 48 milljónir til þess að útbreiða kenningar hómósexúalista í skólum borgarinnar, en það á m.a. að kenna börnum að öll líkamsop neðan mittis séu eins og jafngild þannig að karlmaður sem vill hafa holdlegar samfarir við aðra karlmenn sé "fullkomlega eðlilegur". Ég sé enga ástæðu til að ofsækja homma sérstaklega en þeir eru best geymdir í skápum sínum.  Pólitísk rétthugsun þessa liðs, stuðningur við hómósexúalista, feminista og fjölmenningarsinna verður ekki flokknum til framdráttar. Látum vinstri- sýndarmennum og hræsnurunum eftir þessi áhugamál. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 18.12.2009 kl. 20:20

4 Smámynd: Eygló

Þetta er nú verra en "Einbúablá" og "Fjörgyn"
Mér fannst nógu fúlt þegar húsnúmerunum í götunni minni var breytt.

Villi minni, hefurðu haft það eitthvað erfitt? Þú varst svolítið skemmtilegur, en virðist síðan hafa sankað að þér frekar subbuskap (að MÉR virðist) Guð blessi þig!

Eygló, 19.12.2009 kl. 03:03

5 identicon

Ég held að hér sé eitthvað um fáviska blaðamanns á ferð.  Gatan á að heita Guðrúnartún en ekki Guðrúnargata.  Stundum getur verið ágætt að fara með rétt mál.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 10:18

6 identicon

Ansi hæpið að líkja þessu tvennu saman, pólitískri hugsun í  Austur-Evrópu á tímum kalda stríðsins og þörf fyrir að loksins gera þessum merku konum sem svo mikið hafa lagt fram til okkar allra undir höfði, jú auðvitað væri hægt að skíra einhverja útnára nöfnum þeirra en ég skil nú ekki tilganginn með því. Nei þetta er gott mál.

steina (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 13:56

7 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þú ert alveg að misskilja dæmið, Steina. Ég skil ekki hvernig þú getur fengið það út að ég sé að líkja þessu við pólitíska hugsun í Austur-Evrópu á árunum 1948-1989. Ég tók aðeins dæmi af því þegar fólk byrjar að endurnefna götur samkvæmt pólitískri rétthugsun... hver svo sem hún er og hvenær sem slíkt er gert.

Emil Örn Kristjánsson, 25.12.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 4909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband