16.12.2009 | 15:30
Ekki er nú öll vitleysan eins
Ég vil gjarnan kaupa mínar bækur í bókabúð, en ég vil líka fá þær á hagstæðu verði.
Ég get því ómögulega skilið hvaða della það er að halda bókaverði uppi með því að bjóða manni kjöt með bókinni. Vilji ég kjöt fer ég í matvöruverzlun... og þá kæri ég mig ekkert um að borga meira fyrir kjötið og fá einhverja bók með.
Látum vera þó sérverzlanir bjóði manni einhverja tengda smávöru, s.s. bókamerki e.þ.h. En að maður labbi út með eitt kíló af kjöti undir handleggnum er bara fáránlegt.
Þetta er jafn vitlaust og þegar bifreiðaumboðin kepptust við að bjóða fólki flugmiða þegar keypt var ný bifreið. Látum vera þó þeir bjóði manni fullan tank af eldsneyti eða umgang af vetrarhjólbörðum en maður fer ekki í bifreiðaumboð til að kaupa sér farseðla frekar en að fara á ferðaskrifstofu til að kaupa bifreið.
Athugasemd frá Bókabúð Máls og menningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 4909
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
frábært, - og 14kg af dökku rúgbrauði við bílakaup.
Eygló, 16.12.2009 kl. 20:22
Þetta finnst mér athyglisvert. Í pússaða baksýnisspeglinum mínum rifja ég upp þegar Bónus hóf að selja "heitustu" jólabókatitlana í verslunum sínum fyrir u.þ.b. 15 árum eða svo. Þetta var argasta rjómafleyting í mínum huga, tilganginum var náð, þ.e. þeim tókst að riðja út af markaði litlu bókabúðunum sem voru staðsett í öllum hverfum Reykjavíkur. Rjómi þessara litlu búða, var auðvitað jólavertíðin.
Að Mál og menning selji hamborgarahrygg með bók, er svona skel hæfir kjafti, líkur sækir líkan heim og allt það ritverk.
Vildi bara rifja þennan þátt í uppgangi Bónusverslana á sínum tíma, þar sem leitast var við að "pissa út í öll horn" fleyta allan rjóma, í stað þess að einbeita sér að því sem þeir voru bestir í.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.12.2009 kl. 00:34
Mér finnst að það eigi að leyfa söluturnum og matvöruverslunum að selja tímarit og dagblöð. Það á ekki að leyfa þeim að reka bókahorn fyrir jólin. Þetta háttalag drepur bóka og ritfangaverslanur landsins og er afar slæmt fyrir almenning.
Eins er kjötsala bókabúða óeðlilegir viðskiptahættir og eru trúlega svar við hinu bullinu.
Jón Halldór Guðmundsson, 17.12.2009 kl. 11:02
Ég tek fram að ég kýs frekar að kaupa mínar bækur í bókabúðum og finnst í jafnvel í lagi að greiða eilítið meira fyrir. En þegar ég kaupi bók kæri ég mig ekki um að fá kjöt með henni. Ég við kaupa kjöt á mínum eigin forsendum.
Ég get að sjálfsögðu skilið vandræði bóksalanna þegar kjörbúðir og stórmarkaðir fleyta rjómann ofan af vertíðinni. Rétt eins og sum erlend flugfélög hafa gert yfir háannatímann.gagnvart innlendum flugfélögum sem þjónusta landið allt árið.
Það er vel umhugsunarefni hvort kjörbúðir eigi yfirleitt að selja bækur, nema þá helzt stórmarkaðir sem halda úti ek. bókadeild allt árið. Vilji bóksalar hins vegar koma með rökrétt svar við bóksölu matvöruverzlana þá ættu þeir frekar koma sér upp horni með kæliborði og selja hamborgarahryggi, hangiket og purusteikur á niðursettu verði síðustu vikurnar fyrir jólin.
Ég fer ekkert ofan af því að mér finnst það út í hött að mér sé rétt kíló af kjöti þegar ég kaupi bók.
Emil Örn Kristjánsson, 18.12.2009 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.