Óréttmæt gagnrýni

Auðvitað vita menn alltaf mest af því þegar að þeim sjálfum er vegið, oft finnst fólki það ekki sjálft njóta á við aðra og að sjálfsögðu þykir flestum að þeirra starf megi sízt við niðurskurði.

Hér er gagnrýni leikskólakennara þó alls ekki réttlát, alla vega ekki hvað Reykjavíkurborg varðar.

Skoðum aðeins nokkrar staðreyndir:

Gerð var hagræðingarkrafa á Leikskólasvið borgarinnar um 5,76%, hún hefur nú verið lækkuð í 4,1%.

Hagræðing hefur aðallega náðst vegna útboðs á ræstingu, hagræðingar á yfirstjórn, hagkvæmari innkaupasamninga o.sv.fr.

Vegna lækkaðrar hagræðingarkröfu mun því rekstrarfé leikskóla í Reykjavík aukast um 100 milljónir milli áranna 2009 og 2010.

Nýleg þjónustukönnun sýnir að 98% foreldra telja að barni sínu líði vel í leikskólanum.

Leikskólagjöld í Reykjavík eru þau lægstu á landinu.

Hlutfall háskólamenntaðra starfsmanna á leikskólum hefur aukist um 10% á einu ári og er nú 60%.

Fjöldi barna í leikskólum borgarinnar mun aukast um ca. 200 börn á næsta ári.

Allt tal um "blóðugan niðurskurð" og "skera niður í stórum stíl" er óviðeigandi á þeim tímum þegar skera þarf niður á öllum sviðum samfélagsins en rekstarfé leikskóla er á sama tíma verið aukið og hvergi hefur verið slakað á faglegum kröfum í leikskólastarfi.

Leikskólasvið borgarinnar er vissulega að vinna vinnuna sína og hjá Reykjavíkurborg er vissulega forgangsraðað með hagsmuni barnanna í huga.


mbl.is Telja eins langt gengið og hægt er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Já, en mér finnst bara umfjöllun um flest/margt vera á þessum hópsefjunarpíslarvættisgrunni. Takk.

Eygló, 11.12.2009 kl. 16:34

2 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Það vill nú svo til að ef einhverjir eru í forsvari fyrir kvartanir á hópsefjunnarpíslarvættisgrunni eru það flokksystkini núverandi meirihluta í Reykjavík það má líka minna á það að það var R listinn sem byggði upp núverandi leikskólasamfélag í Reykjavík og íhaldið hefur ekki þorað að hrófla mikið við því enn en engu er að treysta í þeim efnum þar sem fjármagn er tekið ofar manngildi og flug með vinum í einkaþotum er staðreynd.

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 11.12.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband