Nú segja fréttirnar að Atli Gíslason sé að fara í frí um stundarsakir. Varamaður hans mun taka sæti á þingi og maður gefur sér eiginlega að sá hljóti að vera formanninum hlýðnari en Atli. Það er hentugt nú þegar afgreiða á Æsseif út úr þinginu.
Guðfríður Lilja er einnig farin í frí, ekkert heyrist í Ögmundi en Lilja Mósesdóttir lætur enn í sér heyra. Spurning hvað langt er þar til þaggað verður niður í henni líka.
Það er víst lítið mál að standa við sannfæringu sína ef menn geta bara brugðið sér frá þegar á manninn reynir. Eða er mönnum kannske ekki gefinn kostur á öðru af formanninum?
Reyndar segir Atli að þetta sé löngu ákveðið frí. Ég ætla ekki að leggja mat á sannleiksgildi þess. En þegar um grundvallarmál er að ræða þá hefði ég haldið að sannir hugsjónamenn myndu fresta fríinu sínu.
Það er erfitt að skilja svona þýmennsku. Hvar eru hugsjónirnar og hvað varð um stóru orðin?
Formaður vinstri-grænna er eins og hundhlýðinn þræll forsætisráðherrans og flokkur hans lítið annað en gelt og vængstýft leiguþý Samfylkingarinnar.
Athugasemdir
Það er athyglisvert, að Atli skuli hafa ákeðið þetta frí "fyrir löngu", því undanfarin ár hefur þing starfað fram undir jól. Þess vegna er það einkennilegt, ef þingmenn ákveða með löngum fyrirvara að fara í frí á þessum árstíma, einmitt þegar fjárlagafrumvarp skal afgreitt og vitað að núna hljóta að verða stórátök um það frumvarp.
Eins er einkennilegt að þingmenn fari í frí á þingtíma. Þeir eru kosnir til að sitja þingið, þann tíma sem það starfar og hljóta að eiga að nýta þinghléin til orlofs.
Axel Jóhann Axelsson, 7.12.2009 kl. 17:21
Er ekki verið bara að berja hann til hlíðni?
Á meðan sú ögun fer fram þá er kallaður inn þægari seppi í staðinn sem er öllu tamari í taumi.
Þetta lítur þannig út fyrir mér og sjálfsagt fleirum.
Dante, 7.12.2009 kl. 17:55
Þetta er ekkert nýtt. Flestir ættu að muna stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Reyndar var hann Jóhönnu fremri í því að sannfæra alla sína liðsmenn um að skoðanir hans væru algildur úrskurður svo þeir þurftu ekki að fljúgast neitt á við sína samvisku. (Þ.e.a.s. þeir sem höfðu hana ennþá,)
Árni Gunnarsson, 7.12.2009 kl. 18:16
Ofboðslega er þetta falskt lið........En auðvitað skiljum við þennan aumingjaskap.
Melur (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 18:45
Þetta er nokkuð athyglisvert að mínu viti..en þessi aumingjaskapur sér maður alveg í gegnum..ef varamaður Atla segir t.d. já við Iceslave..þá þýðir það að Atli segir já..ef varamaður Guðfríðar Lilju segir já..þá hefur Guðfríður Lilja sagt já einni...ég gef skít í svona þingmenn sem hlaupast unadn ábyrgð.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 7.12.2009 kl. 21:42
Árni Gunnarsson, er allt í lagi að fara svona að af því að íhaldið gerði það ? er það afsökun Jóhönnu Sigurðardóttur að það er í lagi að fara á bak orða sinna, af því að einhverjir íhaldsmenn gerðu það einhvern tímann ? er í lagi að láta þjóðina blæða, af því að einhverjir íhaldsmenn rýmkuðu reglurnar ?
Já, ykkur Samfylkingarfólki verður ekki fisjað saman. Samfylkingin er blásaklaus af öllu, jafnvel þó hún hafi tekið þátt í geiminu.
Tómas Ibsen Halldórsson, 7.12.2009 kl. 21:56
Sæll Emil: Einhvern veginn finnst mér að ég hafi einhvern tímann notað þennan frasa: "hundhlýðinn þræll forsætisráðherrans" í einhverju bloggi mínu um Íraksmálið eða eitthvað annað.
Munurinn á þessum tveimur málum er nú aðeins einn og han er sá að Icesave málið er eingetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins.
Sorglegt en satt.
Jón Halldór Guðmundsson, 7.12.2009 kl. 22:38
Ég er ekki viss um að ritarar hafi kynnt sér ástæðuna fyrir "fríi" þingmannsins. Snjallræði að gera það fyrst : )
Eygló, 8.12.2009 kl. 04:58
Þakka ykkur öllum fyrir innlitið og kurteislega umræðu.
Árni og Jón Halldór, ég sé ekki alveg hvernig innlegg ykkar tengjast umræðuefninu. Meintur sannfæringarkraftur Davíðs hefur út af fyrir sig ekkert að gera með Æsseif umræðuna, né heldur Íraksmálið. Ekki halda eitt augnablik að ég ætli að fara að verja Íraks-klúðrið en það afsakar ekki aðra handvömm og óskylda.
Eygló, þú vilt kannske upplýsa okkur. Á fréttavef Vísis stendur: "Ég er að flytja og þarf að sinna því og fjölskyldunni," segir Atli, sem er jafnframt upptekinn í bókhaldsvinnu fyrir lögfræðiskrifstofu, sem hann á ennþá helmingshlut í."
Ég hef sjálfur flutt nokkrum sinnum og gert það án þess að taka mér frí í vinnunni.
Emil Örn Kristjánsson, 8.12.2009 kl. 11:22
Úr því að svo er, þá er þetta skammarlegt.
Eygló, 8.12.2009 kl. 11:48
Sæl.
Hef athuga thetta frí hjá Atla. Hann var búinn fyrir löngu ad bydja um frí. En "málhóf" kom í veg fyrir ad hann gat kosid um Icesave. Svo ef hann ætladi ad seigja "nei" thá kom "málhófid" sér illa eda thá skaut stjórnaranstadan sig í fótinn.
Jon Gisli (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.