23.11.2009 | 16:37
Rólegan mysing... errare humanum est
Ég ætla ekki að mæla því bót að menn leggi leiðir sínar inn á klámbúllur, strippbari eða hvað þeir vilja kalla þá starfsemi sem um ræðir.
Þetta er ósiðleg iðja. Hvort heldur það er að selja eða kaupa kynlíf eða það að féfletta menn með því að ginna þá til að kaupa drykki sem kosta hálft bílverð eða meira.
Ég ætla ekki að verja það að starfsmenn KSÍ, íþróttamenn eða yfirleitt nokkrir aðrir séu að stunda slíka staði.
En mér er samt fyrirmunað að skilja heiftrækni og hefnigirnd sk. femínista. Hvað er þetta fólk eiginlega að fara fram á?
Til að byrja með þá er um 5 ára gamalt mál að ræða og ekki vitað til annars að það sé einsdæmi. Ég geri ráð fyrir að umræddur starfsmaður hafi lært af reynzlunni og hafi, síðan þetta gerðist, sneitt hjá slíkum stöðum.
Þar fyrir utan var hann ekki í erindagjörðum KSÍ á umræddum stað og þegar mistök/dómgreindarleysi/barnaskapur hans komst upp tók hann að sér að greiða reikninginn að fullu og stóð síðan sjálfur persónulega í því að sækja sitt mál.
Ég get ekki annað séð en að KSÍ hafi tekið rétt á málinu eins og það var orðið. Sambandið varð ekki fyrir neinu tjóni og sé starfsmaðurinn hæfur og sinni vinnu sinni vel þá er engin ástæða til þess að reka hann.
Eins og ég sagði áðan þá skulum við gera ráð fyrir þetta sé einsdæmi og maðurinn sem um ræðir hafi látið þetta atvik sér að kenningu verða. Sé hann hins vegar óforbetranlegur klámfíkill, sem ég hef ekki nokkra ástæðu til að ætla, og kemur óorði sem slíkur á KSÍ þá er náttúrulega eðlilegt að hann fjúki.
En ég spyr aftur: Hvað eru femínistar að fara fram á? Er blóðþorstinn slíkur að þeir vilji opinbera hýðingu... jafnvel aftöku? Hverju verðum við þá bættari?
Fordæma niðurstöðu stjórnar KSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 4902
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Emil, vegna síðustu spurningarinnar hjá þér, - getur verið að fólk viti bara ekki vel um þetta mál og sé tilbúið eins og margur, að dæma strax.
Þú kemur með nokkra punkta sem ég hafði ekki hugmynd um, enda hvorki áhugamaður um KSÍ, femínista né klám.
Ég "hugsaði mitt" eftir þessar fréttir en vissi ekki að svona væri í pottinn búið, - eins og þú skrifar.
Segi aftur, gæti það ekki bara verið að skröltormarnir vissu bara ekki meira og dæmdu svo út frá því?
Með þessa punkta þína, er ég innilega sammála þinni "söguskoðun" : )
Eygló, 24.11.2009 kl. 04:09
Gleymdi aðalsportinu: "Rólegan mysing" dásamlegt!
Eygló, 24.11.2009 kl. 04:10
Er það svo???? er betra að stela peningum til að eyða á klámbúllu en að braska með þýfi á hlutabréfamarkaði???
Kjartan Sigurgeirsson, 24.11.2009 kl. 11:41
Jú, Eygló, manni hættir oft til að meta hlutina án þess að hafa allar forsendur. Mér finnst þó einkennilegt ef forsvarsmenn femínista hafa ekki kynnt sér málið til fullnustu.
Mysing á maður að taka rólega. Hann er ekki góður í of miklu magni.
Kjartan, þér er velkomið að taka þátt í umræðunum en ég bið þig að halda þig við efnið. Þú ert að bera saman epli og appelsínur.
Emil Örn Kristjánsson, 27.11.2009 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.