17.11.2009 | 14:29
Illur uppvakningur
Já, takk fyrir kærlega. Það eru engin takmörk fyrir því hvað þessu fólki dettur í hug.
Síðan 2003 hefur húsnæðisverð hækkað verulega, meira heldur en lánin hjá flestum og hafa þau þó hækkað nóg. Eignaskattur verður því töluvert hærri en hann var og mun leggjast á miklu fleiri.
Fólk, sem berst í bökkum að greiða lánin sín og lifa af á síðan að þurfa að bæta eignaskatti ofan á allt annað.
Já, það er mikið á manninn lagt.
Verður eignarskattur endurvakinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eignaskattur er lagður á skuldlausar eignir.
Hanna (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 14:54
Einmitt, Hanna. Eignir að frádregnum skuldum. Sá mismunur er nú orðinn aldeilis mikill hjá sumum, þrátt fyrir skuldirnar.
Og hvað með eldra fólk í skuldlausu húsnæði? Fólk, sem hugsanlega á ekkert annað en fasteignina sína, fasteignina sem hefur snarhækkað í verði á pappírunum en samt óseljanleg.
Emil Örn Kristjánsson, 17.11.2009 kl. 16:19
Þetta er alveg rétt hjá þér Emil. Við erum mörg í þeirri stöðu að eiga eign sem við ekki getum selt eins og staðan er í dag. Tekjurnar eru svo á móti það lágar að erfitt er að láta enda ná saman. Ef eignaskattur bætist ofan á allt saman, þá endar maður í biðröð hjá fjölskylduhjálpinni !!!!!
Katrín Linda Óskarsdóttir, 17.11.2009 kl. 20:07
Það var nú verið að tala um hjón sem ættu meira en 120 milljónir og einstakling sem ætti meira en 90 milljónir. Og skatturinn myndi koma á umframeign yfir þessum tölum.
Þú talar um skuldir og eignaskatt á fólk sem skuldar í húsnæði sínu, ég fæ ekki séð að fólk sem á meira en 120 milljónir skuldi í húsnæði sínu? Eða hvað?
Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 21:57
Höfum við eitthvað fyrir okkur um að þetta myndi leggjast á "almennar" fjölskyldur með "venjulegar" eignir?
Mér finnst svo sem allt í lagi að þeir sem notið hafa fríðinda vegna tekna, annarra en launatekna, þurfi um tíma að borga af ríflegum eignum sínum. Kannski misskil ég þetta bara.
Eygló, 17.11.2009 kl. 23:00
Sammála Eygló.
Að viðbættu því að þeir sem fengu háar launauppbætur fyrir svo mikla "ábyrgð" í starfi.
Bera svo enga ábyrgð, þegar til kemur.
Þeir ættu að endurgreiða þessar ábyrgðaruppbætur sínar með verðbótum og vöxtum og vöxtum af verðbótunum eins og er um lán fyrir íbúðarhúsnæði almúgans. Sem daglega tekur ábyrgð á sér og sínum, án þess að krefja neinn um eina krónu, hvað þá meira.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 23:11
Það hefur reyndar komið fram núna að þessari skattheimtu er beint gegn hjónum sem eiga 120 milljónir og/eða einstaklingum sem eiga 90 milljónir í skuldlausri fasteign.
ATH., Margrét 120milljóna fasteign, ekki 120 milljónir.
Það kom ekki fram í þeirri frétt sem ég er að vitna í.
Ég fer hins vegar ekkert ofan af því að það eru mistök að innleiða eignaskattinn að nýju. 120millur í dag geta orðið 50millur á næsta ári. Mér er sagt að eignaskattar séu ekki til í neinu öðru Evrópuríki nema Hollandi.
Emil Örn Kristjánsson, 18.11.2009 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.