16.11.2009 | 12:23
Til hamingju, Ísland
Ég óska Jónasi Hallgrímssyni og íslenzku þjóðinni allri til hamingju með daginn.
Íslenzkan er arfleifð sem okkur ber skylda til að hlúa að og gera veg hennar sem beztan.
Því þykja mér sorglegar þær fréttir sem sagðar voru í sjónvarpi í gær af algerum skorti á íslenzkukennslu í almennu kennaranámi. Mér þykir að hér hafi háskólasamfélagið brugðist gersamlega. Sameining Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands hefur greinilega verið slæmt skref og ábyrgð yfirmanna Kennslusviðs Háskóla Íslands er mikil. Nú er búið að útskrifa einhverja árganga af grunn- og leikskólakennurum sem eru í raun ekki fullnuma og eru ekki fullhæfir til starfa.
Þegar ég var á sínum tíma í námi í Kennaraháskóla Íslands var hann ungur og nýjungagjarn háskóli. Samt höfðu menn þar innandyra þó vit á því að hlúa að íslenzkunni. Hún var verulegur hluti af námi í svokölluðum kjarna og við sem tókum íslenzku sem val fengum, að mínu mati, metnaðarfulla og yfirgripsmikla kennslu í móðurmálinu, bæði í málfræði og bókmenntum.
Svo er það einnig löngu tímabært að íslenzkan verði lögbundin sem opinbert mál á Íslandi. Bezt væri að stjórnarskrárbinda ákvæði um íslenzku sem opinbert mál og þjóðtungu á Íslandi.
Dagur íslenskrar tungu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 4895
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
TIl þess þyrfti trúlega ,,bunch of money" eins og heiðursmaður ísl-enskrar tungu sagði um árið.
Gassa-fan (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 12:50
Þyrfti sand af seðlum til hvers? Lögbinda íslenzku sem þjóðtungu. Það held ég varla.
Að auka hana í kennaranámi? Enn síður.
Emil Örn Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 13:50
Úps, ég sem hélt að yfirstjórn KHÍ hefði ekki breyst á annan hátt en þann að í stað rektors kom forseti fræðasviðsins, sem reyndar var prófessor við HÍ áður. En hann hefur sem sagt rústað kennaramenntuninni á því ári sem liðið er síðan hann tók við, því að mér vitanlega hefur yfirstjórn HÍ ekki skipt sér nein ósköp af því sem gerist í einstaka deildum og sviðum skólan,s, og enn síður að hún hafi eitthver sérstakt horn í síðu íslenskunni. Mikill er máttur Jóns Torfa Jónassonar og HÍ! (eða er þetta blogg kannski bara enn eitt dæmi um bullið og fáviskuna sem ausið er út á bloggsíður landsins ... Spyr sá sem ekki veit)
Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 21:11
Úps, eitthvað annað virðist hafa gerst, Sigurður. Ég er ekki að segja að kennaramentuninni hafi verið rústað en það hefur alla vega verið gerð tilraun til þess. Ég vona að svona umfjöllun komi í veg fyrir það. Annars fannst mér Jón Torfi frekar vandræðalegur yfir þessu öllu saman í gærkvöldi. Ég er ekki að segja að yfirstjórn kennslusviðs hafi horn í síðu íslenzkunnar en hún er í bezta falli ósköp afskiptalaus um hana... og það er ámælisvert. Það er einnig ámælisvert að svona skuli gerast innan þeirrar menntastofnunar, sem kallast Hálskóli Íslands.
En ert þú ef til vill einn af þessum mörgu beturvitringum, sem fylla öll vefrit með hrokafullum athugasemdum? Einn af þeim sem telur þá alla fávita sem leyfa sér að hafa rökstudda skoðun á málunum? Spyr sá sem ekki veit.
Emil Örn Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 22:52
Í sex löndum Evrópu eru enska, franska, spænska eða þýska þjóðtungur. Í öllum hinum rúmlega tuttugu löndunum eru aðrar þjóðtungur, sem viðkomandi þjóðir þurfa að bæta á sig til að læra.
Annað hvort er þjóðtunga þjóðtunga eða ekki. Allar aðrar þjóðir gera miklar kröfur til þess að þekking á þjóðtungunni sé sem best, ekki hvað síst í fjölmiðlum og hjá menntastofnunum og opinberum fyrirtækjum og stofnunum.
Ekki verður séð að Norðurlandaþjóðirnar hafi skaðast af því að íbúar þeirra þurfi að kunna tungumál sem er ekki eitt af þeim helstu.
Sú vaxandi vankunnátta á þjóðtungu, sem nú verður vart hjá fjölmiðlafólki yrði ekki liðin í nágrannalöndum okkar.
Ómar Ragnarsson, 17.11.2009 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.