Vanhæf Jóhanna...

Ég þekki Mats Josefsson ekki neitt og veit ekkert hversu áreiðanlegur hann kann að vera. En það má vera meira en lítið óskynsamur maður sem veit minna en Jóhanna Sigurðardóttir.

Annars  minnir þetta svolítið á síðustu mánuðina fyrir "hrun". Í hvert sinn sem einhver mælti aðvörunarorð, í hvert sinn sem einhver dró fram svarta skýrslu, þá skyldu alltaf vera einhverjir aðrir sem gátu vitnað í aðrar skýrslur og önnur álit fagmanna sem sögðu allt vera í himnalagi.

Jóhanna hlustar bara á það sem hún vill heyra. Hún lifir í sýndarveruleika og trúir því sem henni hentar bezt.

Jóhanna hefur ekki efni á að láta álit Josefssons sig engu varða. Þjóðfélagið hefur ekki efni á að Jóhanna láti sig álit hans engu varða. Þó Mark Flanagan haldi öðru fram þá ber að skoða álit þeirra beggja með gagnrýnum huga en ekki bara trúa því sem Jóhanna vill trúa.

Það er kominn tími til að Jóhanna Sigurðardóttir geri sér grein fyrir því að hún situr í embætti sem hún veldur engan veginn og vanhæfi hennar bitnar á heilli þjóð.


mbl.is Jóhanna ósammála Josefsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú og hinir ´blámennirnir eru þeir sem eru vanhæfir eða kannski betra að orða það vangefnir því þessi pyttur sem þjóðin er í núna er alfarið ykkar sök og reynið þið nú að skammast ykkar til að þegja einu sinni !!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Benedikta E

Ragnar Örn - Í gær kynnti utvarp saga.is skoðanalönnun sem staðið hafði yfir á síðunni í sólarhring. 

Spurt var: Hvaða forustumanni stjórnmálaflokkanna treystir þú best ? Niðurstaða var eftirfarandi.

Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni - 15 % -  Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki - 29 % - Steingrímur J. Sigfússon  Vg.- 26 % - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Framsóknarflokki - 21 % - Margrét Tryggvadóttir Hreyfingunni - 9 %

Svo sjá má að þessi skoðanakönnun styður sjónarmið Emils Arnar sem fram kemur í pistli hans hér að framan.

Varðandi þinn málflutning Ragnar Örn þá vil ég segja það að þú ert argasti dóni !

Benedikta E, 13.11.2009 kl. 19:05

3 identicon

Yeah,right!!!! Útvarp Saga segir??? Hahahhahahahahhahahahahhahaha. hvaða heilvita manneskja heldur þú að taki mark á hálfvitunum sem þar liggja á línunni og opinbera heimsku sína??

ég ítreka að þið blámenn eigið að sjá sóma ykkar að þegja!!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 19:27

4 Smámynd: Björn Birgisson

Það sér öll þjóðin af heift ykkar íhaldsmannanna í garð stjórnvalda stafar einkum að niðurbældri skömm. Hún birtist þjóðinni nú sem úthrópun allra sem eru að reyna að taka til í samfélaginu. Lítill sómi af slíkum vinnubrögðum. Reynið að þroskast og komast yfir skömm ykkar! Þjóðin fyrirgefur ykkur að lokum!

Björn Birgisson, 13.11.2009 kl. 20:40

5 identicon

Þegar ég var yngri Björn Birgisson, var mér góðfúslega bent á, að það væri betra að taka á hlutunum strax, í stað þess að láta þá danka. Það er tilfinning margra landsmanna, - og Mats Josefsson að endurreisnin hafi tekið allt of langan tíma; að hlutirnir hafi verið látnir danka.

Það skiptir ekki máli Ragnar Örn, hver gerði hvað í fortíðinni, það er enginn mannlegur máttur sem fær henni breytt. Nú ríður á, að við komum okkur út úr vandræðunum og það fyrr en síðar.

Guðrún Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 08:30

6 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Er sammála þér; Jóhanna verður að hlusta. Hún á ekki Ísland.

Birgir Viðar Halldórsson, 14.11.2009 kl. 10:45

7 identicon

Ég er sammála þessu hjá þér að þetta minnir á ástandið fyrir hrun. En það er ekki einungis Jóhanna sem er Mats ósammála ég veit ekki betur en "utanþings" ráðherrann hann Gylfi tali á sömu nótum. Til hvers er þetta fólk yfirhöfuð að hafa sérfræðinga sér til aðstoðar? Þetta er sjálfumglatt lið sem kann best við eigin skoðanir.

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 12:58

8 identicon

Guðrún, samkvæmt því sem þú segir þá ættu þjóðverjar að kjósa nasistaflokkinn aftur yfir sig því það skipti engu máli sem gerðist í fortíðinni?????? Blámannaflokkurinn og varðhundar glæpamannanna sem sátu hér við völd áratugum saman eiga ekki að fá fleiri tækifæri frekar en nasistarnir!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 17:11

9 identicon

Undarlegt að geta lesið það út úr þeirri einföldu staðreynd að fortíðinni geti enginn breytt, að þjóðverjar ættu að kjósa nastistaflokkinn yfir sig aftur - en þeir sem komast í rökþrot, nota oft eitthvað þessu líkt í "rökræðunni".

Fortíðinni fær enginn breytt Ragnar Örn, hins vegar má læra af henni.

Ég stend við fyrri athugasemd mína: nú ríður á, að við komum okkur úr vandræðunum og það fyrr en seinna.

Guðrún Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 10:13

10 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég þakka ykkur öllum fyrir innlitið og fyrir hressilegar umræður.

Ég ætla mér ekki að hvítþvo Sjálfstæðisflokkinn, en að kenna honum einum um hrunið er barnaleg einföldun. Maður veltir því fyrir sér hvort þeir sem gera slíkt séu vísvitandi að blekkja sjálfa sig og aðra eða hvort þetta sé einfaldlega skortur á heilbrigðri skynsemi.

Mér þykir leitt að sjá hvernig sumir á þessum vettvangi gefa sér forsendur og snúa út úr. Auðvitað skiptir máli hvað gerðist í fortíðinni. Mannkynið á að læra af sögunni eins og hver og einn einstaklingur lærir af reynzlunni. Einmitt þess vegna mun vonandi líða langur tími áður en flokkar á borð við Nazistaflokkinn verða stórir í Þýzkalandi. Hins vegar leysir það engin mál að vera stöðugt að leita uppi sökudólga til þess eins að geta firrt sjálfan sig ábyrgð.

Emil Örn Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 4895

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband