Einræðistilburðir

Þarf einhvern að undra svona vinnubrögð?

Samfylkingin er í eðli sínu ólýðræðislegur flokkur og þ.a.l. bezt trúandi til að hafa uppi grímulausa einræðistilburði.

Samfylkingin er skilgetið afkvæmi R-listans. R-listinn var myndaður með aðeins eitt markmið: Að koma Sjálfstæðisflokknum frá. Samfylkingin var mynduð í nákvæmlega sama tilgangi. Eina hugsjónin sem Samfylkingin á er að útrýma Sjálfstæðisflokknum. Eini tilgangur Samfylkingarinnar er því að fækka valkostum kjósenda.

Enginn annar stjórnmálaflokkur á Íslandi á sér slíkt markmið. Hins vegar átti sovézki kommúnistaflokkurinn sér samskonar takmark. Hann á sér fáa formælendur í dag.


mbl.is Sjálfstæðismenn yfirgáfu þingsalinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sjálfstæðismenn hafa undanfarna mánuði hvað eftir annað hagað sér eins og óknyttadrengir í þingsal.

Það eru að mínu mati mikil mistök að gefa þeim ekki svigrúm til að halda því áfram óþvingað.

Eini tilgangur Samfylkingarinnar er að stuðla að jafnrétti, lýðræði og málfrelsi í þjóðfélaginu.

Það er neyðarúrræði að takmarka málfrelsi og ég ætla ekki að fullyrða að þingforseti sé yfir gagnrýni hafinn.

Og ég tek fram að eins og alltaf ert þú afar málefnalegur og sanngjarn í þínum málflutningi.

Bestu kveðjur.

Jón Halldór Guðmundsson, 10.11.2009 kl. 15:55

2 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Því miður virðumst við sitja uppi með það að þetta eru allt sömu labbakútarnir, fólk sem er búið að ala upp sem framtíðar stjórnamálamenn frá blautu barnsbeini og hefur sáralitla reynslu af lífinu og hvað þá þann skilning á samfélaginu sem maður myndi vilja sjá hjá forustumönnum þjóðarinnar. Og þetta er óháð flokkum.

 Sorglegt.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 10.11.2009 kl. 15:58

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Sæll, Jón. Það kann vel að vera að sízt hafi virðing Alþingis aukist á undanförnum mánuðum og jafnvel minnkað. Þar held ég að sé ekki aðeins við Sjálfstæðisflokkinn að sakast, nema síður sé. Ég ætla ekki að fara að rifja upp skammarlegt hátterni sumra í óeirðum síðasta vetrar. Enda bezt að gleyma öllu slíku eigi okkur að takast að vinna saman að lausn þeirra vandamála sem við er að eiga.

Augljóslega, að framansögðu, get ég ekki verið sammála þér um tilgang Samfylkingarinnar. Satt að segja gæti ég kvittað upp á að allir aðrir flokkar eigi sér þessi sömu markmið nema Samfylkingin. Því flest erum við að vinna að sama marki þó okkur greini á um leiðir.

Fréttin sem ég vitna í er aðeins sönnun þess að Samfylkingin stuðlar ekki að málfrelsi og umfjöllun mín að ofan færir rök fyrir því að hún stuðlar ekki að lýðræði. Ég er ekki þar með að segja að allir samfylkingarmenn (karlar og konur) séu vont fólk, fjarri því. Það hefur ekki gert sér grein fyrir innsta eðli þessara samtaka.

Ég veit ekki hvort umsögn þín um minn málflutning er kaldhæðni eða ekki en hvort heldur er þá ég býð þig hjartanlega velkominn í bloggvinahópinn minn.

Eðvarð, það er varla hægt að alhæfa svona um alla stjórnmálamenn (karla og konur). Vissulega eru margir sem hafa starfað í stjórnmálaflokkum frá því þeir voru með bleiju og hafa aldrei ætlað að verða stjórnmálamenn þegar þeir yrðu stórir. Eins og þú segir "hafa sáralitla reynzlu af lífinu". Því fer þó fjarri að það eigi við um alla og fjöldi stjórnmálamanna kemur úr grasrótinni og er að berjast fyrir sínum hugsjónum af sannfæringu og heiðarleika.

Emil Örn Kristjánsson, 10.11.2009 kl. 16:29

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

"...og hafa aldrei ætlað að verða annað en stjórnmálamenn.."

átti að standa.

Emil Örn Kristjánsson, 10.11.2009 kl. 16:31

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég veit nú ekki betur en að forseti Alþingis Ásta Ragnheiður hafi verið ráðherra en svo vildi fólk hana ekki og þá var hún bara gerð að  forseta Alþingis....

 mbl.is Sjálfstæðismenn yfirgáfu þingsalinn

Forsetinn neitaði umræðum.  

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 10.11.2009 kl. 16:54

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Samfylkingin er skilgetinn afkomandi Rússneska RSDLP (Russian Social-Democratic Labour Party), sem stofnaður var 1898. Þessi flokkur klofnaði strax á öðru flokksþinginu 1903, í Bolshevika (meirihluti) og Menshevika (minnihluti). Bolshevikar urðu síðar Kommúnista-flokkur Sovíetríkjanna.

 

Bæði Bolshevikar og Menshevikar eru hugmyndafræðilegir forfeðir Samfylkingarinnar. Alþýðuflokkurinn var stofnaður 1916 og úr honum klofnaði Kommúnistaflokkur Íslands 1930. Nafni Kommúnistaflokksins var breytt 1937 í Sameiningarflokk Alþýðu - Sósíalistaflokkinn. Þetta nafn entist til 1968, þegar Alþýðubandalagið var stofnað.

 

Samfylkingin er afrakstur þessarar sögu og menn ættu ekki að trúa því að þetta fólk sé annað en Kommúnistar. Það syngur ennþá Internationalann, með krepptum hnefa undir rauðri dulu Kommúnismans. Ekkert hefur breytst á þessum 111 árum.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.11.2009 kl. 18:01

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Já! Og Steingrímur stuðlar við Stalín og Hitler var lesbía.

Rúnar Þór Þórarinsson, 10.11.2009 kl. 20:50

8 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Samfylkingin er skilgetinn afkomandi Rússneska RSDLP (Russian Social-Democratic Labour Party)

Þetta segir Loftur Atice að ofan

Þegar menn setja fram slíkt endemisbull í umræðum  þá er til lítils að ræða við þá. Ég hef orðið nokkuð langa reynslu af því að starfa í pólitík, er 75 ára og byrjaði 18 ára, og hef verið starfandi í Samfylkingunni frá stofnun. Samfylkingin er eins lýðræðislegur flokkur eins og nokkur stjórnmálaflokkur getur verið. Að Samfylkingin sé með það á sinni stefnuskrá að útrýma Sjálfstæðisflokknum eru nýjar fréttir. Ég held að ef einhver útrýmir Sjálfstæðisflokknum þá verður það hann sjálfur. Upphlaup þeirra á Alþingi nú með því að ryðjast út úr þingsal er þeim ekki til sóma.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 11.11.2009 kl. 11:15

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ekki er mér ljóst hvað það er sem Sigurður Grétar er að koma á framfæri. Vill hann meina að RSDLP hafi ekki verið “eins lýðræðislegur flokkur eins og nokkur stjórnmálflokkur getur verið” ? Ég var ekkert að fjalla um innra skipulag þessara flokka, heldur einungis að vekja athygli á sögulegum staðreyndum. Ef ég fór ekki rétt með, þá verður sjálfsagt einhver til að leiðrétta það.

 

Ég kannast ekki heldur við, að hafa sakað Samfylkinguna um að hafa “það á sinni stefnuskrá að útrýma Sjálfstæðisflokknum”. Það þarf mikið hugmyndaflug til að vera með svona vangaveltur, en ég veit að Sigurð Grétar skortir ekki ímyndunarafl.

 

Það eina sem mér virðist vera í samræmi við raunveruleikann er frásögn Sigurðar af útgöngu þingmanna Sjálfstæðisflokks. Tilefni þess var ærið og þótt fyrr hefði verið. Framganga Sossanna hefur lengi verið með þeim ólíkindum að þeim mun verða rækilega hegnt í nærstu kosningum. Þessi skilgetni afkomandi RSDLP hefur valdið þjóðinni slíkum búsifjum, að ekki stendur byltingarbrölti forgöngumannanna langt að baki.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.11.2009 kl. 16:41

10 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Og næst á dagskrá eru Tommi og Jenni í tímamótaþættinum Leikur músarinnar að kettinum. Þýðandi er Milton Friedman og um útsendinguna sér Hans Klaufi.

Rúnar Þór Þórarinsson, 19.11.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband