Festina lente...

Það er vissulega löngu tímabært að endurskoða kosningalöggjöfina hér á landi. Það væri ekki verra ef hinn almenni kjósandi fengi að hafa meira um það að segja hvar atkvæði hans lendir. Það er stjórnmálamönnum einnig hollt að vita hvert raunfylgi þeirra er og hugsanlega gæti vandað frumvarp um nýja kosningalöggjöf komið í veg fyrir uppnám, vandræðagang og deilur þegar kjörnum fulltrúum dettur í hug að skipta um flokk á miðju kjörtímabili.

Það er jafnvel hugsanlegt að það myndi ekki endilega henta að hafa sama háttinn á í sveitarstjórnarkosningum annars vegar og þingkosningum hins vegar.

Það er morgunljóst að það þarf að vanda vel til þegar slíkt stórmál er til umfjöllunar og það þolir enga flýtimeðferð.

Það má ekki kasta til höndum við gerð nýrra kosningalaga. Þá er betur heima setið en að stað farið.

Flýttu þér hægt, Jóhanna, við þolum vel einar sveitarstjórnarkosningar með gömlu aðferðinni megi það verða til þess að vandað frumvarp til kosningalaga hljóti þá meðferð sem það á skilið fyrir næstu alþingiskosningar.

 


mbl.is Persónukjörið að falla á tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég er þeirrar skoðunar, að kosningar til sveitastjórna sé gott tækifæri til að prófa eitthvað lýðræðislegt kosningakerfi. Ekki er nauðsynlegt að það standist til eilífðar og eins og þú nefnir Emil, er ekki nauðsynlegt að það verði notað einnig við Alþingiskosningar.

Það sem er mikilvægt er að nota þræl-prófað kerfi, eins og Írland hefur verið með lengi. Stærsta hættan og líklega sú eina, er að menn klúðri framkvæmdinni. Notum öruggt kerfi og reynum ekki að finna upp hjólið.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.11.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Eg er þér 100% sammála. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 5.11.2009 kl. 17:00

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka þér fyrir, Sóldís Fjóla. Alltaf gaman þegar við erum sammála.

Loftur, ég er þeirrar skoðunar að breytingar á kosningalöggjöfinni þurfi að vera bæði það róttækar og vandaðar og að við höfum ekki efni á einhverri tilraunastarfsemi með þær. Það kann vel að vera að írska kerfið henti okkur en það eru til fleiri kerfi og þau þarf líka að skoða. Auðvitað eigum við ekki alltaf að vera að finna upp sama hjólið og aðrir eru löngu búnir að uppgötva. Málið er að það eru til ýmsar útgáfur af hjólinu, misheppilegar.

Hvað sveitarstjórnarkosningar varðar þá hef ég t.a.m. bent á að skoða mætti hvernig þær ganga fyrir sig í heimsborginni London... og þykir kannske sumum ég nokkuð djarfur að vilja miða höfuðborg okkar við þá milljónaborg. Þar var kosningareglum breytt fyrir ekki löngu og þegar Lundúnabúar ganga í dag að kjörborði vegna borgarstjórnarkosninga þá kjósa þeir í raun tvisvar. Annars vegar er kosið um Borgarstjóra, sem er persónubundið kjör, og hins vegar um borgarstjórnarlista. Borgarstjóri Lundúna er nokkuð valdamikill og hann situr í embætti í krafti eigin kjörfylgis en ekki eftir því hvernig hugsanlegir meiri- eða minnihlutar kunna að myndast í borgarstjórn. Í raun er því engin þörf á að mynda misstarfhæfa pólitíska meirihluta.

Emil Örn Kristjánsson, 5.11.2009 kl. 17:21

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég er einfaldlega þeirrar skoðunnar að leggja eigi niður sveitastjórnarkosningar, allveganna flokksbundnar, eða slá þeim þá saman við alþingiskosningar.

Þá þurfum við ekki alltaf að horfa uppá alþingi og sveitarstjórnir rífast vegna flokkslína og auk þess myndi þetta spara gríðarlegann pening.

Einhver Ágúst, 5.11.2009 kl. 22:27

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hér er hugmynd að fyrirkomulagi alþingiskosninga.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.11.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband