4.11.2009 | 14:33
Varamaður, líttu þér nær...
Ekki mun það bölið bæta að bent sé á annað verra. Þó getur maður ekki orða bundizt þegar svona fréttir koma fyrir augu manns.
Ég þekki Sigmund Davíð ekki neitt og ætla ekki að taka að mér að svara neitt sérstaklega fyrir hann. Mér þykir þó að Björk Vilhelmsdóttir ætti bara að hafa sig hæga í þessari umræðu.
Hvað gengur henni og hennar samherjum eiginlega til að vera tjá sig í fjölmiðlum, með tilheyrandi reikningsdæmum, um mætingu Sigmundar Davíðs eða yfirleitt nokkurs annars á nefndarfundi borgarinnar? Ekki er allir flekklausir þar á bæ.
Varaformaður Samfylkingarinnar og leiðtogi hennar í borgarstjórn, Dagur B. Eggertsson hefur t.a.m. verið nokkuð duglegur að tilkynna forföll á stjórnarfundum Faxaflóahafna þar sem hann situr sem fulltrúi síns flokks. Á þessu ári hafa verið haldnir 11 fundir hjá stjórn Faxaflóahafna, þar af hefur Dagur B. séð sér fært að mæta á 5 þeirra.
Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það en ég hef heyrt að Dagur þiggi 100þúsund krónur á mánuði fyrir þessa stjórnarsetu þrátt fyrir að hafa ekki mætt á helming þeirra funda sem stjórnin hefur haldið á þessu ári. Varamaður hans hefur hins vegar verið duglegur að mæta fyrir hann. Ekki veit ég hvað varamaðurinn þiggur í laun en líklega ætti það ekki að vefjast fyrir honum að gefa það upp. Varamaður Dags B. Eggertssonar í stjórn Faxaflóahafna er nefnilega enginn annar en áðurnefnd Björk Vilhelmsdóttir.
Mæting Sigmundar Davíðs gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
OUCH!
Flosi Kristjánsson, 4.11.2009 kl. 15:05
Það er nú bara þannig að það skiptir ekki nokkru máli í hvaða flokki menn eru, það verða allir vitlausir um leið og þeir komast til valda og láta græðgina og eiginhagsmunasemina stjórna sér!
gams (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 15:11
Mér finnst bara að þingmenn eigi ekki að koma að borgar og sveitastjórnarmálum.Þeim nægir bara þingmannskaupið.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 15:25
Þú segir aldeilis fréttir Emil að Björk Vilhelmsdóttir stásskona og læknisfrú sé að fá miklar fjárhæðir út á það að dagur Bergþóruson Eggertsson er ekki að mæta hjá Faxafólahöfnum ? Fær Dagur 100.000 á mánuði fyrir að sitja í nefndinni og notar svo fjarveru sína til að koma peningum frá Borginni til Bjarkar Vilhelmsdóttur ? Ja hérna það er nú aldeilis gótt að geta verið yfirstéttarkona / læknisfrú og sinnt nefndarstörfum meðan kallinn manns vinnur fyrir manni, margar konur sem mundu þyggja slíkt líf. Hvað er Björk Vilhelmsdóttir og hún Sóley Tómasdóttir að blaðra þær geta bara komið og unnið fyrir sama kaup og við hinar.
Heiða (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 16:50
Það er Björk sem er varamaður Dags í stjórn faxaflóahafna. Þannig að hún veit mætavel hvernig þessum málum er háttað hjá þeim sjálfum. Þetta er þeim báðum og samfylkingunni til minnkunar.
Theodór Bender, 4.11.2009 kl. 17:44
Nú er Björk Vilhelmsdóttir að hefja kosningabaráttuna fyrir Samfylkingin og leggur þeirra rotnu línur með því að ráðast gegn Sigmundi Davíð.
Hún hugsaði bara ekki út í það að borgarfulltrúar Samfylkingarinnar búa í - glerhúsi fyrir opnum tjöldum..........!
Benedikta E, 4.11.2009 kl. 18:13
Er þetta ekki dæmigert fyrir áður nefnda Björk það væri henni líklega fyrir-bestu að hennar mál fari ekki öll upp á borðið
hannes (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 09:35
Þakka þér frábæra grein þína um þetta mál í Morgunblaðinu í dag, Emil Örn: Varamaður, líttu þér nær.
Ekki ríður Björk Vilhelmsdóttir feitum hesti frá þessu máli, er reyndar sjálf ekki beysið hross og var þó Trójuhestur róttæklinganna í Vinstri grænum í prófkjöri Samfylkingarinnar og slapp eflaust inn á lista hinna síðarnefndu út á atkvæði Vinstri grænna sem tóku þar þátt. (Spurning hvort Samfylking yrði jafn-ginnkeypt fyrir því að fá frambjóðendur úr Sjálfstæðisflokknum til að taka yfir ýmis borgarfulltrúasæti sín?)
Sjálfur bloggaði ég um þessar ofurlaunagreiðslur HÉR.
Jón Valur Jensson, 7.11.2009 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.