Hvað er maðurinn að væla?

Af hverju telur Þorgrímur Þráinsson að hann eigi einhverja kröfu til listamanna"launa"? Er hann ekki einn af þessum sk. "metsöluhöfundum"? Hafa bækur hans ekki selst nokkuð vel? Er hann ekki að fá ágætis pening fyrir þær?

Ég skil ekki að þeir eigi að fá sérstök listamannalaun sem eru að fá ágætlega greitt fyrir listaverk sín (myndverk, bækur o.sv.fr.). Enn síður skil ég að þeir eigi að fá listamannalaun sem geta ekki komið verkum sínum í verð.

Listamanna"laun" ættu aðeins að eiga rétt á sér sem nk. styrkur til ungra listamanna (karla og kvenna), sem eru að koma sér á framfæri og ætti slíkur styrkur aðeins að vera veittur hverjum og einum einu sinni á ævinni. Hér væri því um nokkurskonar "startkapítal" að ræða. Nái viðkomandi listamaður að koma sér það vel af stað að hann geti lifað af list sinni á hann á hann ekki frekari rétt á styrk enda þá orðinn sjálfstæður skattborgari og atvinnurekandi. Dugi honum hins vegar ekki styrkurinn til að koma sér á framfæri og nái hann ekki að gera list sína að söluvöru er honum hollast að snúa sér að einhverju öðru og stunda list sína sem áhugamál.

Það að titla sjálfan sig listamann gefur enga kröfu til fjár úr opinberum sjóðum.

 


mbl.is Neitað 19 sinnum um listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki frá því að þetta sé gáfaðasta uppástunga sem ég hef heyrt með þessi blessuðu listamannalaun!

sigrún (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 4892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband