Prósentur af hundraði...

Eitt sinn heyrði ég sögu af unglingakennara, sem var búinn að fá alveg nóg af tornæmi og vinnuleti nemenda sinna og missti út úr sér yfir bekkinn: Þið eru svo léleg í stærðfræði að 60% ykkar eiga eftir að falla á prófinu í vor.

Þá heyrðist einum nemendanna: Hah, 60%, við erum nú ekki einu sinni svona mörg í bekknum!

Reyndar hef ég á tilfinningunni að ýmsir sem eru komnir í æðstu stöður hér á landi hafi álíka mikið vit á prósentureikningi og tek ég því þessum fréttum með tilheyrandi fyrirvörum.


mbl.is 90% upp í forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rökrétt hjá nemandanum, ef nemendafjöldinn hefur ekki staðið á tug. Það gengur ekki upp að brot af einum nemanda geti fallið.

Annars er er þessi síðasti hókus pókus svo vitlaus að það þarf ekki einu sinni að vera góður í reikningi til að sjá að skuldir hverfa ekki þótt þær séu skýrðar öðrum nöfnum eða settar undir aðra liði.  Nú hafa þeir endanlega drullað upp í hnakkagróp með spunanum sínum.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2009 kl. 09:39

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka þér fyrir innlitið, Jón Steinar. Reyndar þarf nemendafjöldinn ekki að standa á tug til að 60% eigi við. Það er nóg að hann standi á tug eða hálfum tug.

Ekki þar fyrir að það kemur hvergi fram í sögunni hvað bekkurinn var fjölmennur auk þess sem skilningur nemandans á prósentum er jafn rangur fyrir það.

Það er hins vegar rétt hjá þér að þetta er ekkert annað en spuni. Ég held hins vegar að stjórnvöld trúi þessu í einlægni.

Emil Örn Kristjánsson, 13.10.2009 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband