12.10.2009 | 16:44
Ekki alhæfa svona, Karl...
Talaðu fyrir sjálfan þig, Karl Lagerfeld. Ég vil "kvenlegar" konur. Ég vil konur með línur... þrýstnar konur, ef þú kýst að kalla það svo.
Þessar fyrirsætur sem þú notar þykja mér einfaldlega ekki kvenlegar og fötin sem þær sýna ekki passa alvöru kvenmönnum. Það kann hins vegar vel að vera að einhverjum öðrum þyki þær "flottar".
Sem betur fer eru ekki allar konur steyptar í sama mót og sem betur fer er ekki til nein stöðluð útgáfa af fallegri og kynþokkafullri konu.
Konur af öllum stærðum og gerðum geta nefnilega verið fallegar og kynþokkafullar.
Enginn vill sjá þrýstnar konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 4897
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr! Hjartanlega sammála. Bendi hér á færslu mína við þessa frétt, sem því miður vildi ekki límast við: http://soli.blog.is/blog/soli/entry/963673/
Sólmundur Friðriksson, 12.10.2009 kl. 18:09
Er hann ekki orðinn ansi aldraður og með dapra sjón
Finnur Bárðarson, 12.10.2009 kl. 18:22
Þannig að Claudia Schiffer, Cindy Crawford, Naomi Campbell og Linda Evangelista eru víst ekki "alvöru" konur með flottar línur?
Karl Lagerfeld er tískuhönnuður, ekki klámkóngur. Hann er ekki í bransanum til að geðjast karlsauganu. Ef hann vill einhverskonar Amazon Gyðjur til að ganga í fötin hans þá má hann það, þetta eru nú hans föt. Og þetta er alveg satt sem hann er að segja, flestar af þessar konur sem eru að kvarta "eru bara feitar mæður með snakkpoka sem sitja fyrir framan sjónvarpið og kvarta yfir því að grönn módel séu ljót." -- Afhverju í ósköpun er að vera þóknast þennan littla hóp sem enginn græðir neitt á?
Henry (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:31
Ég þakka Sólmundi og Finni fyrir innlitið.
Henry, ef þú ætlar að taka þátt í umræðunni þá skaltu halda þig við efnið. Hér hefur ekkert verið kveðið upp úr með það hverjar séu "alvöru konur" og hverjar ekki og svo það sé alveg á hreinu þá hefur Cindy Crawford línur.
Karl Lagerfeld á hins vegar ekkert með það að fara með svona alhæfingar og leyfi mér að halda því fram að fullyrðing hans sé fjarri sanni.
Athugasemd hans um feitar mæður er ósmekkleg og honum aðeins til minnkunnar. Ég ítreka það sem ég sagði að konur af öllum stærðum og gerðum geta verið fallega og kynþokkafullar.
Emil Örn Kristjánsson, 12.10.2009 kl. 23:14
... það er alla vega mín skoðun.
Emil Örn Kristjánsson, 12.10.2009 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.