Hvað er maðurinn eiginlega að bulla?

Ég er enginn fræðimaður á þessu sviði en ég er heldur ekkert minna upplýstur en hver annar um grundvallarþætti stjórnskipunar okkar.

Ég leyfi mér því að fullyrða að hér er fræðimaðurinn að bulla.

Þingræði hefur ekkert með það að gera hvort meirihluti þings samþykki öll stjórnarfrumvörp sem fram kunna að koma. Þingræði byggist eingöngu á því að ríkisstjórn og einstaka ráðherrar njóta stuðnings meirihluta þingmanna.

Í því ágæta uppflettiriti "Íslenzku alfræðiorðabókinni" stendur í kafla um þingræði: "Stjórnarfar þar sem þeir einir geta setið í ríkisstjórn, sem meirihluti þjóðþings vill styðja eða þola í embætti".

Í bók Ólafs Ragnars Grímssonar og Þorbjarnar Broddasonar "Íslenzka þjóðfélagið" stendur: Þingræði í hinum þrönga skilningi stjórnarskrárinnar felur aðeins í sér að ríkisstjórn sé að jafnaði mynduð með stuðningi meirihluta þingmanna."

Á Vísindavef Háskóla Íslands stendur í grein sem rituð er af Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur: "Þingræðisreglan svokallaða felur í sér að meirihluti Alþingis þurfi að styðja eða að minnsta kosti sætta sig við ráðherra í embætti."

Hér kemur hvergi fram að þingmaður sem styðji ríkisstjórn sé skuldbundinn að samþykkja öll stjórnarfrumvörp. Fyrr mætti nú líka aldeilis fyrr vera. Samkvæmt stjórnarskránni eru þingmenn skuldbundnir til að fylgja eingöngu eigin sannfæringu. Þingmaður getur vel stutt ríkisstjórn falli þó hann sé ekki sammála öllum þeim frumvörpum sem þaðan koma. Enda mýmörg fordæmi fyrir því.

Ég endurtek því: Hér er fræðimaðurinn bara að bulla. Hver ástæðan er veit ég ekki. Hugsanlega er honum farið að förlast, hugsanlega er hann eitthvað utan við sig, hugsanlega hefur hann ofmetnast í sviðsljósinu og er farinn að hagræða forsendum vísindanna og hugsanlega er bara að blása í blokkflautu eftir þeim nótum sem Samfylkingin hefur lagt honum til.


mbl.is „Hér er þingræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég hallast að því að hann hafi verið fenginn, af Samfylkingunni, til að bulla eitthvað til að reyna að slá ryki í augu almennings. 

Tómas Ibsen Halldórsson, 1.10.2009 kl. 16:50

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Emil, ekki er hægt annað en vera þér sammála. Hins vegar má benda á, að þingræðið er bara tilbúningur þingmanna sjálfra. Þetta fyrirkomulag er ekki nefnt einu orði í Stjórnarskránni og er því bara vinnuregla sem þingið vinnur eftir.

Eins og þú bendir á, þá eru þingmenn eingöngu bundnir sannfæringu sinni, samanber 48. grein:

48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.10.2009 kl. 16:52

3 Smámynd: Landfari

Það er engu við þetta að bæta hjá þér nema kanski þeim möguleika að ekki sé rétt eftir honum haft. Get eiginlega bara ekki trúað öðru.

Landfari, 2.10.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 4903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband