30.9.2009 | 13:19
Liggur svona mikið á?
Það er þá ekki mikið sem liggur fyrir á þingi fyrst þetta er forgangsmálið. Nema verið sé að drepa örðum málum á dreif...
Ekki þar fyrir að þetta er mjög mikilvægt mál. Það er alveg kominn tími til að endurskoða kosningakerfið. Það er hins vegar mjög slæmt ef það á að vera einhver fljótaskrift á því. Ef kasta á til höndum með þetta frumvarp er betur heima setið en af stað farið.
Það er betra að láta sveitarstjórnarkosningar fara fram með gamla laginu og vanda frekar til verka með umrætt frumvarp.
Annars er ekki þar með sagt að sama kerfi þurfi endilega að vera á alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Hugsanlega mætti gera hér svipað og gert við borgarstjórnarkosningar í London og hafa kosninguna tvöfalda. Þá fengju kjósendur tvo kjörseðla. Á öðrum þeirra væri borgar-/bæjar-/sveitarstjóri eða oddviti kosinn sérstaklega og á hinum væri kosinn pólitískur listi til borgar-/bæjar-/sveitastjórnar. Borgar-/bæjar-/sveitarstjóri eða oddviti sæti þá í krafti eigin atkvæðamagns, þörfin fyrir pólitíska meirihluta væri þá ekki lengur aðkallandi og hrókeringar með borgarstjóraembættið væru einfaldlega ekki mögulegar.
Persónukjör forgangsmál á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.