24.9.2009 | 21:13
Eigum við ekki að gefa manninum "séns"?
Sama hvað segja má um Davíð Oddsson þá fer ekki milli mála að þar fer umdeildur maður. Flestir, ef ekki allir, hafa skoðun á honum og það er helzt að sjá að ýmist elski menn hann eða hati.
Það er samt undarlegt að lesa viðbrögð fólks hér í netheimum við þeirri frétt að umræddur Davíð sé nú seztur í ritstjórnarstól Morgunblaðsins. Fólk ýmist fagnar óskaplega eða óskar Morgunblaðinu alls hins versta.
Ég hlýddi á nokkra spekinga skeggræða á Útvarpi Sögu (já, ég hlusta stundum á Sögu) í gær. Það var helzt að heyra að það yrði dauðadómur yfir Mogganum ef Davíð yrði ritstjóri blaðsins. Einnig fannst þessum sömu mönnum það versta mál að það skyldi endilega þurfa að vísa frá ritstjóra sem var hallur undir EB-aðild Íslands en á sama tíma töldu þeir lífsnauðsynlegt að fjölmiðlar endurspegluðu skoðanir fólksins. Afsakið, herrar mínir, er þá ekki einmitt ástæða til að skipta um manninn í brúnni á öðru hvoru morgunblaðinu (ég tel DV eiginlega ekki með)?
Á þess að ég ætli að tjá mig um Davíð Oddsson í löngu máli þá held ég að það séu margir vanhæfari en hann að ritstýra hálfu blaði. Hann er auk þess lipur penni og skemmtilegur, láti fólk eftir sér að lesa það sem hann skrifar. Sjálfur þrjóskaðist ég í mörg ár við að lesa bókina hans "Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar" en þegar ég lét undan forvitninni komst ég að því að hann er bráðskemmtilegur rithöfundur.
Þá held ég að Davíð Oddsson sé skynsamari en svo að hann fari að láta til sín tala á vefsíðum mbl.is eða að hann fari að skipta sér af greinarhöfundum. Þar til annað kemur í ljós vil ég trúa því að Mogginn verði áfram fjölbreytt, lifandi og frjótt blað. Að því breyttu þó að við munum ugglaust fá að lesa fjörlega leiðara, láti menn (karlar og konur) þann lestur eftir sér, sem hugsanlega verða í hressilegri andstöðu við aðalkeppinautinn, Fréttablaðið.
Ég held að það væri rétt að gefa Davíð Oddssyni tækifæri til að sýna hvernig hann höndlar þetta nýja starf áður en fólk rýkur upp til handa og fóta og segir upp áskriftum og hótar hætta tjáskiptum á mbl.is. Það er ekki eins og hann sé að taka við formennsku í ASÍ eða ganga inn í ríkisstjórn.
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 4906
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sammála þér Emil Örn
Jón Snæbjörnsson, 24.9.2009 kl. 21:26
Dabbi kjellinn er komin aftur
CrazyGuy (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:31
Trúðurinn er búinn að fá alltof marga sjénsa, raunar magnað að nokkur skuli hafa nokkurt álit á manninum eftir smánina í kringum stuðningin við olíustríðið í Írak, sá blettur verðu aldrei þvegin af og mun loða við hann út yfir gröf og dauða.
Georg P Sveinbjörnsson, 24.9.2009 kl. 21:46
Sammála þér Emil. Mér líst mjög vel á að fá Davíð í þetta hlutverk Ég er áskrifandi að Morgunblaðinu og verð það áfram, ekki spurning !
Katrín Linda Óskarsdóttir, 24.9.2009 kl. 21:55
Þú hefur greinilega ekki fengið að kynnast þessum manni nógu vel. Skal segja þér gamla sögu héðan úr hverfinu við tækifæri. Það er ekki tilviljun að fólki liggur illt orð til hans - burtséð frá því að hann á mestan þátt í hinni hrundu spilaborg sem tók fjölda ára að byggja upp. Það sem maðurinn leggur á sig til að ná sér niður á jafnvel valdalausu fólki sem honum þóknast ekki er sjúklegt.
Dofri Hermannsson, 24.9.2009 kl. 23:10
Ég held að þetta sé mikið ofmat hjá Þér Emil Örn. Ég held að þessi karlbjálfi sé hvorki elskaður né hataður lengur. Hans tími er einfaldlega liðinn.
Árni Gunnarsson, 24.9.2009 kl. 23:12
Nú loksins fer eitthvað að gerast þessi fréttablöð eru búin að vera svo drepleiðinleg undanfarin ár að það hálfa væri nóg. Fagna heilshugar ráðningu Davíðs Oddsonar við Morgunblaðið
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 24.9.2009 kl. 23:58
Ég þakka ykkur öllum fyrir innlitið og í flestum tilvikum kurteislegar og ofstækislausar athugasemdir.
Ég bíð eftir að heyra söguna, Dofri.
Árni, mér sýnist nú á þeim viðbrögðum, sem orðið hafa við þessari frétt og þeirri umræðu sem verið hefur í aðdraganda hennar að upp til hópa beri fólk mjög sterkar tilfinningar til Davíðs Oddssonar. Jákvæðar eða neikvæðar eftir atvikum. Það er eins og allir hafi skoðun á manninum.
Emil Örn Kristjánsson, 25.9.2009 kl. 08:22
Er þá ekki líka rétt að selja Björgólfi Landsbankann aftur? Ætti hann ekki að fá annan sjens eins og Davíð?
Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 16:17
Af hverju á að gefa óendanlega sénsa. Hæfasti maður í sinni grein á verða fyrir valinu. Veit ekki til þess að Davíð hafi reynslu eða þekkingu á ritstjórnun dagblaða. Davíð næstur sem forstjóri LSH ? Skurðlæknir kanski ?
Finnur Bárðarson, 25.9.2009 kl. 18:44
Björgólfur og Finnur, þið vitið vel að þetta er ekki raunhæfur samanburður. Ég segi sjáfur í færslu minni :"Það er ekki eins og hann sé að taka við formennsku í ASÍ eða ganga inn í ríkisstjórn."
Ég er ekkert að tala um að gefa Davíð Oddssyni "annan séns". Hann hefur ekki ritstýrt Mogganum áður.
Finnur, þú veizt vel sjálfur að það gilda allt önnur viðmið við ráðningu ritstjóra á dagblaði og skurðlækni.
Emil Örn Kristjánsson, 25.9.2009 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.