23.9.2009 | 21:58
Forboðnar skoðanir...
Um þarsíðustu helgi birti DV grein um beztu og verstu bloggara landsins að mati nokkurra álitsgjafa blaðsins. Að mati flestra var Lára Hanna Einarsdóttir bezti bloggarinn.
Bloggarinn JensGuð gerði þessa grein að umfjöllun á bloggi sínu. Athugasemdir við þá færslu hans urðu á annað hundrað og átti ég tvö innlegg í þá umræðu.
Hljóðaði það fyrra svo: " Eins og fram hefur komið þá bráðvantar skilgreiningu á góðum "bloggara" og slæmum "bloggara". Ég er anzi hræddur um að margir, jafnvel flestir, detti í þá gryfju að kalla þá góða sem eru þeim sammála og slæma sem eru það ekki.
Reyndar fer því fjarri að ég sé yfirleitt nokkurn tíma sammála Láru Hönnu. Ég hef samt reynt að leggja hlutlaust mat á "bloggið" hennar og niðurstaða mín er sú að hún er arfaslakur "bloggari" hvers "blogg" einkennist iðulega þvílíkum fjölda myndbrota að minnir helzt á úrklippubók og textinn þar á milli óttalegt torf fullt af hnjóði og gífuryrðum.
Hvað mig varðar þá segir þessi niðurstaða matsnefndar DV mér meira en margt annað um téða nefnd og gef ég því lítið fyrir þessa niðurstöðu.
Til þess að færa rök fyrir meintu hlutleysi mínu er mér ljúft að nefna að þó ég sé oft mjög ósammála Jennýu Önnu þá þykir mér hún meðal betri "bloggara".
Tek fram að mér er óljúft að rita orðin "blogg" og "bloggari". Vildi frekar sjá orðin vefrit og vefritari meira notuð. "
Í síðari innleggi mínu kom svo þessi málsgrein í lokin: "Ég get svo tekið undir með Matthíasi [Ásgeirssyni] að "blogg" Láru Hönnu er ekki eiginlegt "blogg". Það er frekar, eins og hann segir, nk. vefbókasafn.... þar sem allar bækurnar eru reyndar mjög á einn veg."
Ég er náttúrulega enginn vísindamaður á sviði vefrita og því tek ég kannske nokkuð stórt upp í mig með slíkum skilgreiningum og virði eða misvirði það við mig hver sem vill eftir atvikum.
Næsta dag gerði títtnefnd Lára Hanna þessar athugasemdir mínar og áðurnefnds Matthíasar að umfjöllunarefni á hinu víðlesna vefriti sínu og var henni greinilega ekki skemmt. Satt að segja var henni mjög misboðið.
Mér þótti ákaflega áhugavert að sjá með hverskonar viðkvæmni landsfrægur vefritari, sem ekki hefur sparað mönnum (körlum og konum) skammirnar bregst við, að mínu mati meinleysislegri, athugasemd. En mesta undrun mína vöktu viðbrögð mikils fjölda jábræðra hennar og systra. Lára Hanna er greinilega á stalli hjá fjölda fólks, sem telur hana yfir alla gagnrýni hafna. Hún á sér hirð sem gætir þess að enginn hallmæli henni og er tilbúin að hugga hana og hughreysta þegar slíkt gerist. Og greinilega tilbúin að fordæma þá sem að henni "vega" án þess að kynna sér málið frekar. Að hafa skapað sér slíka persónudýrkun er einfaldlega aðdáunarvert, hversu jákvætt sem það kann að vera.
Ég get ekki neitað því að ég hafði lúmskt gaman af því að vera svolítið milli tannanna á þessari hundtryggu hirð hennar Láru Hönnu. Ég hef t.d. verið kallaður gapuxi, auli og gúbbi auk þess sem á mig hefur verið borið að ég sé að reyna að þagga niður í fólki (lesist Láru Hönnu).
Ég sé samt enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar. Ég tel mig hafa fullan rétt á að taka þátt í umræðum sem þessum og tjá hug minn, jafnvel þótt ég tali ekki eins og pólitískri rétthugsun Láru Hönnu og hirðar hennar þóknast.
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek sénsinn á því að verða flokkuð sem "hundtrygg hirð" Láru Hönnu........
En ég skil ekki hvað þú átt við... vefbókasafn? Hún skrifar yfirleitt langar færslur, linkar oft við það sem ýmsir aðrir eru að tjá sig um sama málefni..
Ég skil þig ekki. Lára Hanna er bloggari og líklega sú sem gerir mest gagn með færslum sínum í formi fróðleiks.
Heiða B. Heiðars, 23.9.2009 kl. 22:33
Það er svo sem ekki mitt að draga þig í einhverja dilka, Heiða, og ég er ekki á neinum nornaveiðum að tína til hverjir tilheyra hirð hvers og hverjir ekki.
Þessi færsla mín er nú reyndar ekki hugsuð sem gagnrýni á vefrit Láru Hönnu. Öllu frekar er ég að benda á hvernig sumir vefritarar virðast vera orðnir svo mjög hafnir yfir alla gangrýni að bæði þeir sjálfir og blindir aðdáendur þeirra fyllast réttlátri reiði ef einhver gapuxi vill ekki taka þátt í lofsöngnum.
Þú segir að Lára Hanna flyti fróðleik í færslum sínum. Ég segi að vefrit hennar minni mest á úrklippubók. Máli mínu til stuðnings vísa ég á tvær síðustu færslur hennar:
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/952866/
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/953179/
Því fer fjarri að ég sé yfirleitt sammála þér, Heiða, en ég get vel staðhæft að þú átt oft betri spretti en Lára Hanna á þínu eigin vefriti.
Takk fyrir innlitið.
Emil Örn Kristjánsson, 23.9.2009 kl. 23:36
Það má fara mjúku, kurteisu leiðina; að biðjast afsökunar á að hafa vakið ónot og vanlíðan, ÁN þess að biðjast afsökunar á skrifunum :) (ég er svoooo "dipló"
Eygló, 24.9.2009 kl. 00:14
Já, þú er alveg agalega "dipló", Eygló.
Finnst þér í alvöru að mér beri að biðjast afsökunar á einhverju í þessu samhengi?
Emil Örn Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 21:17
Nei, Emil, mér finnst alls ekki að þér BERI að biðjast afsökunar en yfirleitt er það sterkar aðilinn sem gerir það SAMT.
Þetta segi ég í alvöru þótt ég sé í og með að stríða þér svolítið. Ef ég fyndi út að sú stríðni særði þig (sem ég hef þó enga trú á) myndi ég þó biðja þig afsökunar af því að það hefði ekki verið meiningin.
Eygló, 25.9.2009 kl. 00:05
Nei, Eygló, ég tek þessu sem gríni og þá svarar maður í sömu mynt. Maður verður að hafa þroska til þess að geta átt heilbrigð tjáskipti við fólk án þess að vera með einherja viðkvæmni... munum þó að "aðgát skal höfð í nærveru sálar."
Emil Örn Kristjánsson, 25.9.2009 kl. 00:15
Já, þá komum við aftur að sál viðkvæms landsfrægs vefritara!!!
Nei, nei, ég skal hætta. Þetta er svona orðaskak sem töffarakonur og -karlar eiga að þola.
Eygló, 25.9.2009 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.