Nei, takk...

Mér finnst það einfaldlega niðurlægjandi að vera að þiggja eitthvað frá Evrópusambandinu.

Ég tek það fram að ég er Evrópumaður og ég er evrópusinni, ef svo má að orði komast, en ég er fjarri því að vera evrópusambandssinni. Mér þykir framkoma Evrópusambandsins í okkar garð hafa verið með þvílíkum eindæmum að okkur væri líklega hollast að leita okkur vina utan þess og við ættum ekkert að vera að fikta við að það að "auka gæði og aðdráttarafl evrópska starfsmenntakerfisins".

Þar fyrir utan þá mislíkar mér þessi einokun ESB á orðinu Evrópa og evrópskt. Þetta bandalag á engan einkarétt á að kenna sig og sitt við Evrópu.

Ég held að við ættum bara að segja "nei, takk" við þessum peningum.


mbl.is Fá 131 milljón í styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... og Íslendingar eru ekkert nema englar, ekki satt?

Þeir hafa aldrei tekið neina sparipeninga af neinum  í ESB og alltaf staðið í skilum við evrópska banka, sammála?

Einar Hansson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 21:34

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er þetta eitthvað verra en að taka við styrkjum frá innlendum fjármálafyrirtækjum? Sem eru nú ekki beinlínis rómuð fyrir heiðarleika um þessar mundir.

Theódór Norðkvist, 17.9.2009 kl. 00:02

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 85% af heildarverðmæti fiskútflutnings okkar Íslendinga fer til Evrópusambandslandanna og langflestir erlendir ferðamenn, sem hingað koma, búa í þessum löndum, þannig að við Íslendingar lifum fyrst og fremst á Evrópusambandslöndunum.

Álið, sem hér er framleitt, fer einnig að stórum hluta til Evrópu. Rio Tinto Alcan á Íslandi: "Nánast allt álið (97%) er flutt til Rotterdam, þaðan sem það er flutt til viðskiptavina okkar í Þýskalandi og Sviss [sem er í EFTA]."

Þorsteinn Briem, 17.9.2009 kl. 07:18

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég vil nú byrja á að þakka ykkur fyrir innlitið, herrar mínir.

Einar, hvaða meinlætaþrá er þetta í þér? Ertu að reyna að kaupa þér himnaríkisvist í sæluríki EB með því að taka öllu sem þeir demba yfir þig með bros á vör? Taktu þér tak maður. Ég hef aldrei haldið því fram að við værum heilagir. Það hefur hins vegar sýnt sig EB horfir bara brosandi á meðan bretar og hollendingar eru að taka okkur í svartholið. Auðvitað þarf maður að standa skil á sínu en það er óþarfi að taka á sig þyngri skuldir en manni ber.Satt að segja er það ábyrgðarlaust gagnvart samborgurum sínum og komandi kynslóðum.

Theódór, haltu þig við efnið.

Steini, er það ekki nákvæmlega það sem ég er að segja? Við þurfum að leita okkur vina víðar. Það er ekkert að því að verzla við lönd Evrópusambandsins en það þykir líka góð kaupmennska að dreifa viðskiptunum eitthvað. Höfum í huga að EB er eingrunarsinnað bandalag, sem líður ekki aðildarlöndum sínum að gera tvíhliða viðskiptasamninga við lönd utan þess og einnig að EB er minnkandi markaður. Ég sé ekki að ferðamannastraumur frá EB-löndum myndi minnka eða aukast við aðild eða ekki aðild. Hins vegar þá höfum við alla möguleika á að laða að ferðamenn frá öðrum og stækkandi mörkuðum á okkar eigin forsendum meðan við stöndum utan EB.

Emil Örn Kristjánsson, 17.9.2009 kl. 17:20

5 identicon

Ja, Emil, það er til eitthvað á milli meinlætaþrár og strútshugsanaháttar.

ESB er nú bara einu sinni bandalag og það er gott mál að bandalög sjá um sína.
ESB er líka pólitískt bandalag og vill vinna að útbreiðslu lýðræðis.
En eins og svo margir Íslendingar eru hræddir við, að þá stendur ESB líka vörð um sína bændur. Það er nú þegar offramleiðsla á flestum landbúnaðarafurðum og bændur hafa víða við viss vandamál að stríða (sem lýtur að markaðslögmálum).
ESB hefur ekkert á móti því að hafa viðskipti við ríki sem eru á svipuðu reiki lýðræðislega og launalega séð. Það er ekki hægt að réttlæta innflutning á landbúnaðarvöru þaðan sem fólk er látið þræla fyrir lúsarlaun og slæm skilyrði, bara til þess að gera eigin bændum enn verra fyrir. Eða hvað?

ESB snýst að mestu leyti um verndun á neytendum. Að einhverjir græðgisfíklar geti ekki valtað yfir neytendur með einhverju hálfeitruðu brasi eða drasli, grætt á tá og fingri og stungið síðan af.
ESB stendur fyrir ábyrgan stjórnunarhátt þar sem mannréttindi og stöðugleiki eru höfð í fyrirrúmi, ofar stundargróðanum.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 17:38

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 85% af heildarverðmæti fiskútflutnings okkar Íslendinga fer til Evrópusambandslandanna en þetta hlutfall var um 70% fyrir 15 árum.

Fjölgun erlendra ferðamanna hér í haust: "Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá fjölgun frá þeim öllum nema N-Ameríku. Norðurlandabúum fjölgar um 11 prósent, Bretum um tæp 20 prósent og Evrópubúum um 37%. Munar þá mestu um 63% aukningu Þjóðverja og 43% aukningu Frakka."

Þorsteinn Briem, 17.9.2009 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband