2.9.2009 | 16:47
Evrusamstarf, nei takk...
Já, einmitt. Taka upp evru og binda okkur enn frekar á klafa Evrópusambandsins, sem hefur reynzt okkur svo vel. Kanntu annan?
Ég held það sé kominn tími til þess að við hugsum út fyrir hinn þrönga hring Evrópusambandsins og leitum leiða til þess að verða óháðari því en við erum þegar orðin. Heimurinn er svo miklu stærri og svo miklu stærri markaðir sem við getum og eigum að beina viðskiptum okkar að.
Þetta er ekki bara spurning um krónu eða evru. Það verður að skoða alla hugsanlega möguleika þegar ákveða skal framtíðarpeningamálastefnu fyrir Ísland. Þegar upp er staðið þá held ég að evran verði fjarri því að vera ákjósanlegasti kosturinn.
Ísland taki upp evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 4909
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er einmitt "íhaldsemi" af verstu tegund að láta sér detta svona lagað í hug, eða er þetta kanski bara "bergmál" úr Valhöll ?
Hvað í andsk. viltu þá gera ? Eyða 100 miljörðum til viðbótar í að reyna að halda krónuræflinum í horfinu á næstu mánuðum ?
Við erum komin á heljarþröm, og samt ætlar þessi guðsvolaða ríkisstjórn að skera niður, og hækka skatta. Það er ekki möguleiki fyrir þjóðina að taka meiri byrðar á sig. Við verðum að viðurkenna að þjóðin er í raun gjaldþrota, hvað sem hver segir.
Það verður að senda nefnd STRAX til Brussel og biðja um neyðaraðstoð og undanþágu til að fá að taka upp Evruna. Ég veit að mörgum þykir það sárt að þurfa að fara bónarveginn til ESB, en við eigum EKKERT annað eftir.
Nema þá kanski að virkja Gamla-sáttmála að nýju, og ganga Noregskonungi á hönd, og síðan er spurning hvort ekki sé hreinlega hægt að "ógilda" slitin við Danmörku frá 1944.
Kristinn Rósantsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 19:24
Blessaður, Kristinn.
Þakka þér fyrir innlitið og þakka þér fyrir að skrifa undir fullu nafni. Það er nokkuð sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar.
Í fyrsta lagi langar mig til þess að biðja þig að kynna þér Íslandssöguna aðeins betur. Við slitum okkur frá danska ríkinu árið 1918 en ekki 1944. Á þessu árabili (1918-1944) var Ísland sjálfstætt konungsríki og í alla staði sálfstæður þjóðréttaraðili þó við deildum þjóðhöfðingja með Dönum. Líkt og Kanadamenn, Ástralir og einar 14 þjóðir aðrar deila þjóðhöfðinga með bretum (viljandi með litlum staf). Tel ég reyndar að slíkt fyrirkomulag, eins og við höfðum þá, sé sízt verra en það sem við höfum í dag. Að halda því fram að Ísland hafi öðlast sjáfstæði 1944 ber vott um takmarkaðað söguþekkingu.
Í öðru lagi vil ég biðja þig að lesa betur skrif mín áður en þú veður af stað með gífuryrðum og fordómum. Ég tek skýrt fram að þetta sé ekki bara spurning um krónu eða evru, eins og þú virðist gefa þér. Ég vil að fleiri kostir séu skoðaðir í stöðunni áður ákvörðun er tekin í svo mikilvægu máli. ESB er í eðli sínu einangrunarsinnað bandalag og það er ávísun á stöðnun að ætla sér að binda trúss sitt við slík félög.
Emil Örn Kristjánsson, 2.9.2009 kl. 22:42
Emil, þú hefur engin rök. Hvaða helv. máli skipta þessi ártöl nákvæmlega í þessari umræðu? Þú hengir þig í smáatriði þegar þú svara Kristni.
Kári (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 22:55
Kári, ártölin skipta kannske ekki höfuðmáli í þessari umræðu, en rétt skal vera rétt. Þegar menn láta sig staðreyndir litlu skipta er hætt við að vitsmunaleg umræða fari fyrir lítið.
Það er samt ekki aðalmálið. Mér þætti vænt um að þú einnig læsir það sem ég rita til enda og í samhengi. Kristinn heldur því fram að fyrst ég vil ekki binda okkur varanlega við ESB þá vilji ég með öllum ráðum halda í krónuna. Þó tek ég skýrt fram að ég vil að allir kostir séu skoðaðir í víðu samhengi. Svo veður þú inn í umræðuna með tuði og bölvi án þess að lesa raunverulegt andsvar mitt.
Emil Örn Kristjánsson, 2.9.2009 kl. 23:21
Byrja á því að senda AGS heim og afþakka lánin,AGS er að drepa allt hér niður með því að stjórna stýrivaxtastefnu hér sem kostar það að við verðum að dæla galdeyrisforða okkur inn til að halda krónunni á floti enda er það þeirra vinna til að komast yfir auðæfi okkar.Og þetta evru kjaftæði á ekki að eiga sér stað þar sem evra er ekki nema um 10% af gjaldmiðli heimsins,ef á að sko'ða það að taka upp annan gjaldmiðil ætti að skoða dollar eða Canada dollar!!!! en sennilega væri bara best að halda okkar krónu og halda okka sjálfstæði í stað þess að verða nýlenda innan ESB.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 3.9.2009 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.