26.8.2009 | 13:18
Mál að linni...
Mér þykir nú Sigmundur Ernir standa sig betur í ræðustól á Alþingi en sem skáld... samt þykir mér hann afspyrnu lélegur í ræðustól.
Ég held þó að nú væri ráð að láta bara kyrrt liggja. Maðurinn er búinn að fá sinn skammt af athygli og umtali og mál að linni.
Það er eins og Sigmundur Ernir eigi eitthvað erfitt með að fóta sig í lífinu og lái honum hver sem vill. Hann hefur reynt fyrir sér í skáldskap með hörmulegum afleiðingum... samt er til fólk sem hampar honum sem skáldi. Hann er núna að reyna fyrir sér í stjórnmálum og hafa síðustu taktar hans í ræðustól afhjúpað hann sem kolómögulegan þingmann... samt voru nógu margir sem gerðu honum þann óleik að kjósa hann.
Það er ekki furða þó skorti svolítið á sjálfsöryggið hjá Sigmundi og því skiljanlegt honum geti orðið á.
Ragnheiður: Ekki þinginu sæmandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann sagði þó sanleikann á góðri Íslensku,það er meira en aðrir gera,og ef menn verða að vera fullir til að gera það,,,,,,, þarf að opna BAR á þingi,,,,,,,,,
er sjálfur sjálfstæðismaður,en er farinn að skammast mín fyrir það.
sigurður helgason (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 13:33
Reyndar er það svo, Sigurður, að ýmsum tekst betur upp í starfi við skál en allsgáðir. Ekki sízt meðal þeirra sem starfa í sk. skemmtanabransa. Kannske Sigmundur eigi sér framtíð þar.
Ég skal ekki neita því að Sigmundur Ernir talaði hreina og tæra íslenzku. Hvað hannn hins vegar var að segja fór svolítið fyrir ofan garð og neðan hjá mér.
Emil Örn Kristjánsson, 26.8.2009 kl. 13:41
Áfengi hefur slævandi áhrif á dómgreind manna, maður sér stundum bráðskynsama menn verða að kjánum undir áhrifum án þess þeir geri sér grein fyrir því sjálfir.
Svo hefur maður líka séð annálaða bindindismenn gera sig seka um enn meiri kjánaskap, m.a.s. úr pontu alþingis. Þeir hafa ekki þá afsökun að hafa verið fullir, þeir eru bara svona alla daga. Nefni engin nöfn.
DV segir að Sigmundur hafi þambað rauðvín en hann neitar sjálfur. Hvort er rétt veit ég ekki en sjálfur er ég meira fyrir viskí.
Dofri Hermannsson, 26.8.2009 kl. 14:04
Þar er ég sammála þér, Dofri. Heldur kysi ég viskí en rauðvín. Ætli við séum ekki líka sammála um að alltaf sé gott veður í Grafarvogi?
Emil Örn Kristjánsson, 26.8.2009 kl. 16:09
Blessaður, Hallur minn, gaman að hitta þig á þessu vettvangi. Ég veit satt að segja ekki hvort rétt sé að tala um umræðu í þessu tilviki og á þessu stigi. Og ég held að þau skot sem hafa gengið á milli séu fjarri því að vera öll frá sjálfstæðismönnum komin. Ekki þar fyrir þá sé ekki heldur hví sjálfstæðismenn ættu ekki að fá að taka þátt í þeim leik.
Mér hefur alltaf þótt það frekar lélegt þegar menn reyna að verja afbrot eigin manna með því að gefa sér aðrir hafi örugglega gert slíkt hið sama. Ég ætla að vona að þetta sé ekki sú uppeldisaðferð sem tíðkast meðal samfylkingarmanna (karla og kvenna).
Það er orðið spurning hverjir ættu að þroskast og koma sér upp úr sandkassanum... "Já, en hann gerði það líka" er ekki vörn í svona málum. Ekki frekar en væri maður nappaður við að aka yfir á rauðu ljósi.
Svo bendi ég á að það var ekki ég sem kom orðinu "ölvun" inn í þessi skoðanaskipti.
Emil Örn Kristjánsson, 26.8.2009 kl. 20:46
Hér er fjallað um það HVORT Sigmundur hafi verið drukkinn. Hann hefur viðurkennt það; neitaði fyrst.
Svo er hér fjallað um það hvort AÐRIR hafa verið fullir á Alþingi.
Svo er fjallað um það hvort einhver hafi verið ENNÞÁ FYLLRI.
Í mínum huga skiptir þetta fjandann engu máli, maður mætir bara ekki fullur í vinnuna, hvort sem það er á skrifstofu, skurðstofu eða Alþingi.
Mér finnst tiltrú á Alþingi og alþingismenn nógu tæp þótt þeir mæti nú ekki með bómullarhnoðra í kinnunum. Ég vil ekki heldur að þeir syngi úr pontu, hvorki fullir né ófullir.
Hann kynni að hafa "sloppið" hefði hann setið þægur úti í sal og steinþegið. En það er eins með það... maður mætir bara ekki drukkinn í vinnuna
Eygló, 26.8.2009 kl. 20:52
"steinþegið" og ég sem er málfarsfasisti haha
Steinþagað, átti þetta víst að vera. Og ég ÓFULL!
Eygló, 26.8.2009 kl. 20:55
SKEMTIBRANSANUM,,,,,,,,,
Er hann þá ekki komin á réttan stað,í stærsta leikhús þjóðarinnar,,,,,,,,,,,,,,
Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 21:12
Þessi fréttaumfjöllun flokkast undir fjölmiðlafár. Ég þekki ekki nokkurn mann sem hefur áhuga né nennir að velta sér upp úr því hvort Sigmundur hafi verið undir áhrifum eða ekki! Er þetta ekki orðið gott! Látum manninn í friði. Honum varð á í eitt sinn! Snúum okkur að þarfari málefnum.
AMEN
lara (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 00:08
Sigmundur sýnir bara það sem allir vita og það er á þing fyrir Samfyklinguna komast bara undirmálsmenn sem hljóta aumingjasamúð.
Einar Þór Strand, 27.8.2009 kl. 00:19
Eygló mín, manni getur alltaf orðið á, það er mannlegt og þessi innsláttarvilla þín mun verða gleymd en ekki geymd. Auðvitað eiga menn ekki að mæta fullir til vinnu og það er engin afsökun þó aðrir hafi hugsanlega gert það einhverntíma áður.
Sigurður, ég held að Alþingi væri nær að bæta ímynd sína frekar en bæta á sig trúðum.
Lára, ég vitna bara til minnar eigin færslu hér að ofan: Ég held þó að nú væri ráð að láta bara kyrrt liggja. Maðurinn er búinn að fá sinn skammt af athygli og umtali og mál að linni.
Ég fer samt ekki ofan af því að ég held að Sigmundur Ernir sé kolómögulegur pólitíkus og mér finnst hann afspyrnulélegt skáld... ef skáld skyldi kalla.
Emil Örn Kristjánsson, 27.8.2009 kl. 00:26
Einar Þór, góður punktur.
Emil Örn Kristjánsson, 27.8.2009 kl. 00:27
Það ku vera barir eða barskápar á Alþingi sem að allir þingmenn geta gengið í að vild. Og munu þeir vera vel sóttir af okkar ástkæru þingmönnum.
Erum við að upplifa það, að þingmenn okkar eru að stjórna landinu og taka mikilvægar ákvarðanir undir áhrifum áfengis. ?
Ef svo er þá segi ég BURT með þessa delikventa og það STRAX.
Hávaða mótmæli á morgun kl. 12.00 Gegn icesafe skepnuskapnum.
Mætum öll og höfum HÁTT
Kristján A. Helgason (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.