14.8.2009 | 14:12
Lélegt
Voðalega finnst mér þetta aum fréttamennska og voðalega er það lélegt hvernig sumir vefritarar velta sér upp úr því hverjir hafi mætt á Austurvöll í gær og hvort þeir eigi þar heima eða ekki.
Svona fólk er bara að tapa sér í smáatriðum þegar stóra fréttin er sú að með skömmum fyrirvara mættu 3000 manns af öllum þjóðfélagsstigum og úr öllum stjórnmálaflokkum á Austurvöll til að mótmæla því að Alþingi samþykki gagnrýnislaust yfir okkur einhverjar þær mestu hörmungar sem þjóðin mun þá hafa upplifað síðan í Öskjugosinu 1875... ef ekki bara síðan í móðuharðindunum.
Orðalag eins og "...í glansandi jakkafötum með bindið reyrt upp í háls" þykir mér bera vott um fordóma hjá blaðamanni. Sjálfur stóð ég í þvögunni, enda blöskar mér heybrókarháttur ráðamanna og ráðleysi þeirra. Auk þess er ég stórskuldugur launamaður, mun skuldugri í dag en fyrir ári síðan, og sé ekki fram á hvernig ég á að reka heimili mitt með auknum álögum og hækkandi verðlagi. Það breytir því ekki að ég var "með bindið reyrt upp í háls" og tel mig ekki minni mann fyrir það. Mér þykir bara ákveðinn stíll yfir því að ganga með bindi og fer fram á að mega eiga þá sérvizku mína í friði.
Ég ætla að leyfa mér að þakka öllum, þ.m.t. bæði Davíð Oddssyni (sem allir þekkja deili á) og líka Helgu Einarsdóttur (sem þið þekkið líklega fæst), fyrir að sýna lit og mæta á fundinn á Austurvelli í gær.
Ég þakka líka aðstandendum Varnarliðsins (Indífens) fyrir að standa fyrir þessum fundi. Ræðumönnum ætla ég ekki að þakka neitt sérstaklega, því þó þeim hafi sumum mælzt vel þá fjölluðu þeir minnst um fundarefnið sjálft, sem var Æssei-samkomulagið. Þótti mér mikið vanta þar á.
Kommar, íhald og guðsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.