Ég er líka í herferð...

Ég hef staðið í minni persónulegu herferð gegn bæði hollendingum og bretum (viljandi ritað með litlum staf) undanfarna mánuði. Ég forðast að kaupa brezkar og hollenzkar vörur. Hið ágæta hollenzka öl og hið rómaða brezka viskí, auk þeirra ágæta öls, er t.a.m. ekki í innkaupakörfum mínum í verzlunum ÁTVR.

Ég átti leið inni í áfengisverzlun á Norðurlandi í vikunni. Þar var einn viðskiptavinur kominn með kassa af Heineken-öli að afgreiðsluborðinu þegar aðrir viskiptavinir bentu honum á að neyzla þessa varnings jaðraði við föðurlandssvik. Ég leyfði mér að taka heilshugar undir með heimamönnum og áttaði viðskiptavinurinn sig fljótt á ábendingum sveitunga sinna, skilaði umræddum ölkassa og keypti sér einn innlendan í staðinn.

Gott til þess að vita að það eru fleiri en ég sem standa í slíkri herferð. Bezt ef öll þjóðin sameinaðist um að sniðganga vörur þessara kúgara.


mbl.is Herferð gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Gott framtak hjá ykkur! (þér og Norðlendingunum).

Verstur andsk.. að ég fer aldrei í Ríkið. Þá gæti maður lýst frati á slíka framleiðslu.

Eygló, 30.7.2009 kl. 01:38

2 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Tek undir það enginn heineken fyrir mig á næstuni

Alexander Kristófer Gústafsson, 30.7.2009 kl. 20:02

3 Smámynd: Eygló

nei, enda erum við ekki fúl útí hollenska verkamenn í bjórverksmiðjum, eða?  Mér er bara heldur hlýtt til Hollendinga, ef út í það er farið.

Það eru íslensku ógeðin sem gera mann brjálaðan.

En notum íslenska framleiðslu alltaf þegar það er hægt.

Eygló, 31.7.2009 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband