16.7.2009 | 15:48
Nei, ég er á móti... þess vegna segi ég já.
Það var beinlínis aumkunarvert að hlusta á suma þingmenn gera grein fyrir atkvæðum sínum í dag.
"Nei, ég er á móti mannáti, mannát er viðbjóðslegt og siðlaust, þess vegna greiði ég atkvæði með lögleiðingu mannáts." Einhvernveginn svona fannst mér t.d. röksemdafærsa Svandísar Svavarsdóttur hljóma.
Það var líka lélegt hjá tveimur þingmönnum að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í svo stóru máli. Þeim ber beinlínis skylda til þess að gera kjósendum grein fyrir afstöðu sinni.
Þá var það einnig lélegt hjá nokkuð mörgum þingmönnum að ganga þvert á yfirlýsta stefnu sína nokkrum vikum eftir kosningar og sýna kjósendum sínum þannig fingurinn.
Þá er það ennfremur súrt að svona stórt stökk sé tekið með ekki meiri stuðningi Alþingis.
Og að lokum þykir mér að hneisa að gengið sé svo þert á yfirlýstan vilja kjósenda frá síðustu alþingiskosningum.
Ætli ég fari ekki bara heim og flaggi í hálfa.
Uppdiktað svar Svandísar er ekki hugarsmíð höfundar, heldur fengið að láni frá öðrum orðheppnum manni.
Samþykkt að senda inn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta mál er of stórt til að misvitrir framapotarar kjósi eins og þeim hentar. Þegar sá tími kemur að kosið verður um aðild, verður það að vera þjóðin sem kýs og þá yrði helst að þurfa 2/3 hluta greiddra atkvæða til. Ég segi þetta vegna þess að leiðin inn er greið, en það þekkist ekki að þjóðir geti gengið úr ESB. Það þarf að vera algerlega á hreinu að þjóðin vilji ESB áður en formlega er gengið frá aðild.
Villi Asgeirsson, 16.7.2009 kl. 16:02
Til hamningju Ísland, loksins skynsamleg ákvörðun á Alþingi Íslendinga. heldur þú að við séum svo sérstök að við séum merkilegri en Finnar, Damir og Svíar? það er eingöngu verið að hugsa um hagsmuni almennings í þessu máli á kostnað stjórnsýslu sem býður upp á klæikuskap og spillingu. Húsnæðislán lækka um tugir og hundruðir miljóna. 20 miljón króna lán til 40 ára fer úr því að hafa greiðslubyrði upp á 17 falt lánið niður í 1,2 falt, þ.e úr 274 miljónum eftir 40 ár í 24 miljónir. Þetta eru rúmlega 800% munur sem þýðir þá mestu kjarabót sem íslenskum almenningi býðst upp á. Þarna munu færast á hverju ári 228 miljarðar frá auðmönnum til almennings. Mestu frjámagnsflutningar á milli stétta frá upphafi lýðveldisins.
Valsól (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:43
Já, Villi, ég er sammála þér með aukinn meirihluta í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Satt að segja ætti slíkt að vera skilyrði fyrir stjórnarskrárbreytingum.
Valsól, hvenær hef ég gefið þér ástæðu til þess að ætla að mér þyki við merkilegri en Finnar, Danir og Svíar? Ég átta mig engan veginn á svona ásökunum. Svo átta ég mig heldur ekki á útreikningum þínum. Ég bendi bara á, eins og svo oft áður, að ESB-aðild er hjónaband sem býður ekki upp á skilnað, maður getur gengið þar inn um dyr en ekki út aftur. Að auki er ESB einangrunarsinnað bandalag þar sem einstaka þjóðum líðst ekki að gera tvíhliða samninga við þjóðir sem standa utan þess.
Emil Örn Kristjánsson, 16.7.2009 kl. 16:59
Full súrealísk samlíking hjá þér fyrir minn smekk.
hilmar jónsson, 16.7.2009 kl. 21:31
Skemmtilegt innlegg hjá Valsól. Þetta Hróa Hattar ESB-dæmi er frábært, en hvaðan það er fengið veit ég ekki því jafnvel Jóhanna forsætis þyrði ekki að lofa svona upp í ermina sína í öllum ESB aðildaráróðrinum.
Kolbrún Hilmars, 16.7.2009 kl. 23:34
Já, Kolbrún oft er skáldskapurinn sannleikanum skemmtilegri. Svo langt sem það nær.
Emil Örn Kristjánsson, 17.7.2009 kl. 00:14
Tja með fyrir sögnina þá gæti það alveg eins verið á hinn vegin. þ.e, já, eg er með... þessvegna segi ég nei.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.7.2009 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.