Ekki sitja hjį. Žetta er stórmįl...

Žetta er vafalķtiš eitt mikilvęgasta mįl sem komiš hefur fyrir alžingi Ķslendinga frį stofnun žess. Žvķ vęri žaš Alžingi til mikillar minnkunar ef nišurstašan, į hvorn veginn sem hśn fer, veršur samžykkt meš einhverjum minnihluta atkvęša, ž.e.a.s. ef einhver fjöldi žingmanna kżs aš sitja hjį. Ķ svona stóru mįli verša allir aš gera upp hug sinn og greiša atkvęši eftir beztu samvizku.

Persónulega vildi ég sjį bįšar tillögurnar felldar. Žaš hefur enginn nįš aš sannfęra mig um įgęti žess aš ganga ķ Evrópusambandiš. Einu gildu rökin sem ég fengiš aš heyra er aš til žess aš geta tekiš upp evru veršum viš aš vera ķ ESB. Žau rök vega hins vegar ekki nógu sterkt aš mķnu mati. Ķ fyrsta lagi vegna žess aš enn į ég eftir aš sannfęrast um naušsyn žess aš taka upp annan gjaldmišil. Ķ öšru lagi, sé žess žörf aš skipta um mynt, žį er žaš alls ekki vķst aš evra henti bezt og žvķ žyrti fyrst aš skoša kosti żmissa annara mynta, sem mig grunar aš myndu henta mun betur vegna žess langa ferlis sem žarf til aš taka upp evru. Og ķ žrišja lagi, jafnvel žó evra henti bezt sem mynt žį hygg ég aš fórnarkostnašurinn sé of mikill.

Viš skulum hafa ķ huga aš ESB er engin góšgeršarsamtök. Žaš sézt bezt į žvķ hvernig hollendingar og bretar (viljandi meš litlum staf) hafa beitt sér gegn Ķslendingum sķšustu mįnuši. Žaš er barnaskapur aš halda žvķ fram aš ESB sé tilbśiš aš gefa Ķslendingum einhverjar žęr undanžįgur sem öšrum bjóšast ekki. Žvķ jafnvel žó slķkar undanžįgur rötušu ķ einhverja samninga žį geta žęr veriš afnumdar nęsta dag įn žess aš viš fįum nokkuš aš gert.

Og aš halda žvķ fram aš meš žvķ aš ganga ķ ESB getum viš haft einhver įhrif į gang mįla er bara fjarstęšukennt rugl.

Höfum einnig ķ huga aš meš inngöngu ķ ESB munum viš ķ raun gefa frį okkur sjįlfstęša utanrķkisstefnu. Žaš er ekki lišiš aš ašildarrķki ESB geri tvķhliša samninga viš rķki utan sambandsins. Samningar sem viš höfum gert t.d. viš rķki ķ Asķu munu žvķ falla śr gildi viš inngöngu. ESB er ķ ešli sķnu einangrunarsinnuš samtök.

Ég biš žingmenn alla og sérstaklega žį sem lįta heillast af ESB-ašild aš ķhuga orš Einars Žveręings, sem hann lét falla žegar Ķslendingum kom eitt sinn til hugar aš ganga erlendu valdi į hönd. Žį var žaš reyndar ekki EB heldur Noregskonungur, en oršin eru jafngild fyrir žaš: "...munum vér eigi žaš ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bęši oss og sonum vorum og allri ętt vorri, žeirri er žetta land byggir, og mun įnauš sś aldrei ganga eša hvefa frį žessu landi... ef landsmenn vilja halda frelsi sķnu, žvķ er žeir hafa haft, sķšan er land žetta byggšist, žį mun sį til vera aš ljį konungi einkis fangastašar į, hvorki um landaeign hér né um žaš aš gjalda héšan įkvešnar skuldir, žęr er til lżšskyldu megi metast."

Misskilji mig enginn svo aš ég lķti ekki į mig sem Evrópumann. Ég er Evrópumašur, en ég er ekki Evrópusambandssinni. Heimurinn er svo miklu stęrri en ESB og verši žaš raunin aš skortur į undirlęgjuhętti leiši til žess aš Ķslendingar verši settir hjį af Evrópusambandinu, verši žaš žį svo. Viš komumst vel af įn žess. 


mbl.is Atkvęši greidd um ESB ķ dag
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Žaš er nś ekki oft sem ég er sammįla žér Emil, en nś ratašist žér satt orš į munn (net?)

Ķslandi allt

Hestgeršur Hófdal (IP-tala skrįš) 15.7.2009 kl. 14:00

2 Smįmynd: Vilhjįlmur Eyžórsson

Vel męlt og sköruglega. Žaš sem nś fer fram į Alžingi į aš kalla sķnu rétta nafni, nefnilega "landrįš".

Vilhjįlmur Eyžórsson, 15.7.2009 kl. 14:20

3 Smįmynd: Kolbrśn Heiša Valbergsdóttir

Žeir žingmenn sem sįtu hjį ķ žessu stóra mįli eiga skilyršislaust aš segja af sér žingmennsku strax

Kolbrśn Heiša Valbergsdóttir, 16.7.2009 kl. 14:23

4 Smįmynd: Emil Örn Kristjįnsson

Žar er ég sammįla žér, Kolbrśn. Aš geta ekki tekiš afstöšu ķ einhverju veigamesta žingmįli sķšustu įratuga er vitnisburšur um vanhęfni.

Vilhjįlmur, landrįšin hafa veriš framin. Nś er žaš kjósenda aš refsa landrįšamönnunum.

Emil Örn Kristjįnsson, 16.7.2009 kl. 15:16

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Fęrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband