Aumingjar með hor...

Það þykir mér illa komið fyrir þjóðinni ef svona veimiltítur eiga að stjórna henni á viðsjártímum.

Hvað með það þó EES-samningurinn sé í húfi? Hefur hann bara verið góðs? Spyr sá sem ekki veit.

Það eru aumingjar sem láta berja sig á þennan hátt til hlýðni: "Uhuhu, við verðum að borga annars verða þeir svo reiðir, annars er agalega góði samningurinn hans Jóns Baldvins í húfi. " Vesalingar!

Við þurfum foyztumenn (karla og konur) sem þora að taka slaginn. Það á að láta sverfa til stáls. Sjá hversu langt þessir kúgarar þora að fara. Ef það er endalaust gefið eftir þá kemur að því að við verðum kokgleypt af stórveldunum. Setjum EES-samninginn þá bara í uppnám, það er fleira í húfi en hann.

Hvar ætli við værum í dag ef við hefðum haft svona aumingja til að leiða okkur í sjálfstæðisbaráttunni og í þorskastríðunum? Ætli við værum þá ekki ennþá dönsk hjálenda með 3ja mílna landhelgi.

Setjum okkur markmið og gerum síðan einkunnarorð Jóns Sigurðssonar að slagorði þjóðarinnar: "Eigi víkja".


mbl.is EES-samningurinn var í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!

Andri (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 14:21

2 identicon

Ég myndi líka segja "heyr heyr" ef ég vissi ekki að þú værir sjálfstæðismaður Emil minn.  

En nú er samt mál að segja:  Vér mótmælum allir eða Vér borgum ekki

 Íslandi allt

Emil á þing

Hestgerður (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 14:51

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka þér fyrir, Andri.

Hestgerður, mér hefur alltaf þótt það einkennilegt viðhorf að geta ekki verið sammála fólki vegna þess að það er ekki í réttum stjórnmálaflokki. Þú gefur það fyllilega í skyn að þú sért sammála því sem ég rita hér að ofan en vilt ekki tala undir vegna þess að ég er í tilteknum stjórnmálaflokki. Sjálfur hef ég fyrir reglu að vera ekki á móti góðum málum og ég held að þér væri hollt temja þér slíkt viðhorf.

Emil Örn Kristjánsson, 14.7.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 4897

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband