Að bíta höfuðið af skömminni...

Halló, halló! Öndum nú aðeins rólega! Árangurstengdar greiðslur hvað???

Eru fyrrum starfsmenn fallítt fyrirtækja í alvörunni að fara fram á "árangurstengdar" greiðslur? Fyrir hvaða árangur? Fyrir að keyra fyrirtækin á hausinn? Það var þá glæsilegur árangur, eða hitt þó heldur.

Ég skil vel þá kröfu fólks að það fái launin sín greidd á uppsagnarfresti. Það er bara lágmarkskrafa. Ég get líka skilið að sumir eigi lengri uppsagnarfrest en aðrir. En þetta kalla ég hámark firringarinnar.

Svona kröfur, svona frekja, á enga samúð í þjóðfélagi sem berzt við að halda sjó og sjá til þess að sumir þegnar þess líði ekki skort vegna efnahagsástandsins.

Er fólk svo gersamlega sneytt heilbrigðri skynsemi að það sjái ekki hversu arfavitlausar svona kröfur hljóta að hljóma? Það þarf kannske engan að undra að bankarnir hafi farið í þrot fyrst þetta var hugsunarháttur þeirra sem stjórnuðu. Ef þetta er ekki að bíta höfuðið af skömminni þá veit ekki hvað það er.

Sem betur fer hafa þeir sem um málin halda þann skilning að svona kröfur eru ekki forgagnskröfur. Og ætli menn að fara í mál, verði þeim þá að góðu. Það væri samt ráðlegt fyrir vikomandi að láta ekki sjá sig á almannafæri í bráð.


mbl.is Tugir launakrafna í farvatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 4829

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband