11.7.2009 | 22:00
Ég tek ofan...
Ég get ekki skilið hvernig það megi túlka það sem svo að ríkisstjórn springi þó allir þingmenn stjórnarflokkanna styðji ekki ákveðið stjórnarfrumvarp. Stjórnin springur ekki nema hún eigi ekki lengur meirihlutastuðning á þingi.
Ásmundur Einar hefur ekki látið það í ljós að hann styðji ekki stjórnina. Hann hefur hins vegar lýst því yfir að hann styðji ekki ákveðið stjórnarfrumvarp, sem er í vinnslu. Þar er stórmunur á og einkennilegt að maður eins og Steigrímur Joð, sem setið hefur á þingi í fleiri mannsaldra, skuli ekki skilja það.
Ásmundur Einar, rétt eins og aðrir þingmenn, hefur þann stjórnarskrárbundna rétt og þá skyldu að fara að sannfæringu sinni og hann er maður að meir að gera einmitt það.
Það sama á við um 4 aðra þingmenn VG og samkvæmt þessari frétt einni við um Unga vinstri græna.
Væri ég með hatt tæki ég ofan fyrir þessu fólki sem kýs að fara að sannfæringu sinni og vinna samkvæmt beztu samvizku.
Tal um stjórnarslit undarlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott og vel. Sannfæring eða sannfæringar. Ef slíkar ganga gegn hvorri annarri hvað á þá að gera. Setja hattinn upp aftur? Vissi Ásmundur ekki hvað hann var að skrifa uppá 10. maí? Gerði hann athugasemdir?
Á bls. 16 í samstarfssamningi þessarar stjórnar segir:
Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 13:12
Sæll, Gísli og þakka þér fyrir innlitið.
Í fyrsta lagi skulum við athuga að þingmenn eru eiðsvarnir að fara að sannfæringu sinni á þingi. Ég veit útaf fyrir sig ekki hvort Ásmundur hefur gert athugasemdir þann 10. maí, enda mér ekki boðið á þann vettvangi. Á hvaða forsendum Ásmundur og aðrir þingmenn VG samþykktu samstarfssamning ríkisstjórnarinnar verða þeir að eiga við sig sjálfir og gera grein fyrir því kjósi þeir það.
Hitt er annað, Gísli, að grein númer 16, sem þú vísar til, gerir hvorki að hafna né krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn. Hún nefnir það til að ákvörðun um aðild verði í höndum þjóðarinnar og þjóðaratkvæðagreiðsla verði að loknum aðildarviðræðum. Eigi ákvörðun um aðild að vera í höndum þjóðarinnar þá verður hún það enn frekar fái þjóðin að tjá sig um það í atkvæðagreiðslu hvort aðild komi yfirleitt til greina.
Í þriðja lagi eru ríkisstjórnarsáttmálar aldrei annað en markmiðslýsingar, áætlanir ef svo má að orði komast, sem kunna breytast eftir því sem framgangur mála verður.
Að lokum, þá snýst málið ekki um það hvort og með hvaða formerkjum þingmenn VG hafa túlkað téða 16. grein, heldur þá ranghugsun sem birtist í því að telja stjórnarsamstarf brostið þó einstaka þingmenn styðji ekki stjórnarfrumvörp. Og jafnvel þó þeir felli stjórnarfrumvörp. Stjórnin fellur ekki nema meiri hluti þingmanna hættir að styðja hana sem slíka.
Emil Örn Kristjánsson, 12.7.2009 kl. 14:25
1. Málefnasamningurinn var samþykktur samhljóða án umræðna hjá báðum flokkum.
2. Málsgreinin er skýr og leiðin einnig. Hér þarf hvorki að túlka þröngt eða eftir efni máls. Hér á að koma í gegn aðildarályktun á vorþingi og leggja svo niðurstöður viðræðna fyrir þjóðina. Aldrei fyrr í sögu þjóðar hefur hún verið spurð hvort megi pakka saman í töskur og fara út í heim og koma síðan með samningsdrög. Þú hlýtur að vera góður í lesskilningi. Ég er algjörlega ósammála því að málefnasamningur sé vegvísir eða plagg ss. skólanámskrá. Þetta þarf einmitt að vera skýrt og það var lögð veruleg vinna í þetta orðalag. Þess gætt að allir skildu hana. Líka íhaldsmenn. Stjórnir hafa sprungið vegna brots á málefnasamningi. Ein td. í beinni útsendingu. Ef Bjarni Benediktsson og Ólafur Jóhannesson eru lesnir þá sérðu að síðasta málsgrein þín er marklaus og þú fengir ekki mikið í stjórnlagarétti. Þetta er ekki þannig að hægt sé að segja eftir á: "Allt í plati". Einatt hefur verið sett fram vantraust á ráðherra ef hann fylgir ekki stjórnarfrumvarpi. Björn Jónsson er gott dæmi.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 17:05
Hvað ef sannfæring stjórnarþingmanns er sú að hann sé ósammála tilteknu máli ríkisstjórnarinnar en hans sannfæring sé einnig sú að stjórnarkreppa sé ekki það sem þjóðina vanti helst núna?
Sannfæring hans sé síðan að það sé mikilvægara fyrir þjóðina að ríkisstjórnin geti haldið áfram störfum.
Að mínu mati er hann fyllilega heiðarlegur í sinni afstöðu.
Finnur Hrafn Jónsson, 12.7.2009 kl. 18:35
Ég tek heilshugar undir með þér, Finnur.
Gísli, ég veit ekki hvort þú ert þess umkominn að fella mig í stjórnlagarétti. Svo mikið veit ég á Ólafur heitinn Jóhannesson taldi ástæðu til þess að gera það að umfjöllunarefni á þingræðisreglan væri í raun hvergi lögfest á Íslandi en orðin "þingbundin stjórn" í stjórnarskránni væru túlkuð sem lögbinding þingræðis. Ég ætla því að leyfa mér að vitna í Björgu Thorarensen, sem segir: "Þingræðisreglan svokallaða felur í sér að meirihluti Alþingis þurfi að styðja eða að minnsta kosti sætta sig við ráðherra í embætti".
Einnig ætla ég að vitna í Ólaf Ragnar Grímsson þar sem hann segir annarsvegar: "...ríkisstjórn skuli að janaði styðjast við meirihluta á Alþingi og fara frá völdum sé samþykkt vantraust á hana" og hins vegar: "Ríkisstjórn víkur frá völdum ef hún nýtur ekki lengur stuðning meirihluta á Alþingi."
Ég get því ekki séð en að þingmönnum, sem styðja ríkistjórnina, sé skylt að styðja hvert einasta stjórnarfrumvarp til þess að stjórnin spryngi ekki. Það er spurning hvor fellir hvorn og í hvaða fagi.
Þá vil ég taka undir með þér að ég hef góðan lesskilning og þú getur ekki hrakið það að títtnefnd 16 grein gerir hvorki að krefjast né hafna þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn.
Emil Örn Kristjánsson, 12.7.2009 kl. 23:06
Næst síðasta málsgrein á að sjálfsögðu að hljóma svo:
Ég get því ekki séð að þingmönnum, sem styðja ríkistjórnina, sé skylt að styðja hvert einasta stjórnarfrumvarp til þess að stjórnin spryngi ekki. Það er spurning hvor fellir hvorn og í hvaða fagi.
Emil Örn Kristjánsson, 13.7.2009 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.