11.7.2009 | 09:20
Maður líttu þér nær
Það er full ástæða til þess að hafa áhyggjur af ástandinu í Xinjiang. Þar búa Uighurar, sem eru þjóð undir ofurvaldi Kínverja og eiga í dag hendur sínar að verja fyrir ofureflinu. Þeir eiga sér um margt merkilega sögu og menningu það er vel þess virði að kynna sér nánar þetta fólk sem flestir hér hafa hingað til haft ákaflega litla hugmynd um að væri yfirleitt til.
Viðbrögð Tyrkja eru skiljanleg, bæði er tímabært að vekja athygli á því ástandi sem ríkir í héraðinu og þeirri mismunun sem Uighurar eru beittir en einnig rennur Tyrkjum blóðið til skyldunnar.
Það fer nú samt ekki hjá því að manni detti í hug orðtakið að "kasta steinum úr glerhúsi". Því fer fjarri að Tyrkir hafi sjálfir hreinan skjöld.
Undir lok fyrri heimsstyrjaldar frömdu Tyrkir þjóðarmorð á þeim Armenum, sem bjuggu innan landamæra Tyrkjaveldis og er talið að allt að ein og hálf milljón Armena hafi dáið í þeim hörmungum. Þetta er talið vera fyrsta skipulagða þjóðarmorð nútímans. Tyrkir hafa aldrei viljað viðurkenna þátt sinn í þessu þjóðarmorði, hvað þá axla ábyrgð á því.
Kúrdar eru forn menningarþjóð og býr á landsvæði sem í dag skiptist að mestu leyti milli Íran, Írak og Tyrklands. Innan landamæra Tyrklands búa um fimmtán milljónir Kúrda. Allt síðan 1930 hafa Tyrkir markvisst kúgað Kúrda og reynt að eyða þjóðareinkennum þeirra. Þeim hefur verið bannað nota tungumál sitt, þeir hafa verið fluttir nauðaflutningum og leiðtogar þeirra hafa verið ofsóttir og teknir af lífi.
Ég er engan veginn að gera lítið úr hörmungum Uighura og tel löngu tímabært að heimsbyggðin láti sig þeirra mál varða. En ég held að Tyrkjum væri nær að líta í eigin barm og taka til í eigin garði áður en þeir ríða á vaðið. Eins og málum er háttað hjá þeim eru mótmæli þeirra ekki trúverðug.
Tyrkir mótmæla ástandinu í Xinjiang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 4897
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Innan landamæra Tyrklands býr um ein og hálf milljón Kúrda."
Þeir eru u.þ.b. 15 milljónir, ekki 1.5.
http://en.wikipedia.org/wiki/Kurds
Henni (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 19:10
Þakka þér fyrir þetta, Henni. Svolítið stórt misminni hjá mér... eða um 13 og hálf milljón...
Ég er búinn að leiðrétta þetta í færslunni hjá mér. Rétt skal vera rétt.
Emil Örn Kristjánsson, 12.7.2009 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.