Steingrímur Joð bítur höfuðið af skömminni

Mann setur hljóðan við svona frétt. Og þarna stendur Steingrímur Joð eins og forpokaður sovét-kommissar og segir að þetta sé sko engin kúgun. Hvað er þetta þá Steingrímur? Valdníðsla?

Nei, nei, Steingrímur kúgar ekki sína menn. Þeir mega tala og kjósa eins og þeir telja réttast svo framalega sem það er samkvæmt sannfæringu Steingríms sjálfs. Minnir þetta ekki á lýðræðið í Sovétríkjunum sálugu? Allir höfðu kosningarétt, allir máttu kjósa, en það var bara um einn flokk að velja.

Steingrímur J. Sigfússon hefur fallið í áliti hjá mér um fleiri þrep síðustu vikur. Í dag datt hann á botninn.

Það er stjórnarskrárbundin skylda þingmanna að fylgja sannfæringu sinni. Þetta ákvæði stjórnarskráinnar hefur Steingrímur Joð brotið, því hann hefur kúgað menn til þess að fara gegn því.

Skammastu þín Steingrímur Joð. Hvaða dúsu hefur Samfylkingarliðið gefið þér?


mbl.is Steingrímur J.: Engin kúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mikið rétt Emil Örn

ESB er einnig einsflokkskerfi. Það tekur einungis já sem gilt svar. Ef það kemur nei þá er kosið aftur þagnað til það kemur já. Það er þetta kerfi sem Steingrímur virðist hafa látið freistast af. Þetta er eins og að ganga í Samfylkinguna að eilífu

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2009 kl. 16:59

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka þér fyrir innlitið, Gunnar

Við skulum gera okkur grein fyrir því að Samfylkingin stofnuð með það eitt í huga að koma Sjálfstæðisflokknum á kné. Það lágu engar sameiginlegar hugsjónir eða baráttumál önnur að baki.

Hún er því í eðli sínu andlýðræðislegur flokkur.

Emil Örn Kristjánsson, 10.7.2009 kl. 17:30

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir Emil.

Ljósið þitt hefur hitt í mark hjá mér

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.7.2009 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 4896

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband