Óhæfur Össur...

Hvað er eiginlega með hann Össur? Er hann að ljúga? Er hann illa upplýstur? Nennir hann ekki að vinna vinnuna sína? Spyr sá sem ekki veit en eitt er morgunljóst: Össur er gersamlega vanhæfur í starfi.

Og hvað á manni að finnast um svona mann? Mikilvægur fundur um réttarstöðu íslenzka ríkisins og afkomu þjóðarinnar haldinn í hótelanddyri? "Heyrðu, Svavar, ég er í London. Hittu mig í hótelanddyrinu. Við getum fengið okkur einn lítinn og spjallað svolítið." Skyldi nokkurn mann undra þó Össur hefði gleymt skýrlsunni á barnum eða snyrtingunni? Ekki skrýtið að hann muni ekki eftir því að hafa haft hana með sér heim af "fundinum".

Hvernig dettur mönnum í hug að halda áfram að keyra Æsseif-samkomulagið í gegn þegar svona mikilvæg gögn koma upp á yfirborðið? Og hvernig datt mönnum í hug að þeir kæmust upp með keyra það í gegn án þess að leggja öll spilin á borðið?

Það er ljóst að þessi ríkisstjórn og samninganefnd hennar hefur farið á bak við þjóðina í mjög veigamiklu máli. Það er ljóst að ýmist hefur verið logið að þingmönnum eða sannleikanum haldið leyndum. Allt til þess að sumir geti sleikt sig upp við ESB. Allt til þess að sumir getir keyrt þjóðina með góðu eða illu, sama hverja afleiðingarnar verða, inn í Evrópubandalagið.

Það er líka jafnljóst að Össur getur ekki lengur gengt því embætti sem hann gegnir í dag. Burt með þig, Össur. Þinn tími er kominn.

____________________________________________________________

Mér dettur í hug gömul saga frá tímum kalda stríðsins: Einhvern tíma kringum 1950 voru tveir landamæraverðir sem gengdu starfi sínu sitthvoru megin landamæra Júgóslavíu og Rúmeníu. Þó ekki væri alltaf vinskapur með þjóðum þeirra þá tókst ágætis kunningsskapur með þessum tveimur mönnum og þar kom að því að sá rúmenski bauð þeim júgóslavneska yfir landamærin og inn í kofann sinn í kaffisopa. Þegar sá júgóslavneski kom inn sá hann þar uppi á vegg stórt plakat af Tító Júgóslavíuleiðtoga vera sleikja afturendann á Sámi frænda og þiggja dollaraseðil að launum. Þegar hann sá þetta fór hann að skellihlæja en sá rúmenski spurði þá: "Hví hlærð þú? Finnst þér það fyndið að við séum að gera grín að þjóðarleiðtoga ykkar?"

"Nei reyndar ekki", svaraði sá júgóslavneski, "það vill bara til að ég er með alveg samskonar plakat í kofanum mínum þar sem leiðtogi ykkar er sleikja rassinn á Stalín. Eini munurinn er sá að hann fær ekkert borgað fyrir".

Skyldu ráðherrar Samfylkingarinnar og Steingrímur J. fá eitthvað borgað fyrir?

 


mbl.is „Mér er sagt það sé til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 4892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband