6.7.2009 | 15:03
Flestir sammála Davíð...
Ætli við séum samt ekki flest sammála orðum Davíðs um að Íslendingar vilji standa við sínar skuldbindingar, en fá líka skorið úr um hverjar þær séu í raun?
Þess vegna á ekki að samþykkja Æsseif-samkomulagið heldur reyna til þrautar að fara dómstólaleiðina. Það vill svo til að nú eru hollenzkir Æsseif-innistæðueigendur að undirbúa málsókn gegn íslenzka ríkinu. Væri ekki bezt að leggja alla um umræðu um Æsseif á ís þar til sú kæra hefur komið fram og um hana hefur verið fjallað?
Svo ætti Steingrímur að hætta þessum pirringi og þessari skapvonzku. Viðbrögð hans gera orð Davíðs bara trúanlegri í mínum augum. Telji hann Davíð fara með rangt mál þá á hann svara því málefnalega en hætta að æpa um barnaskap o.þ.h. Reyndar er Steingrímur fjarri því að vera trúverðugur sjálfur eins og hann er búinn að tala sig í hring á nokkrum mánuðum.
En fyrri alla muni: Ekki samþykkja Æsseif-samkomulagið. Látum reyna á dómstólana.
Fréttaskýring: Einhver barnaskapur sem nær bara engri átt“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 4892
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við vorum beitt þvingunum. Þess vegna skrifaði Davíð undir í vetur. Við erum enn beitt þvingunum og stöndum enn á bjargbrúninni. Þjóðin getur ekki búið við þetta lengur því hún er að fara á hausin. Það er ekki hægt að láta reyna meira á þjóðina með þeirri óvissu sem verið hefur svo allt of lengi.
Það hefði verið eðlilegast að láta Breta fara dómstólaleiðina eins og Geir HH sagði upphaflega. Það var ekki fyrir heimsku að Geir og Davíð samþykktu síðan ábyrgð Íslendinga á icesave. Það var vegna þess að við vorum beitt þvingunum og áttum ekki annara kosta völ og eigum ekki enn.
Steingrími fannst það þá forkastanlegt að skuldbinda þjóðina með þeim hætti. Nú þegar seðlabankastjóri(í embætti), forystumenn sjálfstæðisflokksins(í ríkisstjórn), samfylkingarinnar og vinstri grænna hafa komist að þeirri niðurstöðu við komumst ekki undan að greiða icesave skuldbindingarnar þá held ég að við verðum að treysta því að svo sé. Þeir hafa enga persónulega hagsmuni af því að samþykkja þessar skuldir. Hvorki Geir eða Steingrímur.
Skúli Guðbjarnarson, 6.7.2009 kl. 16:22
Eins og ég og fleirri hafa fært óhrekjanleg rök fyrir, ber okkur engin skylda til að greiða Icesave-reikningana. Það eru aumkunarverð viðbrögð hjá Steingrími, að segja:
Davíð Oddsson er sannarlega ekki einn á ferð varðandi afstöðu til Icesave-samningsins. Meiri hluti landsmanna er búinn að átta sig á lygavellu Icesave-stjórnarinnar. Einhverja afsökun kann Steingrímur þó að hafa. Til dæmis er lögfræði-álit Stefáns Geirs Þórissonar ekki margra fiska virði. Ég reikna með að hann missi málfærslu-réttindi sín fyrir svona ófyrirgefanlegt fúsk.
http://www.island.is/media/frettir/19.pdf
Loftur Altice Þorsteinsson, 6.7.2009 kl. 18:20
Held að staðan væri mun verri með hægri stjórn. Þar er spilling grasserandi. Verkefni hennar væru líklega að verja hag lítinn hluta þeirra efnuðustu og innvinklaða í spillinguna, einkavæða orkuveitur, spítala, skóla osfrv. Þeir hefðu líklega reynt að nota tækifærið og farið í miklar og vafasamar eignatilfærslur. Fyrir mitt leiti prísa ég mig sælan með núverandi stjórn. Hún er ekki fullkomin og bara rétt ræður við verkefnið, en hún gerir sitt besta.
smg, 7.7.2009 kl. 00:20
Þakka ykkur fyrir innlitið. Smg, ég hvet þig til að skoða allar hliðar með opnum hug. Afstaða þín til hægri aflanna er mjög lituð af fordómum, lygaklisjum og hálfsannleik, sem vinstri öflunum er mjög tamt að beita fyrir sig til að gera andstæðinga sína tortyggilega og fjandsamlega í augum kjósenda.
Emil Örn Kristjánsson, 7.7.2009 kl. 09:24
Ef DO var neyddur til að skrifa undir "landráðaskjal", hvers vegna sagði hann ekki af sér? Það hefði verið hetjulegt af kalli, en þess í stað sat hann sem fastast þar til honum var sparkað út úr húsi. Það er afskaplega auðvelt að skrifa söguna eftirá þegar maður hefur söguritara eins og AB, sem ekki aðeins lepur gagnrýnislaust upp vitleysuna eftir sögumanni heldur tekur á sig vitleysuna til að bjarga sögumanninum þegar hann fer greinilega með rangt mál.
Í þessu öllu vill líka gleymast að Árna Matt bauðst að leggja málið í gerðardóm en stjórnin treysti sér ekki til þess vegna þess að það voru meiri líkur á að við myndum tapa því máli -- og þurfa annaðhvort að hætta við ábyrgð á íslenskum innistæðum í bönkunum eða greiða allar innistæður Icesafe reikninganna. Þeir sem tala digurbarkarlega um dóma, eins og þeir muni örugglega vera okkur hliðhollir, ættu að hafa hugfast að ekkert er öruggt í þeim málum. Þar skipta einstök lögfræðiálit engu máli, enda benda þau í allar áttir í þessu máli eins og öðrum (hvað varð t.d. að lögsókn gegn Bretum vegna hryðjuverkalaganna, sem sumir héldu eitt sinn að örugglega myndi vinnast).
HHG (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 11:53
Sælir
Mér finnst þetta ekki meiga snúast um vinstri ,hægri mér finnst menn verja sína menn burt séð frá málsstaðnum og á þetta bæði við um vinstri og hægri menn.
ég er t.d hægri maður en það breytir ekki þeirri skoðun minni á því að sjálfstæðisflokkurinn á íslandi hefur þróast út í það að vera sérhagsmunasamtök auðvaldsins, og hvernig sem menn líta á þetta þá ber Davíð geysilegamikla ábyrgð á því hvernig komið er fyrir íslensku þjóðinni
Hann Einkavinavæddi Landsbankann mærði útrásarvíkingana í ræðu og riti erlendis, mærði Icesave reikningana og gaf svo bönkunum heilbrigðisvottorð fram á síðustu stundu og reynir svo að halda því fram að hann einn hafi varað flokksbræður sína við hvernig gæti farið.
Hættum þessari vitleysu, skrifum undir þennan samning og höldum svo áfram.
ríkjandi stjórnvöld nú og ríkjandi stjórnvöld fyrir áramót ætluðu að gera það og öll stjórnvöld hverju sinni myndu gera það bæði vinstri og hægri stjórnir. og víst er að bæði vinstri og hægri flokkar í stjórnarandstöðu þættust vera á móti. það kallast populismi og er einkennandi fyrir stjórnarandstöðuflokka eins og Steingrímur og nú Bjarni Ben hafa sýnt svo listilega.
Ingolfur (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 12:27
Kæri HHG, staðreyndin er einfaldlega sú að meirihluti landsmanna er á móti þessu IceSlave-plaggi Steingríms Joð og leiðtoga lífs hans, Svavars Gestssonar og vill ekki að þetta verði staðfst af þinginu okkar. Þetta er inntakið í því sem Davíð Oddsson bendir á í þessu viðtali og þetta verður ekkert hrakið, hversu mikið sem vinstra liðið reynir að nota fjölmiðlana sína til að sverta manninn. Þannig er þetta nú bara og þú verður bara að sætta þig við það.
SJS (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 12:37
Kæra SJS, ég býst við að meirihluti landsmanna sé líka á móti hruninu og myndi endilega vilja láta Alþingi samþykkja lög þess efnis að það hafi verið martröð en ekki raunveruleiki. En því miður hverfur hrunið ekki fyrir það. Inntakið í viðtalinu við Davíð var að hann hafi ekki borið ábyrgð á þessu máli, og reyndar að enginn hafi borið ábyrgð á því nema bankastjórar LÍ (alls ekki Björgólfur auðvitað), en það verður auðveldlega hrakið -- og þarf ekkert vinstra lið til þess.
HHG (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.