Er þetta í alvörunni svona?

Afsakið, kæru lesendur, en ég skil þetta ekki alveg.

Er það rétt að þegar heimsmarkaðsverð á olíu hækkar þá hækka olíufélögin hér samdægurs en þegar heimsmarkaðsverð lækkar þá getum við bara beðið eftir næstu sendingu með að það lækki?

Sé svo þá eru olíufélögin að hækka birgðir sem keyptar eru inn á lægra verði. Er einhver sanngirni í því?

Ég get vel skilið að það þurfi að vera einhver vinnuregla með svona hluti. Eðlilegast væri að verð hækkaði þegar dýrari olían kæmi á markað og þá er jafnframt eðlilegt að það lækkaði þegar sú ódýrari er komin í tankana.

Ég get líka skilið að bensínverð fylgi heimsmarkaðsverði. En þá verður það bæði að hækka og lækka miðað við sömu forsendur. Við hljótum að gera kröfur um samræmi, þ.e. að olíufélögin séu sjálfum sér samkvæm í verðbreytingum.

Kannske er þetta bara misskilningur hjá mér. Leiðrétti mig sá sem betur veit.


mbl.is N1 hækkar bensínverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Held að þetta sé einmitt svona og hafi alltaf verið svona! Er farin að hallast að hugmyndinni um að þjóðin geti og eigi að koma af stað verðstríði, allt er hægt ef við stöndum saman!

Hansína Hafsteinsdóttir, 6.7.2009 kl. 09:45

2 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég er þér hjartanlega sammála með allar þessar öru hækkanir en þegar kemur að lækkun er það ekki jafn ört að lækka á móti. 

Þó tel ég að þessi frétt sé að fjalla um eldsneytisskattinn sem ríkisstjórnin samþykkti á dögunum

Garðar Valur Hallfreðsson, 6.7.2009 kl. 09:47

3 Smámynd: Ellert Júlíusson

Nei Garðar, sú hækkun er nú þegar komin inn í kerfið.

Ellert Júlíusson, 6.7.2009 kl. 10:02

4 identicon

Nei Ellert olíufélögin hækkuðu strax eftir að bensíngjaldið var hækkað en drógu þær hækkanir til baka nokkrum dögum seinna. Þetta er 12,5 krónu auka gjald þannig að 9 krónu hækkun hjá N1 er 3,5 krónum undir viðbúinni hækkun.

Karma (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 10:36

5 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ef bensínverðið hefði ekki lækkað einsog það gerði þá má alveg búast við að N1 hefði hækkað eldsneytið til samanburðar við það sem Skeljungur er með það á.

Nú á Olís eftir að hækka sitt og svo býst ég við að Skeljungur lækki sitt verð í dag eða á morgun um nokkrar krónur.

Jóhannes H. Laxdal, 6.7.2009 kl. 11:02

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sérstakar aðstæður á Íslandi eins og alltaf.

Finnur Bárðarson, 6.7.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 4892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband