5.7.2009 | 15:55
Bravó og verði þeim að góðu
Er það ekki einmitt það sem við viljum? Fara dómstólaleiðina. Nú höfnum við Æsseif samningnum, enda er hann ótækur, og látum dómstóla skera úr.
Hvað eru Hollendingar eiginlega að fjasa um mismunun. Meint mismunun er einfaldlega mjög skiljanleg. Lætur fólk sér ekki meira annt um fjölskyldu og nánasta skyldfólk en aðra? Er það ekki skylda hverrar ríkisstjórnar að tryggja hag sinna þegna sem bezt en ekki fólks í öðrum löndum?
Hvað ættu Hollengingar annars að vera að derra sig? Hafandi mergsogið Indónesíu, Súrínam og fleiri nýlendur á sínum tíma. Hver talaði þá um mismunum og átti samt að heita svo að þessi lönd væru undir vernd Hollendinga.
Og hvað þá með breta (viljandi með litlum staf)? Það þarf nú ekki annað en að líta Írlands til að sjá hvert innræti þeirra er. Þeir frömdu hreinlega þjóðarmorð á Írum sér til hagsbóta. Hver talaði þá um mismunun?
Þetta er bara fínt. Förum dómstólaleiðina og hættum að reyna að semja við þessa þverhausa.
Undirbúa lögsókn gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 4892
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við þessu var varað og nú liggur þetta fyrir.
Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 16:06
Þetta er bara venjulegt fólk eins og ég og þú, en sem hefur misst aleiguna vegna íslenskrar glæpastarfsemi.
Finnur Bárðarson, 5.7.2009 kl. 16:06
Nákvæmlea, Finnur. Sæki þeir þá mál gegn þeim glæpamönnum sem höfðu af þeim peningana. Ekki gegn íslenzka ríkinu eða þjóðinni.
Sigurður, þetta er bara bezta mál. Þetta opnar leiðina til þess að fara með þetta mál fyrir dómstóla. Það er ekkert vit í því að setja þjóðina á vonarvöl til að tryggja greiðslur til einhverra úti í heimi, sem einhverjir íslenzkri svindlarar hafa hugsanlega farið illa með.
Emil Örn Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 16:11
Eitt sem ég hef aldrei fengið á hreint-hefði íslenska ríkið leyft Landsbankanum að fara bara í þrot, hefði það firrt ríkið ábyrgð á IceSave? Eða skiptir það engu máli?
Arngímur (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 16:18
Íslenskir bankar, úibú frá Íslandi, Ísland ábyrgt ef um algjört bankahrun er að ræða. Þanig er nú það.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 5.7.2009 kl. 16:20
Ekki eru allir á einu máli um það, Þórdís. Eigum við ekki bara að láta dómstóla skera úr og semja svo ef satt reynist?
Emil Örn Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 16:22
Það væri áhugavert að fá svar við þeirri spurningu, Arngrímur. Eitt er þó ljóst að hefði það látið verða hefðu margir íslenzkir sparifjáreigendur farið verr en ella út úr málinu.
Emil Örn Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 16:28
Þórdís !
Veistu ekki - eða gerirðu sem strúturinn - stingur höfðinu í sandinn. !
Landsbankinn var EINKAFYRIRTÆKI - ekki ríkisbanki.
Íslenska þjóðin einfaldlega EKKI ábyrg.
Svo einfalt er það !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 16:33
Það er dálítið merkilegt að í Englandi og Hollandi hafa sveitarstjórnir verið dæmdar og þurft að segja af sér bara fyrir að vera svo vitlausir að skipta við Landsbankan/Icesave en á Íslandi, þar sem svínaríið var stofnað, hefur einginn enn þurft að svara til saka eða segja af sér...
Jón Bragi Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 16:51
Þórdís þú misskilur. Reglurnar eru einmitt ekki þær sömu ef að um algjört bankahrun er að ræða!!! Um það snýst málið.
Ef einn banki fer á hausinn eru reglurnar skýrar, og hvergi kemur þar fram að ríkisstjórnir beri ábyrgð (til þessu eru tryggingasjóðirnir), lágmarksupphæð tryggð og ekkert múður.
Hér hefur aftur á móti orðið algjört bankahrun, eitthvað sem menn hafa ekki séð áður síðan 1927 eða svo. Engar skýrar reglur eru til um það að því ég best veit.
Ellert Júlíusson, 5.7.2009 kl. 19:21
Þetta stendur í Mogganum í dag:
"Í skýrslunni segir Kristján að finna málsgrein sem Davíð sé hugsanlega að vísa til, en hann notist þá hinsvegar aðeins við fyrri hluta hennar því lesi menn málsgreinina til enda komi fram að viðkomandi þá taki öryggisnetið við, þ.e. viðkomandi ríki og seðlabankar stígi þá inn í sem ábyrgðaraðilar.
Orðrétt segir í frönsku skýrslunni: „Það hefur verið samþykkt að innistæðutryggingar geta hvorki né eiga að fást við kerfisbundna bankakreppu, sem fellur undir aðra hluta öryggisnetsins, s.s. eftirlitsaðila, seðlabanka og ríkisstjórn.“
Takið eftir, eftirlitsaðila=FME, seðlabanka=Davíð Oddson, ríkisstjórn=Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin.
Jón Bragi Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 23:21
Ég þakka gestum líflega umræðu og áhugaverð innlegg.
Sveinn Elías, ég hef engan áhuga á sjúkdómsgreiningu þinn á Davíð Oddssyni og tel hana ekki eiga neitt erindi í þessa umræðu. Reyndu að halda þig við efnið.
Emil Örn Kristjánsson, 6.7.2009 kl. 00:18
Mörg þúsund Íslendingar sem eru á móti því að gengið verði að Icesave-samningi ..... en hvar eru þeir þegar mótmælt er samkomulaginu á Austurvelli???????? Við erum að skottast þar svona ca. 15-50 daglega ..... Af því að dæma þá eru Íslendingr því sammála að borga skuldir sem 7-15 menn stofnuðu til. Menn sem lifa góðu lífi í dag á öllum milljörðunum sínum :)
Katrín (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 02:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.