4.7.2009 | 13:19
Ætlar Sviss að taka upp brezk pund?
Ákaflega áhugaverð hugmynd, sem lesa má meira um á heimasíðu umrædds hótels www.null-stern-hotel.ch
Það sem vakti þó mesta athygli mína var að samkvæmt þeirri frétt, sem ég vitna hér í, virtist búið að opna hótel í Sviss sem rukkaði gesti sína fyrir gistingu og anna greiða í brezkum pundum.
Einhvern veginn held ég að blaðamaður hafi hér einfaldlega dottið um brezka umfjöllun og þýtt hana án frekari athugana. Sé svo er ekki um blaðamennsku að ræða, heldur þýðingu. Reyndar væri það þá ekki í fyrsta sinn sem slíkt hendir... því miður. Það segir sig eiginlega sjálft að verðskrá hótelsins hlýtur að vera í gjaldmiðli landsins.
Ég hafði því fyrir því að lesa mér frekar til og komst að því að verðskrá hótelsins er í svissneskum frönkum og samkvæmt henni kostar gisting frá 25 CHF(svissneskum frönkum) á mann á nótt. Sé það umreiknað í íslenzkar krónur kostar nóttin því um 2.900 krónur. Séu 25 CHF umreiknaðir í brezk pund gerir það um 14 pund, svo ekki veit ég hvaðan 6 punda verðið kemur.
Þó skal það nefnt að í ýmsum fréttaumfjöllunum af opnun þessa hótels, sem var 5. júni sl., eru nefndar tölur um gistingu frá 10 CHF og 8 EUR sem liggja nálægt 6 pundum. Hvort hér er um eitthvert tilboðs- eða sérverð að ræða eða hvort einhverjir blaðamenn hafi misskilið eða misritað skal ósagt látið.
Ég komst alla vega að því að verðskrá hótelsins er í svissnesku frönkum en ekki brezkum pundum, sem staðfestir grun minn um þýðingarvinnu svonefnds blaðamanns.
Núll stjörnu kreppubani | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mörg íslensk hótel auglýsa sín verð í euro og rukka gesti í euro nema um íslendinga sé að ræða.
Óskar Þorkelsson, 4.7.2009 kl. 13:56
Það er hárrétt hjá þér, Óskar. Jafnvel þó um Íslendinga sé að ræða og er það ámælisvert.
Því er þó ekki til að dreifa hjá hóteli því sem hér um ræðir. Verið getur að menn þar á bæ sendi verðlista til brezkra viðskiptavina sinna í pundum. Grunnverðlistinn er hins vegar í svissneskum frönkum og svolítið kjánalegt að vitna til verðs í pundum þar sem fjallað er um svissneskt hótel í íslenzkri blaðagrein.
Þá mætti allt eins segja frá spennandi hóteli í Moskvu og tilgreina verðið í indverskum rúpíum.
Emil Örn Kristjánsson, 4.7.2009 kl. 14:11
Rétt hjá þér hr. íhaldsmaður. Þessvegna ætti MBL ætti að fjalla um verðið í evrum
Rúnar Þór Þórarinsson, 4.7.2009 kl. 14:57
Ef þú lest fréttatilkynninguna sem er vísað í á heimasíðu hótelsins sjálfs er hvergi minnst á verð í CHF en þar er talað um að nóttinn kosti $9 og á öðrum stað að fyrir GBP 11 auka sé hægt að panta venjulegt hótel. Annars staðar er svo talað um að lúxus herbergi þarna kosti GBP 11.
Öll blöð, hvar sem þau eru gefin út í heiminum, eru með greinar og efni sem er þýtt úr öðrum blöðum og fréttatilkynningum.
Hulda (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 18:02
Hulda, ég get ekki fundið neina fréttatilkynningu á heimasíðu hótelsins. Þar er hins vegar vísað í féttaumfjallanir. Það sem þar kemur fram er frá hendi viðkomandi fréttamanna, ekki frá forsvarsmönnum hótelsins.
Ætli maður hins vegar að bóka sig á heimasíðunni þá er verðskráin í svissneskum frönkum.
Hvort "öll blöð, hvar sem þau eru gefin út í heiminum" birti þýddar greinar skal ég ekkert um segja. Það er sjálfsögð krafa að blaðamenn (karlar og konur) heimfæri fréttir og leiti sér frekari heimilda, sé þess kostur, þegar skrifuð er frétt. Það er ekkert að því að birta þýddar greinar og fréttatilkynningar sé þess getið að um slíkt efni sé að ræða.
Þakk þér fyrir innlitið, Rúnar.
Emil Örn Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.