16.6.2009 | 17:34
Hryðjuverk!
Hversu firrt getur fólk verið? Og þetta eiga að heita reynzluboltar í landsmálum... og þetta kaus þjóðin yfir sig. Kannske eigum við ekkert betra skilið.
Fyrir löngu las ég sögu um konu sem átti hænu er verpti gulleggjum. Reyndar bara einu gulleggi á dag en það dugði konunni fyrir öllum útgjöldum og svolítið meira til. Þá datt konunni í hug að kannske væri hænan full af gulleggjum og betra væri að eiga þau mörg í einu. Hún slátraði því hænunni, opnaði hana en fann engin egg þar fyrir. Nú átti hún enga gullhænu lengur og var svipt þessum ágætu tekjum sem hún hafði haft.
Mér dettur þessi saga í hug þegar þessi (vanhæfa) ríkisstjórn kemur loksins með þær tillögur sem hún telur að megi verða þjóðinni til hjálpar í þrengingum. Hvað vill hún gera? Jú, slátra gullhænunni.
Með þessum aðgerðum er aðeins verið að gera fyrirtækjunum verra fyrir að halda úti þeirri starfsemi, sem stendur straum af launum landsmanna. Þegar endanlega hefur verið gengið af fyrirtækjunum (launageiðendunum) dauðum þá mun koma í ljós að gulleggin eru ekki lengur til staðar.
Hver á þá að standa undir bótunum sem ríkisstjórnin ætlar sér greinilega að við förum öll á.
Ég held að Steingrímur J. og Jóhanna Sig. ættu að finna sér eitthvað annað að gera. Ekki aðeins eru þau aumunarverð í þeirri stöðu sem þau eru í heldur eru þau einnig stórhættuleg samfélaginu.
Skattahækkanir úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 4896
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr.
Hækka álögur á deyjandi fyrirtæki til að "dekka" atvinnuleysisbætur.
Eggert Guðmundsson, 16.6.2009 kl. 21:52
Þau hlifðu þó þeim lægstlaunuðu, það er kominn tími til þess að þeir sem hærri hafi tekjurnar borgi meira. Þetta er ekki eins og hjá íhaldinu, þar lentu allar svona tilfærslur á þeim lægstlaunuðu.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 16.6.2009 kl. 23:10
Ekki tapa þér í smáatriðunum, Sigrún. Við erum að ræða aðalariðin. Ef atvinnulífið stendur ekki undir sér, ef hjólin ná ekki að snúast nokkuð hnökralaust, þá verða engir til að greiða skattana.
Emil Örn Kristjánsson, 17.6.2009 kl. 01:08
Á ríkisstjórnin að gefa fyrirtækjunum peninga....... Það þarf að skipta álögunum. Líklega ráða flest fyrirtæki við umrædda hækkun tryggingagjalds, þau sem ekki gera það eru væntanlega löngu gjaldþrota þó þau starfi áfram.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 17.6.2009 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.