15.6.2009 | 16:15
Hér er eitthvað ekki í lagi...
Bíðum nú við. Skil ég þetta rétt?
Menn tóku sem sagt lán, lögðu fram ábyrgðir, notuðu lánið í áhættufjárfestingu og svo þegar dæmið gekk ekki upp hjá þeim þá voru ábyrgðirnar felldar niður og þeir sluppu með skrekkinn?
Svona svipað og ef ég tæki milljón króna lán gegn veði í húsinu mínu, keypti mér lottómiða fyrir allan peninginn og svo þegar í ljós kemur að ég vinn ekki það sem ég ætlaði mér í lottóinu þá fæ ég veðið fellt niður og þarf ekki að standa skil á láninu?
Er þetta ekki rétt skilið hjá mér? Finnst einhverjum þetta vera í lagi? Hvað er að svona fólki... fólki sem leggur blessun sína yfir svona gjörninga og fólki sem finnst í lagi að þiggja svona fyrirgreiðslu?
Annars er ég nú kominn á þá skoðun að þungi kreppunnar hér á Íslandi (gætum að því að það er kreppa miklu víðar) er áfellisdómur yfir íslenzkum viðskipta- og hagfræðingum. Í öllum bönkum og fjárfestingarfyrirtækjum unnu hámenntaðir menn (karlar og konur) á sviði viðskipta- og hagfræði. Þetta fólk hefði mátt sjá þetta fyrir og hvar var þá faglegur metnaður þess? Hafði það hins vegar ekki séð hrunið fyrir þá spyr ég hvers virði var sú menntun sem það hafði aflað sér og fyrir hvaða launum var það að vinna?
Já, þessi kreppa er líka áfellisdómur yfir kennurum viðskipta- og hagfræðideilda háskólanna. Mig hryllir við því að Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands sé að halda úti sumarnámi til þess að geta útskrifað fleiri viðskipta- og hagfræðinga og hraðar. Við þurfum alls ekki á meira af svoleiðis fólki að halda.
Ekki hægt að snúa ákvörðun við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er lærður hagfræingur.
Á sínum tíma sótti ég um vinnu við alla þessa banka. Ekki fékk ég hana því að það sátu undantekningalust VERKFRÆÐINGAR í þessum stöðum og það var það sem mé var sagt. Hagfræði ekki rétta menntunin!!!
Svo við skulum fara varlega í ái hengja alla sem lærðu þessi fög, því þeir fengu ekki aðgang inní bankana.
Verkfræðingar, það var málið!!!
Hilmar (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 16:36
Tja... Banki sem sér fram á að hlutabréfaverð hans sé í hættu á að falla getur séð sér fjárhagslegan hag af því að fórna svona lánum til að koma í veg fyrir að bréfaeigendur neyðist til að selja þau.
Áhrif þess að innherjar og starfsmenn losi sig við bréf sín getur haft miklu alvarlegri áhrif á stöðu fyrirtækis heldur en það að gefa eftir nokkur hundruð milljóna lán (og ef plottið hefði heppnast og bréfin hækkað aftur þá hefði bankinn engu tapað).
Svo það er nú kannski ekki alveg rétt að horfa á þetta sem athöfn til að svíkja peninga út úr bankanum þó afleiðingin sé gríðarlega ósanngjörn fyrir almenna hlutabréfaeigendur.
Páll Jónsson, 15.6.2009 kl. 16:52
Takk fyrir þetta innlegg, Hilmar. Í almennri umræðu lét ég oft hafa eftir mér að þessi útrás gæti ekki gengið upp og hlyti að springa. Þá var jafnan viðkvæði viðmælenda minna að ég ætti ekki vera að tjá því ég skildi greinilega ekki "nýju hagfræðina". Því hef ég gefið mér að þarna hafi hagfræðingar komið við sögu.
Þar fyrir utan þekki ég til hagfræðinga, sem unnu og vinna hjá bönkunum. Ég er ekki að hengja alla hagfræðinga, frekar ég held að þú sért að henga alla verkfræðinga, hins vegar leyfi ég mér að setja spurningarmerki við faglegan metnað þeirra sem fylgdust með þróuninni og hefðu betur en margir mátt sjá hvernig færi en kusu að halda kjafti og spila með .
Emil Örn Kristjánsson, 15.6.2009 kl. 16:56
Páll, ertu að segja að tilgangurinn helgi meðalið? Kemst fólk upp með hvaða rökleysu sem er til að halda fyrirtækinu á floti?
Ef ég ræki bar (vínstúku) sem stæði illa mætti ég þá selja viðskiptavinunum vatn í stað áfengis? Það held ég varla.
Emil Örn Kristjánsson, 15.6.2009 kl. 17:21
Emil: Ég er ekki að afsaka atburðinn en það verður að skamma rétta aðila.
Eins og ég skil þetta rétt þá voru þessir hlutabréfaeigendur vissulega með mjög hagstæða samninga, hirtu gróðann af bréfunum þegar vel gekk en bankinn var skuldbundinn til að kaupa þau aftur ef gengi þeirra hætti að geta staðið að baki láninu. Það er þessi díll sem okkur bauðst ekki og sem við eigum að vera hneyksluð yfir.
Hitt er svo algjörlega val bankans að fella niður lánin og gert með hagsmuni bankans í huga... fólkið sjálft hefði ekkert komið svo illa út úr því að selja bréfin og losna þannig við lánin en það hefði komið bankanum illa svo hann bauð upp á þessa lausn í staðinn, þ.e. að fella niður persónulegu ábyrgð þeirra á láninu svo hvatinn til að selja bréfin minnkaði.
Það var verið að redda banka, ekki smyrja vasann hjá fólki (eða a.m.k. ekki í öllum tilvikum). Sá vasi var fullsmurður fyrir vegna upprunalega gerningsins.
Páll Jónsson, 15.6.2009 kl. 18:55
"sluppu með skrekkinn" - Ég held þeir hafi ekki einu sinni setið upp með skrekk!
Verkfræðingar voru vel þegnir og þeir margir hjá fjármálastofnun sem ég vann hjá.
Dæmið þitt með lottomiðakaupin = sem frá mínu hjarta.
Niðurfelling skuldbindinganna var sannarlega bankanum í hag, en flokkast þetta ekki undir innherjaviðskipti og áhrifabeitingu á gengið hluta/bréfa/virði bankans?
Að þessir menn skuli ekki vera lögbrjótar er vegna þess að þeir brutu ENGIN lög vegna þess að ENGIN lög eru til um slíka gjörninga; löggjafinn hefur ekki haft hugmyndaflug til að setja fyrir þennan "leka". Semdu þeir lög NÚNA gætu þau varla orðið afturvirk.
Eygló, 16.6.2009 kl. 02:05
Ég er nokkuð viss um að fyrirtækjum ber skylda til að láta Kauphöllina vita af svona upplýsingum sem mögulega geta haft áhrif á markaðsverð... ef það var ekki gert þá er strax komið eitt atriði sem þarf að skoða.
Páll Jónsson, 16.6.2009 kl. 03:03
Ég hafði unnið í banka í mörg ár þegar fjórir bankar urðu sameinaðir í einn undir nafninu Íslandsbanki. Örfáum árum síðar var svo komið að körlum eins og mér, sem ekki var viðskiptafræðingur, var ofaukið og þurftu margir að víkja fyrir nýútskrifuðum viðskiptafræðingum sem áttu að vera svo faglegir að þeir völtuðu yfir viðskiptavini bankans hvað eftir annað. Þannig var fagmennskan í bönkunum með aðkomu þeirra sem voru menntaðir til þess.
Tómas Ibsen Halldórsson, 16.6.2009 kl. 15:55
Menntaðir (kannski frekar "skólagengnir") geta verið siðlausir eins og við, sauðsvartur...
Eygló, 16.6.2009 kl. 18:06
Það er nefnilega svo að það er lítil, ef nokkur, fylgni milli menntunar og almennrar skynsemi. Ég þekki sprenglært fólk sem skortir alla skynsemi og einnig bráðskynsamt fólk sem ekki hefur langa skólagöngu að baki... og að sjálfsögðu einnig öfugt. Menntun fólks segir ekkert um hversu skynsamt það er.
Sama er með siðferðistþroskann. Hann fer heldur ekki eftir menntunarstigi.
Emil Örn Kristjánsson, 17.6.2009 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.