6.5.2009 | 12:43
Skammist ykkar!
Var það ekki eitt af fyrstu verkum Katrínar Jakobsdóttur í embætti menntamálaráðherra að skipta út allri stjórn Lánasjóðsins? Er það sem sagt svona sem hún vill að fólk gangi til verka?
Nú þegar ætlast er til að lánastofnanir fari mildari höndum en áður um skuldunauta sína þá gengu LÍN fram með slæmu fordæmi. Og þetta er opinber stofnun. Þá vitum við hug stjórnvalda.
Hvaða hagur er í því fyrir Lánasjóð íslenzkra námsmanna að keyra Ægi og aðra, sem svipað er ástatt um í gjaldþrot og neyð? Það er ekki eins og maðurinn hafi neitað greiða af lánunum sínum. Það er ekki eins og hann ætli sér í sk. greiðsluverkfall. Maðurinn er einfaldlega að biðja um gott veður meðan það versta gengur yfir.
Auðvitað á að koma til móts við fólk, sem á tímabundnum erfiðleikum en ætlar sér ekkert annað en að standa í skilum með sínar skuldbindingar. Þannig munu lánastofnanirnar fá sitt að lokum þó á lengri tíma verði. Að keyra fólk í þrot verður aðeins til þess að lánadrottnar fá aðeins hluta af sínum kröfum greiddan auk þess afleiðingarnar geta verið skelfilegar fyrir bæði einstaklinga og fjölskyldur.
Stjórn Lánasjóðs íslenzkra námsmanna ætti að skammast sín.
Hundeltur af LÍN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 4909
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.