Það fer um Steingrím

Ég er ekki hissa þó það fari um Steingrím. Greiðsluverkfall myndi koma af stað ófyrirséðum "dómínó-áhrifum".

Er ekki kominn tími til að hætta þessu endalausa rabbi og spjalli og koma sér að verki? Mér skildist að VG og Samfó hefðu gengið til kosninga bundin samstarfi . Var ekkert búið að ákveða eða koma sér saman um í 3ja mánaða ríkisstjórnarsamstarfi?

Svo er einkennilegt að beina því til fjölmiðla að það sé þeirra að kynna úrræði fyrir fólki. Öllu heldur væri það ríkisstjórnarinnar að kynna þau og nota til þess fjölmiðla. Þetta er bara fyrirsláttur, Steingrímur. Það er ekki nóg að hafa skiling á ástandinu. Það þarf að leita lausna og hafir þú einhverjar ættir þú að vera löngu búinn að koma þeim á framfæri sjálfur í stað þess að skammast út í fjölmiðla.


mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Greiðsluverkfall væri byltingarkennt tæki þar sem vegið væri að grunnstoðum hins kapitalíska hagkerfis sem myndi þurfa að svara fyrir sig með öllum kröftum sem myndi birtast í stórfeldustu átökum íslensks samfélags frá Sturlungatímanum. Verði ekki komið til móts við kröfur hinna skuldugu þegna þessa samfélags munum við sjá þann samfélagshóp rífa niður hagkerfið. Þá getum við vonandi farið að byggja upp nýtt hagkerfi sem ekki byggir á sama ruglinu og þetta gerði.

Héðinn Björnsson, 5.5.2009 kl. 00:02

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Vissulega væri greiðsluverkfall byltingarkennt, það er enginn vafi. Ég leyfi mér samt, Héðinn, að efast um að það myndi valda þeirri byltingu, sem þú lýsir. Þó hugmyndin sé heillandi.

Ég efast reyndar líka um að það myndi valda þeim áhrifum sem viðskiptaráðherra lýsir, en það er önnur saga.

Ég held að almennt greiðsluverkfall myndi verða til þess að allar greiðslur stöðvuðust. Að endingu einnig laungreiðslur; það eru "dómínó-áhrifin", sem ég minntist á.

Emil Örn Kristjánsson, 5.5.2009 kl. 00:51

3 identicon

Allar byltingar enda með ósköpum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 01:03

4 Smámynd: corvus corax

"Allar byltingar enda með ósköpum", segir Hans Haraldsson hérna fyrir ofan og má örugglega sýna fram á það. En þau ósköp eru hreinir smámunir hjá þeim ósköpum sem stjórnvöld, bankarnir, útrásarþjófarnir og sjálfstæðisflokkurinn eru búin að leiða yfir þessa guðsvoluðu þjóð.

corvus corax, 5.5.2009 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 4829

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband