Skipulagt einelti?

Það er að sjálfsögðu réttur kjósenda að strika út nöfn af lista og breyta röðun. Það er líka sjálfsagt að kjósendur nýti þennan rétt sinn og fagnaðarefni að almenningur verður stöðugt meðvitaðri um hann.

Hvað varðar hins vegar þær útstrikanir sem Guðlaugur Þór fékk og í ljósi þeirra rætnu athugasemda sem ýmsir hafa orðið til gera við þessa frétt langar mig til að spyrja: Hvarflar það ekki að neinum að GÞÞ hafi orðið fyrir skipulagðri ófrægingu og einelti? Því það er varla nokkur stjórnmálamaður sem fékk aðra eins útreið og hann fyrir þessar kosningar og þó hefur hann fráleitt meira á samvizkunni en sumir aðrir og minna en margir.

Það er einnig athyglisvert hve lítið fer fyrir þeirri staðreynd að sitjandi ráðherra, sem jafnvel hefur verið orðaður við áframhaldandi setu á ráðherrastóli þótt hann hafi fallið út af þingi, fékk fleiri útstrikanir bæði hlutfallslega og að magni.

Ég efast hins vegar ekki um að Guðlaugur Þór á eftir að vinna vel úr sínum málum. Hann hefur alla burði til þess.


mbl.is Guðlaugur Þór niður um sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Fréttamanna Elítan tekur á sig ýmsar myndir þar sem ráðist er á ein úr hópnum meðan hinir eru í friðhelgi og tilgangur er eina að fremja mannorðsmorð þetta dæmi sýnir aðeins hvað  Íslendingar eiga lélega frétta menn að hvað býr innst inni í þeirra hugarheimi þegar fréttirnar eru unnar svona, hinsvegar lítur dæmið svona út í sannri sannri mynd.

Össurar Skarphéðinssonar, utanríkis- og iðnaðarráðherra og oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, var slíkur að fáa tugi útstrikana vantaði upp á að hann færðist niður um eitt sæti. Össur var nær því að færast til á framboðslistanum vegna útstrikana en Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem skipaði fjórða sæti Samfylkingar í Reykjavík norður.Alls strikuðu 1.284 kjósendur Reykjavíkurkjördæmis suður yfir nafn eða breyttu röð oddvitans, Össurar Skarphéðinssonar eða rétt um 11% þeirra sem kusu listann.Samfylkingin í Reykjavík suður fékk fjóra þingmenn kjörna. Samkvæmt reiknireglum hefðu a.m.k. 11,1% kjósenda listans í kjördæminu þurft að strika yfir nafn oddvitans til að hann færðist niður um sæti. Þá er ekki tekið tillit til breytinga eða útstrikana hjá öðrum frambjóðendum.Þriðjungur hefði þurft að strika yfir nafn Kolbrúnar Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra skipaði þriðja sætið á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður. 1.990 kjósendur VG strikuðu yfir nafn hennar eða breyttu röð. Þetta lætur nærri að vera 24,5% en engu að síður heldur Kolbrún þriðja sætinu.Steinunn fjarri því að færast niður  Sama er að segja um Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, sem skipaði fjórða sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. 1.443 kjósendur strikuðu yfir nafn hennar eða breyttu röð eða rúmlega 12% þeirra sem kusu Samfylkinguna í kjördæminu.Samfylkingin fékk 4 menn kjörna í Reykjavík norður og þar sem Steinunn Valdís skipaði fjórða sæti listans hefðu 17% kjósenda eða þar um bil, þurft að strika hana út. Líkt og áður er ekki  tekið tillit til breytinga eða útstrikana annarra frambjóðenda á lista Samfylkingar en bæði Helgi Hjörvar, sem skipaði þriðja sætið og Mörður Árnason, sem skipaði fimmta sætið, fengu umtalsvert margar útstrikanir, sem vega upp á móti útstrikunum Steinunnar Valdísar.Sjálfstæðisflokkurinn fékk 4037 atkvæði í kosningunum, Vinstri grænir 4018 og Samfylkingin 4018. Kv. Sigurjón Vigússon

Rauða Ljónið, 29.4.2009 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 4909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband