29.4.2009 | 15:37
Málfarshornið - Hvað ertu eiginlega að reyna að segja?
Ég ætla ekki að tjá mig efnislega um umrædda auglýsingu, þó full ástæða megi vera til.
Mig langar að spyrja hvort einhver áttar sig á eftirfarandi setningu, sem er úr féttinni sem vitnað er til:
Að sögn hefur framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands, að höfðu samráði við sig, sett sig í samband við SI til að kvarta yfir auglýsingunni.
Ég veit hreinlega ekkert hvað blaðamaðurinn er að reyna að segja. Hafði framkvæmdastjórinn samráð við sjálfan sig? Er "sig" hugsanlega ekki fornafn heldur gælunafn einhverrar Sigrúnar, Sigurðar, Sigríðar eða Sighvats og ætti því að rita með hástaf? Spyr sá sem ekki veit og ekkert skilur.
Hugsanlega ætti setningin því að hljóða: Að sögn hefur framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands, að höfðu samráði við sjálfan sig, sett sig í samband við SI til að kvarta yfir auglýsingunni.
Eða jafnvel: Að sögn hefur framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands, að höfðu samráði við Sig(ríði), sett sig í samband við SI til að kvarta yfir auglýsingunni.
Og kannske: Að sögn hefur framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands, að höfðu samráði við Sig(ríði), sett Sig(urð) í samband við SI til að kvarta yfir auglýsingunni.
Fádæma sóðaleg auglýsing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 4906
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ja hérna! Íhaldsmaðurinn hefur bara smá húmor.
Páll Blöndal, 29.4.2009 kl. 15:59
Kemur það á óvart, Páll? Ég hélt að allir vissu að ég væri með skemmtilegri mönnum.
Emil Örn Kristjánsson, 29.4.2009 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.