Nokkrar góðar ástæður til að kjósa ekki Samfylkinguna

1) Róbert Marshall var formaður Blaðamannafélags Íslands, hann var forstöðumaður 365 miðla, hann er frambjóðandi Samfylkingarinnar. Halló, halló, heimur, hringja engar bjöllur?

Svo þegar Samfylkingin sló skjaldborg um fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs, sem reyndar felldi niður tugmilljóna skuldir flokksins, þá gagnrýndi téður Róbert fjölmiðlafrumvarpið sáluga undir því yfirskini að hann væri að gæta hagsmuna blaðamanna. AUMKUNARVERT!!!

2) Samfylkingin hreykir sér af því að formaðurinn hafi talað fyrir opnu bókhaldi stjórnmálaflokka í 14 ár. Opnaði Samfylkingin bókhaldi sitt? Ó, nei, ekki fyrr en tilneyddir. Dettur einhverjum í hug að það fylgi hugur máli hjá þessu liði?

3) Samfylkingin segist hafa opnað styrkjabókhald sitt. Þeir hafa ekki gefið upp neinar greiðslur til aðildarfélaga eða annara ráða og hópa innan flokksins. Þvílíkt yfirklór.

4) Samfylkingin segir allt uppi á borðinu. Þeir fengu felldar niður skuldir við fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs upp á tugi milljóna, sem hvergi hefur komið fram.

5) Samfylkingin gefur upp að hún sé stórskuldug. Hins vegar eiga Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Kvennalistinn og örugglega fleiri aðilar sem að henni standa stórar eignir. Hvaða leikaraskapur er þetta?

6) Ákveðinn athafnamaður greiddi allar skuldir R-listans. Að honum stóðu Samfylkingin, VG og Framsókn. Hefur nokkur séð þetta bókfært hjá téðum flokkum? Ætla þeir enn að telja okkur trú um að þeir séu hvítþvegnir sakleysingjar?

Hjónaband 365 miðla og Samfylkingarinnar er auðsýnt. Rætinn áróður þessa stefnulausa spunaflokks er með eindæmum. Fylgi hans er ber vott gagnrýnislausri hugsun hjá stórum hluta kjósenda.  Verði Samfylkingin við stjórn eftir næstu kosningar spyr maður hvort við eigum þetta virkilega skilið.


mbl.is S- og V-listar bæta heldur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Góður pistill Emil

Benedikta E, 22.4.2009 kl. 14:06

2 identicon

málefnafátækt íhaldsins er bara orðinn aumkunnarverð,hér inn um bréfalúguna til mín var að berast blað sjálfstæðismanna í norðvesturkjördæmi 2009 og við lestur blaðsins kemur ekki á óvart að þegar málefnin er fátækleg er lagst svo lágt að eina sem hægt virðist fram að færa er hræðsluáróður og skítkast í frambjóðendur annara flokka,það finnst flestöllum lítll málefnaflutningur,en hvað er þetta annars með sjálfstæðið og skítkast er þetta hræðsla við að sérhagsmunahóparnir missi eitthvað frá sér t.d. sameign þjóðarinnar-fiskinn?hvað eru sjálfstæðismenn að meina þegar þeir tala um eignaupptöku,við að kvótinn fari til ríkisins,ég hélt að þegar eignaupptaka færi fram væri verið að takka eign af einhverjum eða telja sjálfstæðismenn þegar að sægreifarnir og liu klíkan eigi fiskinn í sjónum við Ísland.

zappa (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:35

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Skemmtilegt...en rakið kjaftæði...

Jón Ingi Cæsarsson, 22.4.2009 kl. 14:58

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Jón Ingi, skilgreindu kjaftæði.

Sjálfur kysi ég að standa í málefnalegum umræðum um stjórnmál en það er einn flokkur sérstaklega, sem virðist samkvæmt könnunum ætla fá mest fylgi í komandi kosningum, sem kemur gersamlega í veg fyrir að slíkt sé hægt og rekur mann niður á það plan sem maður hefði helzt ekki viljað fara niður á.

Emil Örn Kristjánsson, 22.4.2009 kl. 15:12

5 identicon

Nú verður þú að leggja öll gögn um þetta á borðið, annars er þetta bara innihaldslaust kjaftæði hjá þér og getur á engan hátt talist málefnaleg umræða.

Bobbi (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:08

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ertu að biðja mig um að leggja gögn á borðið, Bobbi? Ætli það væri ekki nær að Samfylkingin gerði það?

Emil Örn Kristjánsson, 22.4.2009 kl. 16:22

7 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Gæti bætt við ótal ástæður þess, hvers vegna að ég gæti ekki hugsað mér að kjósa Samspillinguna.Geri það kannski fyrir helgi.

Ragnar Gunnlaugsson, 22.4.2009 kl. 16:30

8 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Það er satt. Samfylkingin verður að leggja öll spilin á borðið. Þrátt fyrir allt þá heldur maður ennþá að það sé snefill af samvisku hjá einhverjum sem eru þar innanflokks. Hins vegar gerir maður ekki ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn eða frambjóðendur hans leggi spilin á borðið varðandi niðurfellingar á auglýsingum þeirra í prófkjörum og fyrir kosningar. Eins væri spennandi að fá lista yfir niðurfelldar skuldir þingmanna og ráðherra (eða maka þeirra eða einkahlutafélaga í þeirra eigu) hjá bönkunum vegna hlutabréfakaupa þeirra (eða maka þeirra eða einkahlutafélaga í þeirra eigu). Það er nefninlega svo rosalega langt síðan maður komst að því að þessir háu herrar vita ekki hvað réttlæti eða samviska er.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 22.4.2009 kl. 17:21

9 identicon

Besta ástæðan til að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn er að forða því að dæmdur þjófur og tugthúslimur komist enn eina ferðina á þing.

Ég nenni bara ekki að gera svona lista, það er eflaust líka takmarkað hvað svona athugasemd má vera löng......

Gaui (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 18:24

10 identicon

Berjumst á móti Samspillingarflokknum og Sjálfseignaflokknum

kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 22:38

11 Smámynd: Sturla Snorrason

ER sammala.is nýjasta útspil Baugs til að styrkja Samfylkinguna eða er þetta bara áhugamál ritstjóra 365

5. gr.

Stofnfélagar eru:

 

Baldur Þórhallsson Starhaga 5 107 Reykjavík

Benedikt Jóhannesson Selvogsgrunni 27 104 Reykjavík

Davíð Guðjónsson Galtalind 6 201 Kópavogi

Finnur Oddsson Æsuborgum 9 112 Reykjavík

Gísli Hjálmtýsson Kleifarási 9 110 Reykjavík

Gunnar Tryggvason Ægisíðu 62 107 Reykjavík

Haraldur Flosi Tryggvason Holtsgötu 23 101 Reykjavík

Hilmar Veigar Pétursson Hlynsalir 12 201 Kópavogur

Hörður Arnarson Stallaseli 8 109 Reykjavík

Jón Ágúst Þorsteinsson Klapparás 5 110 Reykjavík

Jón Karl Helgason Skipasundi 72 104 Reykjavík

Jón Sigurðsson Múla 801 Selfoss

Jón Steindór Valdimarsson Funafold 89 112 Reykjavík

Magnús Ingi Óskarsson Blómvangur 20 220 Hafnarfjörður

Rakel Pálsdóttir Fossagata 8 101 Reykjavík

Skúli Thoroddsen Vatnsholt 5c 230 Keflavík

Þorsteinn Pálsson Háteigsvegi 46 105 Reykjavík

Þóra Ásgeirsdóttir Hrauntungu 18 200 Kópavogur

Þórður Magnússon Ægisíða 72 107 Reykjavík

Sturla Snorrason, 23.4.2009 kl. 00:52

12 identicon

10-11 þingmanna tap Sjálfstæðisflokksins og 12-17% fylgishrun segir allt sem segja þarf um traust kjósenda á Sjálftökuflokknum.

Rögnvaldur Ingólfsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 4903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband