Fjölmiðlaspilling

Stöð 2, er það ekki stöðin sem felldi niður himinháar auglýsingaskuldir Samfylkingarinnar? Upphæðir sem aldrei virðast hafa ratað í bókhald flokksins.

Er þetta ekki stöðin sem Samfó stóð svo traustan vörð um þegar fjölmiðlafrumvarpið fræga var til umfjöllunar?

Muna menn hversu einstaklega ömurlegt það var þá að horfa upp á formann Blaðamannafélags Íslands, Róbert Marshall, finna því frumvarpi allt til foráttu undir því yfirskini að hann væri að gæta hagsmuna félagsmanna þegar hann gekk í raun erinda yfirboðara sinna... já, bíðum við, er það ekki einmitt sá sami Róbert Marshall sem er í framboði fyrir Samfylkinguna og starfaði einnig sem forstöðumaður 365 miðla?

Var það ekki Nixon, sem sagði: "Let them deny it" (látum þá neita því). Og átti þá við að bera mætti allskonar ýktar og upplognar sakir á andstæðinginn og láta hann síðan eyða tíma í hreinsa sig.

Vá, sem betur fer er ég ekki tortrygginn að eðlisfari. Annars gæti maður haldið að hér væri samsæri á ferðinni.


mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég skil þig ekki alveg Emil, það eru þrír flokkar nefndir til sögunnar í þessari frétt, Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur. Hvað samsæri sérð þú í þessari frétt?

Ert þú að meina að það sé verið að koma höggi á alla nema Vinstri græna?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.4.2009 kl. 00:25

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þú veizt fullvel hvað ég á við, Friðrik. Þessi miðill hefur hamast á Sjálfstæðisflokknum og sérstaklega Guðlaugi Þór. Svo heiftarlega að það er beinlínis grunsamlegt. Ætli þeim þyki þá ekki ráð, til að gera sjálfa sig trúanlegri, að kasta smá skít í eigið fólk. Helgi og S.Valdís þola nú svolítinn aur þau sitja jú fyrir aftan Jóhönnu á framboðslistanum.

Emil Örn Kristjánsson, 22.4.2009 kl. 00:40

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

Þetta er furðuleg færsla í meira lagi. Áttar þú þig ekki á því að hér er verið að telja til frambjóðendur í fleirri flokkum  en sjálfstæðisflokknum og verið segja frá spillingu í lífeyrissjóðunum.

Hvað ertu eiginlega að fara maður. 

Sævar Finnbogason, 22.4.2009 kl. 01:32

4 Smámynd: Benedikta E

Það er engin spurning að stöð 2 er að reyna að hylja fjölmiðlaspillinguna sem hún hefur viðhaft - það eru nefninlega gestir í heimsókn - Öryggis og samvinnustofnun Evrópu er hér með tíu manna sendinefnd sérfræðinga -  til   eftirlitsstarfa  með kosningunum og þar innifalið er eftirlit á vinnubrögðum fjölmiðla - kannski er slordóna einelti  fjölmiðlanna -  gegn Sjálfstæðisflokknum og fólki tengdu honum -  komið upp á borðið hjá sérfræðingunum - svo nú þykir stöð 2 kannski vissara  að draga aðeins yfir eineltisáráttuna á Sjálfstæðisflokkinn -  á meðan sérfræðingarnir eru staddir hér.

Benedikta E, 22.4.2009 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 4918

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband