Sjaldan veldur einn þá tveir deila

Ég get að mörgu leyti tekið undir sjónarmið Torfusamtakanna. Ég hef gaman af því að sjá fegurð í gömlum húsum og geta lesið byggingar og þróunarsögu samfélagsins í þeim.

Þess vegna finnst mér rétt að umgangast gömul hús með virðingu og mér finnst einnig að það sé kominn tími til að spyrna við hælum í byggingargleðinni. Það er búið að byggja miklu meira af íbúðar-, verzlana-, og skrifstofufermetrum en við höfum þörf fyrir.

Mér þykir þó gagnrýni Torfusamtakanna nokkuð mikið á einn veg. Við skulum ekki gleyma því að þarna myndaðist umsátursástand sem ekki var lögreglunni einni um að kenna. Hústökufólk virtist staðráðið í að beita valdi og húsið liggur eftir mun verr farið en hefði fólk yfirgefið það friðsamlega.

Sjaldan veldur einn þá tveir deila og í raun er deilan milli hústökumanna (karla og kvenna) og eigenda hússins. Lögreglan er aðeins að sinna vinnu sinni, hversu ljúft eða óljúft henni má vera það.

Til að gæta alls hlutleysis hefðu Torfusamtökin því átt að beina því til allra málsaðila að leysa deilur sínar friðsamlega og gæta þess að skemma ekki verðmæti.


mbl.is Torfusamtökin gagnrýna hörku lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfusamtökin

Fyrir liggur að engin tilraun var gerð til að komast að samkomulagi við þetta fólk.  Sami eigandi hefur hingað til kært sig kollóttan um þótt einhverjir vafasamir aðilar væru að hafast við í húsunum hans.

Í fljótu bragði má draga þá ályktun að það hafi farið sérstaklega í taugarnar á honum að fólkið lýsti því yfir að það ætlaði að taka þarna til.  Aðrir hústökumenn á undan hafa látið það vera að gefa út svoleiðis yfirlýsingar.

 Eitt er víst að ef eigandinn hefði haldið húsunum í útleigu þá hefði ekki komið til þess að hústökufólk tæki yfir húsin.

 Ég sammála því að beina því til allra málsaðila líka hústökufólks að leysa deilur sína friðsamlega og gæta þess að skemma ekki verðmæti.

Torfusamtökin , 21.4.2009 kl. 13:27

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þá held ég að við séum sammála í öllum meginatriðum.

Emil Örn Kristjánsson, 21.4.2009 kl. 13:40

3 identicon

Er það ekki eigandans að ráða því hverjir eru í hans húsum og hverjir ekki.  "Ef eigandinn hefði haldið húsunum í útleigu þá hefði ekki komið til þess að hústökufólk tæki húsin yfir",  bíddu, kemur fólki það yfir höfuð við hvort húsin eru tóm eða ekki.  Skil ekki frekju í sumu fólki.  Þetta er greinilega fólk sem hefur ekkert annað við tímann að gera en vera með leiðindi.  Og ég skil ekki af hverju það er alltaf verið að gagnrýna lögregluna, þetta eru menn að sinna sinni vinnu, ef þeir þykja of harkalegir þá er það fólkinu sjálfu að kenna fyrir að fara ekki að tilmælum þeirra.

Guðrún (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:54

4 identicon

Guðrún: Eigandi hússins hlýtur samt að þurfa að halda húsinu við. Með því að láta það drabbast niður hefur hann áhrif á götumyndina og þar með fasteignir annara í kring. Auðvitað hlýtur viðkomandi líka að hafa hag að því að hafa leigjendur, reyndar rétt ræður viðkomandi hvort hann tapar eða græðir en maður hlýtur að velta fyrir sér afhverju viðkomandi eigandi vill ekki hagnast eitthvað á umræddri eign. Í mörgum borgum eru menn sektaðir fyrir að láta hús sín drabbast niður og réttast væri að gera það líka í svona tilvikum. Hins vegar er það alveg rétt gagnrýni að hústökufólkið þarf að vinna með friði og það að reyna loka og hlera sig inni í húsi er nú ekki vísir á að viðkomandi ætli að fara friðsamlega

Torfi Stefán (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 15:36

5 Smámynd: Stefán Gestsson

Sæll,

Ég er sammála það er ótrúlegt að beina sinni reiði að lögreglunni sem er bara að vinna sína vinnu og gerir það mjög vel.

Stefán Gestsson, 21.4.2009 kl. 17:32

6 Smámynd: Torfusamtökin

Emil, það er gott að við erum sammála.

 Guðrún, ég held að þú hafir misst af einhverju í þeirru umræðu sem átt hefur sér stað um miðborgina.  Hús hafa verið keypt upp í stórum stíl til niðurrifs í óþökk íbúa.  Ég veit ekki hvar þú býrð en þér þætti eflaust ekki gott ef að hverfið þitt breyttist á nokkrum árum í slum beinlínis fyrir ásetning ákveðinna aðila. 

 Stefán,  Við viljum ekki trúa öðru en að í Lögreglunni sé afbragðsfólk sem eigi heiður skilið fyrir vel unnin störf.  Í þessari aðgerð voru hins vegar gerð ákveðin mistök sem við vonum að endurtaki sig ekki.  Svona hörku má réttlæta þegar um neyð eða hættuástand er að ræða, þarna var hvorugt. 

Torfusamtökin , 21.4.2009 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 4903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband