Er þingheimur orðinn vitlaus?

Er þetta enn ein lausnin á vandanum úr smiðju Katrínar? Telur hún sig vera að skapa atvinnu með svona vitleysu?

Og hvað er þetta með listamanna"laun"? Er þetta ekki löngu úrelt fyrirbrigði? Og hvað er þetta með  sérstakan flokk fyrir "tónlistarflytjendur"? Er verið að búa til peningna fyrir Hörð Torfason?

Ég hef sagt það áður og segi það aftur: Það er ekkert að því að listamenn fái styrki. Það er ekkert að því að ungir og efnilegir listamenn fái styrk til að koma sér á framfæri. Verði hann til þess að listamaðurinn geti í kjölfarið lifað á list sinni að öllu eða nokkru leyti er tilganginum náð. Þar með hefur hann skapað sér starf, sem aflar honum tekna. Nái hann hins vegar ekki að lifa á list sinni þrátt fyrir að hafa fengið "startkapítal" í formi ríkisstyrks þá ætti hann bara að finna sér eitthvað annað að gera og sinna listinni hugsanlega sem tómstundagamni.

Í staðinn er mönnum (körlum og konum), sem almenningur hefur hafnað haldið uppi á kostnað skattborgara og um leið eru listamenn, sem eru vel sæmdir af list sinni og fyllilega matvinnungar einnig á opinberum launum. Það tróna 3 rithöfundar á toppnum á listamannalaunaskalanum í dag. Þeir heita Andri Snær, Einar Már og Þráinn Bertelsson. Og hugsi nú hver sitt. Getur einhver komið með staðgóð rök fyrir svona rugli?

Ekki svo að skilja að það er í góðu lagi að hið opinbera greiði listamönnum fyrir vinnu. Þ.e.a.s. greiði þeim sérstaklega fyrir verk sem þeir vinna og hið opinbera á síðan.

Að listamenn séu á launum hjá hinu opinbera  einfaldlega vegna þess að þeir kjósa að kalla sig listamenn hef ég aldrei getað skilið. Fyrir utan það að það er kominn tími til að setja stórt ? við orðið list og listamenn þegar sú "virðulega" stofunum Listahálskóli Íslands er með fólk á launum við að láta nemendur bera sig og míga á hvort annað.

Það væri nær á þessum tímum að skera frekar niður í listamannalaunum. Þar væri hægt að spara. Verst að það myndi líklega skapa "atvinnulausa" listamenn, sem færu þá yfir á atvinnuleysisbætur.

 


mbl.is Lög um listamannalaun samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhamar

Er 19. öldin enn hjá þér, eða hvað?

Jóhamar, 16.4.2009 kl. 17:51

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Á þetta að heita málefnalegt innlegg?

Emil Örn Kristjánsson, 16.4.2009 kl. 17:55

3 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Algjörlega sammála þér Emil .....   Hef ekkert á móti því að listamönnum jafnt sem öðrum sé hjálpað til að koma sér af stað með sinn atvinnurekstur. Takist fólki að fóta sig og skapa sér tilveru og laun með sinni vinnu, þá er það frábært og þar með ætti að hætta að styrkja það sérstaklega. Takist fólki það hins vegar ekki, þá ætti það að leita á aðrar brautir, einfalt mál.

Síðan væri hægt að halda langar ræður og skrifa langa pistla um "hvað sé list" og svokallaða "gjörninga", en ég læt það vera :)

Katrín Linda Óskarsdóttir, 17.4.2009 kl. 00:26

4 identicon

Sæll Börkur.

 Það var verið að bæta við 400 mánuðum. Ekki 400 nýjum störfum. Flestir fá listamannalaun í kringum 2-6 mánuði. Það eru mjög fáir sem fá ár eða meira í listamannalaun. Sjálf er ég listamaður og mjög hlynnt þessum launum. Hinsvegar get ég alveg verið sammála um að nú er ekki rétti tíminn til að fjölga um þessa mánuði.

Þóra Marteinsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:38

5 identicon

Hjartanlega sammála þér Emil, ef listamaður getur ekki lifað á listinni verður hinn sami að finna sér eitthvað annað að gera og haft þá "listina" sem hobbí!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 11:10

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þetta eru 400 nýjar stöðuveitingar sinnum mánaðarlaun upp á 266.737 kr gerir 106.694.800 kr á mánuði.

Ég held að þetta sé einmitt á ári ekki á mánuði, ég allavegana vona það því 1.280.000.000 á ári er bara helvíti mikill aur.

Sjálf er ég listamaður og mjög hlynnt þessum launum.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart, maður vill oftast hyllast að því sem kemur manni vel, og er ekkert að því 8)

En persónulega er ég mjög ósammála þessum listamanna launum, hvers vegna á þetta fólk að fá svona styrki en ekki aðrir? hvað er svona sérstakt við listamenn sem gerir það að verkum að þeir eiga að fá þetta frekar en aðrir? er ekki verið að mismuna starfstéttum hér?

Þið allavegana getið ekki sett út á nokkurn mann sem er á móti þessu miðað við hvernig þessu hefur verið úthlutað í gegnum tíðini, er ekki t.d. hann rithöfundur Hallgrímur held ég (var froðufellandi á bílinn hans Geirs í mótmælum stuttu eftir hrunið, samkvæmt frétt) er búinn að vera á þessum styrkjum seinustu 11 árin, hvers vegna er þessi maður ennþá að fá þennann styrk, hann á það svo innilega ekki skilið, fyrst hann er á launum hjá ríkinu þá hlýtur það að eiga allt sem maðurinn býr til og gefur út á meðan hann er í vinnu ekki satt? en eitthvað segir mér að svo sé ekki, ef hann er ekki enn kominn á það stig þar sem hann getur ekki lifað á listinni þá þarf þessi maður að fara að gera eitthvað annað.

Ég er alveg tilbúinn að vera sammála Emil, að það sé í lagi að gefa listamönnum smá hjálp við að koma sér af stað en ekki halda þeim uppi í áratugi.

 Fyrir utan það að það er kominn tími til að setja stórt ? við orðið list og listamenn þegar sú "virðulega" stofunum Listahálskóli Íslands er með fólk á launum við að láta nemendur bera sig og míga á hvort annað.

Ég gæti ekki verið meira sammála þér þarna, hvað er listalegt að hafa hægðir í smokk og hengja hann upp.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 17.4.2009 kl. 11:35

7 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Hvorki listalegt né lystugt, Doddi.

Emil Örn Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband