8.4.2009 | 17:09
Allt upp á borðið
Þrjátíu milljónir eru miklir peningar og það er alvarlegt mál þegar svona miklir peningar skipta um hendur í þessu samhengi. Því væri hollast að fá allt upp á yfirborðið sé þess nokkur kostur.
Allt annað kallar á vangaveltur og órökstudda niðurstöðu.
Ekki þar fyrir að 300.000 er líka miklir peningar. En það er annað mál.
Tvennt finnst mér þó athyglisvert:
Í fyrsta lagi að þessar upplýsingar um meira en 2ja ára gamla greiðslu skyldu einmitt "leka" út í aðdraganda kosninga.
Í öðru lagi að Samfylkingin hefur hafnað því að gefa nokkuð upp um sína styrktaraðila frá þessum tíma. Enda gefa upphæðir, sem þeir þáðu á þessum tíma, tilefni til umhugsunar.
Sjáið til, Samfó fékk 45 millur árið 2006 og Sjálfstæðisflokkurinn 56 milljónir. Það þýðir að fyrir utan þessar 30 milljónir frá FL þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn 26 milljónir, sem ekki hefur verið gerð grein fyrir á móti 45 milljónum Samfylkingarinnar. Þar munar 19 milljónum. Maður gæti komist að þeirri rökréttu niðurstöðu að hjá Samfó leynist stórar greiðslur, sem ekki þola dagsins ljós.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokks sat á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 4907
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, sannarlega er Sambræðslufylkingin stórlega grunsamleg í fjármálum sínum einmitt á þessu ári 2006, Emil.
En hitt er þó staðreynd, að nú liggjum við í því með skömmina og skortinn á trúverðugleika eftir að flokksforystan í Valhöll hefur þegið þessa gríðarlegu fjárhæð frá bara einu fyrirtæki. Hvað þá með öll hin.
En þú ruglar reyndar með ártölin. Við höfum engar upplýsingar um það, hverjir heildarstyrkir Sjálfstæðisflokksins voru árið 2006, það var árið 2007 sem flokkurinn fekk þessar 56 milljónir, sem þú nefnir, frá lögaðilum.
Krefjumst nú allra upplýsinga um fjárreiður FLokksins síðustu 10 árin að minnsta kosti.
Ekki bætir allt þetta úr skák fyrir flokknum ofan á fréttirnar í dag af því, að í sjálfu ríkasta kjördæmi landsins, Kraganum, hefur hann hrapað um 11% alls kjörfylgis, niður í 2. sæti á eftir hinni óþjóðhollu og svikulu Sambræðslufylkingu, og samt er sjálfur forystufrontur Sjálfstæðisflokks þarna í fararbroddi, með formann í 1. og varaformanninn í 2. sæti listans!
Sjálfur hef ég bloggað um margar aðrar hliðar þessa máls í dag í þremur bloggum, enda ærin ástæða til. Í því, sem er í dag í aths. á Moggabloggi mínu, koma reyndar fram tölur um Samfó, sem draga að henni athygli forvitinna og hljóta að knýja á um einhver svör um miklar gjafir til hennar frá stórfyfrirtækjum. Smellið hér á bláa línu mína. Bláa línan, beint samband!
Jón Valur Jensson, 8.4.2009 kl. 17:57
Blessaður, Jón Valur og þakka þér fyrir innlitið.
Það er rétt að ég fór áravillt þarna. Ég er samt lítið fyrir að leiðrétta færslur mínar, nema ég sjái þar stafsetningarvillur og læt því standa.
Við skulum svo ekki örvænta. Eina skoðanakönnunin sem er marktæk eru kosningarnar sjálfar.
Svo endurtek ég bara fyrirsögn mína: Allt upp á borðið.
Emil Örn Kristjánsson, 8.4.2009 kl. 18:10
Spilling fyrir fjármagn, það er sjálfstæðisflokkurinn !
30 milljónir í gær, 25 milljónir í dag og á morgun hvað ?
JR (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 23:09
Fyrir gefiði, gleymdi því ómerkilegasta af sjálfstæðisflokknum !
Sjúklingur í útlöndum er látin senda út tvær mismunandi tilkynningar til að taka á sig verknaðin !
http://www.visir.is/article/20090408/FRETTIR01/652212708/1057
JR (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 23:22
Sæll félagi Emil.
Þótt það sé hryggðarefni fyrir þig og þinn flokk þá hefur það ítrekað verið upplýst í dag af formanni og öðrum trúnaðarmönnum Samfylkingarinnar að engir styrkir til flokksins eru nokkuð í líkingu við þessa tvo styrki sem Sjálfstæðisflokkurinn þáði. Mig grunar hins vegar að það séu fleiri slíkar upphæðir í bókum Valhallar, t.d. frá útgerðarfyrirtækjum.
Það er umhugsunarefni að þessir styrkir eru veittir á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn keyrir í gegn frumvarp um sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja þar sem bann er lagt við að sveitarfélög kaupi hlutinn og tryggi þar með yfirráð almennings yfir auðlindinni. Hver mætir þá á svæðið til að kaupa? Jú, jólasveinninn sem gaf Sjálfstæðisflokknum í skóinn! Dálítið merkilegt. Maður sér REI málið í nýju ljósi, ekki satt?
Enn merkilegra er þó að nú á aðventunni þegar Samfylkingin reyndi undir drep að fá Sjálfstæðisflokkinn til að hreinsa til og rannsaka orsakir hrunsins vildu sjálfstæðismenn að gerð yrði hvítbók um hvað fór úrskeiðis. Og hver vildu þeir að stýrði þeirri vinnu - jú auðvitað forsætisráðherra! Sá sami og eigin hendi tók við greiðslu frá FL og Landsbankanum.
Dofri Hermannsson, 9.4.2009 kl. 01:06
Gaman væri að heyra um milljón krónu stryki til sjálfstæðisflokks árið 2006 og hvaðan þeir komu. Er það ekki mottó Þorgerðar Katrínar "allt upp á borðið" eða er það kannski "allt upp á borðið nema spillingin."
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.4.2009 kl. 03:11
Ef ég væru þið í Samfó myndi ég nú ekki vera að hlægja svona hátt af þessu, alla vega ekki fyrr en þið opið ykkar bækur. Ekki það að ég sé hryggur yfir þessu ég vona að <b>ALLT</b> komi uppá borðin líka múturnar hjá ykkur. Það þarf enginn að segja mér að flokkur sem slær skjaldborg um auðmenn, sé hvítþveginn eins og þið teljið Samfó vera.
Það er hlegið af íslenskum stjónrmálamönnum hér í
Danmörk, messt fyrir að vera ekki enn komnir uppúr sandkassanum. Ég persónulega sé ekki mun á xD eða xS nema þann að það er verið að vingast við sitthvora auðmannaklíkuna.
Þarf nú svo ekki að eyða miklum skrifum í að bendla framsókn við ákveðna klíku líka.
Er ekki sami rassninn undir ykkur öllum... hahaha
Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 09:05
Ég þakka öllum fyrir innlitið og að mestu leyti málefnalega umfjöllun.
Ég vísa í tiltil þessarar færslu minnar: Allt upp á borðið. Nú er það komið fram. Ég fagna því og svo skulum við sjá hvað kemur í ljós.
Allt er betra en vangaveltur og getgátur um stóralvarleg mál.
Emil Örn Kristjánsson, 9.4.2009 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.