Stórt er spurt:

Í fyrsta lagi: Hvaða heimild er fyrir þessari "frétt"?

Í öðru lagi: Hvað styrkti "FL Group" aðra stjórnmálaflokka mikið?

Í þriðja lagi: Hversvegna er þetta að koma upp á yfirborðið núna fyrst?

Í fjórða lagi: Hversu óvönduð getur fréttamennska hjá einum fjölmiðli orðið?


mbl.is 30 milljóna styrkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Verð að taka undir með þér. Þetta gerðist ÁÐUR en ,,300 þús. lögin" tóku gildi... rétt áður.

Ætli hinir kommarnir hafi ekki fengið eitthvað svipað, ef ekki frá FL., þá bara frá einhverjum öðrum. Sé ekki alveg fréttina í þessu !

Börkur Hrólfsson, 8.4.2009 kl. 00:06

2 identicon

Nei þetta er eins og að keyra á 170 áður en hraðatakmörk voru sett á.... og ekki reyna að setjast á þann háa hest og segja að sjálfstæðisflokkurinn sé sá eini sem fékk svona háa upphæð frá fyrirtæki.

Svavar (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 09:56

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er ekki hægt að staðhæfa að aðrir flokkar hafi fengið sambærilega styrki meðan ekkert kemur fram sem styður það. En þarna er komið dæmi með Sjálfstæðisflokkinn. Næstum því aldrei spyrja menn um heimildarmnenn frétta. Afhverju þá núna? Einhvern tíma kemur frétt fram í fyrsta sinn. Spurningin Hversu óvönduð getur fréttamennska hjá einum fjölmiðli orðið er einungis lögð fram til að gera lítið úr fjölmiðlinum og þar með sannleiksgildi fréttarinnar. Hún hefur ekkert annað markmið. Stöð 2 er ekki ómarktækur fjlmiðiðill þó eflaust sé hún ekki hafin yfir gagnryni. Þessar spurningsar eru allar út fyrir efni fréttarinnar, en hún virðist reyndar fá staðfestingu í því að málið er í rannsókn, það er sem sagt einhver fótur fyrir fréttinni. Hér er ekki stórt spurt heldur spurt spurninga sem ekki koma málinu við, einungis tl að varpa rýrð á fjölmiðilinn, gefa í skyn að fréttin sé röng.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.4.2009 kl. 10:26

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Steingrímur, það er rétt hjá þér að ég hefði getað spurt sem svo: Hvaða önnur stórfyrirtæki greiddu sambærilegar upphæðir og til hvaða stjórnmálaflokka? Auðvitað má endalaust snurfusa svona spurningar til en ég held að þú skiljir alveg hvað ég er að fara. Lítum hins vegar ekki fram hjá því að það er sk. "FL-Group" sem er til umfjöllunar.

Hvað varðar samanburðinn við hámarkshraðann þá tek ég bara undir með Svavari. Það er stórmunur á því að ekki sé búið að setja upp skiltið eða það sé ekki búið að setja lög um hámarkshraða.

Sigurður, ég er ekki að staðhæfa neitt. Að öðru leyti hirði ég ekki um fara út þann orðhengilshátt sem þú viðhefur.

Emil Örn Kristjánsson, 8.4.2009 kl. 10:46

5 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Einmitt, Steingrímur. Það vekur mann til umhugsunar að af þeim 56 milljónum sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk hefur nú verið gerð grein fyrir einum 30. Þá liggja eftir 26 milljónir sem við verðum bara að gizka á hvaðan koma.

Samfylkingin er hins vegar með 45 milljónir sem engin grein hefur verið gerð fyrir. Og þar verðum við líka bara að gizka.

Hvernig stendur á 19 milljón króna mun ef þessar 30 frá "FL-Group" eru einsdæmi?

Ekki þar fyrir að ég tel það grafalvarlegt mál að 30milljónir skuli skipta höndum á þennan hátt og ekki til fyrirmyndar.

Emil Örn Kristjánsson, 8.4.2009 kl. 17:15

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já, Steingrímur. Vissulega stend ég enn við þessar spurningar. Þó með þeim fyrirvara að þetta eru spurningar, sem nú hefur að verulegu leyti verið svarað.

Reyndar kallaði þessi "afhjúpun" á viðkvæma umfjöllum og sársaukafullar aðgerðir, sem enn er ekki séð fyrir endann á. En ég fagna því að nú hefur ýmislegt komið í ljós, sem áður var hulið, og því minna tilefni til  að vera með órökstuddar vangaveltur.

Það er hins vegar morgunljóst að það er ekki allt í lagi á mínu eigin pólitíska heimili. Auðvitað er það áfall, eins og alltaf þegar í ljós kemur að einhver heimilismanna hefur verið staðinn að vafasömu athæfi. Þá þarf fjölskyldan að vinna úr vandanum og þola þann álitshnekki sem viðkomandi hefur valdið henni.

Emil Örn Kristjánsson, 11.4.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband