7.4.2009 | 13:13
Verum raunsæ
Það er með ólíkindum að lesa það sem sumir vefritarar hafa um þessa frétt að segja. Það mætti halda að við hér á Íslandi værum ein í heiminum.
"Eitthvað annað en álver," segir fólk. Hvernig væri þá að vinna raunhæft í því að finna "eitthvað annað". Vinna raunhæft í því að koma með orkufreka valkosti við álverin. Í stað þess að vera að fjasa endalaust um hversu óhentug, óhagkvæm og mengandi þau eru.
Ég er enginn sérstakur álverssinni og mér finnst ekki rétt að setja öll eggin í sömu körfuna, eins og sumir segja. Við skulum þó gera okkur grein fyrir því að allt fjas um mengun verður að skoðast í samhengi. Ég er umhverfisverndarsinni og hef áhyggjur af mengun á heimsvísu. Við getum ekki setið hér á okkar eylandi og haldið að ef við byggjum ekki álver þá sé unnin áfangasigur í baráttunni gegn mengun í heiminum. Þvert á móti. Álverið verður byggt, nolens volens, og verði það byggt í Kína eða Indlandi mun það menga enn meira en sé það byggt hér. Það mun hafa neikvæðari áhrif á mengun fyrir allt mannkynið, því ef einhver mígur í laugina þá syndum við öll í hlandinu.
Til að komast af verðum við líka að nýta þær auðlindir sem við eigum til að skapa atvinnu og útflutningstekjur. Það er ekki raunhæf lausn að setja alla í girðingarvinnu uppi á hálendinu, þó Kolbrún Halldórsdóttir haldi öðru fram.
Við eigum orku og við eigum endurvinnanlega orku. Að nýta hana, innan skynsamlegra marka, og selja hana skapar þá atvinnu og þær útflutningstekjur sem okkur sárvantar. Það minnkar líka mengun á heimsvísu, sem hlýtur að vera eftirsóknarvert.Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.