6.4.2009 | 14:06
Eru menn (karlar og konur) orðnir vitlausir?
Það er með eindæmum hvernig þessi ríkisstjórn hagar sér. Minnihlutastjórnir hafa bara eitt hlutverk: Að láta hlutina ganga í skamman tíma þar til gengið er til kosninga. Þessi ríkisstjórn hagar sér eins og hún sé nýorðin til með miklum kosningasigri.
Í fyrsta lagi þá á þessi ríkisstjórn að einbeita sér að því að koma hjólum atvinnulífsins í gang og halda þeim gangandi meðan hún er við störf. Í öðru lagi þá er það vítavert virðingarleysi við þjóðina, stjórnarskrána og þingið að afgreiða stjórnarskrárbreytingar með einhverri fljótaskrift. Stjórnarskráin eru þau lög sem öll önnur lagasetning byggir á og hún er sá öryggisventill sem kemur í veg fyrir að hægt sé með lagasetning að ráðast gegn þeim grundvallarmannréttindum og lögmálum sem samfélagið byggir á. Að kasta til hendinni við slíka vinnu til þess að kaupa sér tímabundnar vinsældir er ábyrgðarlaust með öllu.
Ég skal fúslega viðurkenna að það er tímabært að endurskoða stjórnarskrána og ég er hrifinn af þeirri hugmynd að kalla til stjórnlagaþings til að sinna þeirri vinnu. Mér finnst einnig að stjórnarskrárbreytingar eigi í öllum tilvikum að bera undir þjóðaratkvæði. Reyndar vil ég nota tækifærið og leggja til að í stað orðsins stjórnlagaþing verði notað orðið þjóðfundur, eins og gert var 1851.
Ég vil bara minna á nokkur orð sem voru látin falla síðast þegar ræddar vou breytingar á stjórnarskránni, vorið 2007:
Össur Skarphéðinsson: Stjórnarskráin er grunnlög lýðveldisins og það er mikilvægt að um þau sé fjallað af mikilli ábyrgð og það sé reynt að ná sem breiðastri og víðtækastri samstöðu um þau mál.
Kolbrún Halldórsdóttir: Eins og ég sagði finnst mér þetta vera óðagot og mér þykir það mjög miður því að hér er verið að fjalla um afar víðtækt og mikilvægt mál sem ég held að þjóðin verðskuldi að fái betri umfjöllun um en hér virðist eiga að fást.
Ögmundur Jónasson: Stjórnarskránni á ekki að breyta í þeim tilgangi að afla kjörfylgis í aðdraganda kosninga. [...] Það er grundvallaratriði að um stjórnskipan þjóðarinnar ríki stöðugleiki, sátt og festa.
Taka skal fram að þær breytingar sem þá voru til umfjöllunar voru dregnar til baka þar sem ekki náðist um þær víðtæk samstaða.
Dagskrártillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 4909
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þér hjartanlega sammála Emil. Ég er einnig hjartanlega sammála þingmönnunum sem vitnað er í, ummælin eiga við einmitt núna.
Að rjúka til núna rétt fyrir kosningar með þeim hætti sem gert er og breyta stjórnarskránni með allt í upplausn innan þings sem utan er hið mesta virðingarleysi við stjórnarskrána. Stjórnarskráin er grundvöllur laga og lýðræðis í landinu og að kasta til hendinni eins og gert er er hin mesta svívirða. Hafi þeir skömm fyrir sem þannig vinna.
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 6.4.2009 kl. 16:20
Að sjálfsögðu er mikilvægt að reyna að ná samstöðu um breytingar á stjórnarskránni, som og reyndar öll önnur mál, en þegar það ekki tekst þá hlýtur meirihlutinn að fá sitt fram. Það heitir lýðræði!
Pétur (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 17:16
Ég stend nú samt við það, Pétur, að stjórnarskráin á að þurfa meira en einfaldan meirihluta til að henni verði breytt. Stjórnarskráin er sá sáttmáli sem við byggjum samfélagsgerð okkar á og að afgreiða breytingar á henni á sama hátt og breytingar á útsvarsprósentu eða hámarkshraða á þjóðvegur er virðingarleysi.
Orð þáverandi alþingismanna og núverandi ráðherra, sem ég vitna í hér að ofan, eiga fyllilega rétt á sér.
Emil Örn Kristjánsson, 6.4.2009 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.