5.4.2009 | 23:48
Hví í ósköpunum?
Af hverju í veröldinni ætti Andrés F. Rasmussen að biðjast afsökunar á einhverju sem birtist í Jyllandsposten? Ekki er hann ritstjóri þess annars ágæta blaðs.
Hvað eru tykneskir ráðamenn að hugsa? Skilja þeir ekki að í lýðræðisríki hefur forsætisráðherra ekki yfir fjölmiðlum að segja? Eða er slíkt kannske ofvaxið þeirra skilningi? Er það svo fjarri þeirra eigin raunveruleika?
Annars þykir mér lítið lagst fyrir drenginn Drésa ef hann ætlar nú að fara að byðjast afsökunar á teikningum, sem birtust í einhverju blaði sem hann hvorki stýrir né ber ábyrgð á.
Segja Fogh biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 4909
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafi hann virkilega fallist á þetta þá eru vitanlega hræðilegar fréttir að slíkur maður sé kominn í þetta embætti.
Páll Jónsson, 6.4.2009 kl. 00:02
Ja hérna...... mér er spurn - "how low can you go" - spyrji sá sem ekki veit!!!!
Edda (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 00:07
Mér þykir þetta vera rétt ákvörðun hjá Rasmussen og löngu tímabær. Teikningarnar hér um árið voru fyrst og fremst hatursáróður og brugðust stjórnvöld því að draga teiknarana til saka og lýstu opinberlega yfir stuðningi við myndbirtinguna. Afsökunarbeiðni Rasmussen mun því enda ljótan kafla í sögu Danmerkur og styrkja samskiptin við múslímaríkin á ný.
Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 00:15
Hvert er lögbrotið?
Hverra laga?
Eygló, 6.4.2009 kl. 02:07
Spurning hvort Jóhanna biðji ekki Norður Kóreu afsökunar á skopteikningum sem birtist í skólablaði MR fyrir nokkrum árum.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 02:58
Góður punktur, Vilhjálmur.
Hilmar, ég minnist þess ekki að dönsk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við myndirnar, sem slíkar. Það er allt annað að lýsa yfir stuðningi við myndbirtinguna en myndirnar sjálfar. Að lýsa yfir stuðningi við myndbirtingarar er að lýsa stuðningi við tjáningarfrelsið.
Annars fannst mér nú bezt skopmyndin þar sem stóru trúarleiðtogarnir er saman komnir á æðra tilverustigi, s.s. Kristur, Búddha, Móses, Múhameð og fleiri. Þar er Múhameð greinilega mjög misboðið og með fýlusvip en Kristur segir við hann: "Láttu ekki svona, Múhameð, við höfum allir þurft að þola svona grín."
Emil Örn Kristjánsson, 6.4.2009 kl. 09:15
En sem betur fer voru þetta ýkjufréttir, Rasmussen heldur í prinsippin sem betur fer.
Hilmar: Rólegur á fasistalátunum.
Páll Jónsson, 6.4.2009 kl. 14:47
Þá er manni létt. Andrési er ekki alls varnað.
Emil Örn Kristjánsson, 6.4.2009 kl. 15:46
Eygló. Samskonar löggjöf og við Íslendingar erum með eru við lýði í flest öllum lýðræðisríkjum. Hún hljóðar svo.
[233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3)
Emil. Myndirnar voru flestar eða allar mjög ógeðfelldar og mátti m.a. finna þar teikningu af Múhammeð spámanni en bannað er skv. Íslam að teikna myndir af honum. Auk þess voru múslímar bendlaðir við hryðjuverk í teikningunum, ofbeldi gegn konum og öðru slíku. Myndirnar voru gerðar einungis í þeim tilgangi að særa múslíma og því ljóst að lög voru brotin. Dönsk stjórnvöld lofsömuðu reyndar ekki myndirnar en veittu þeim þegjandi samþykki og studdu birtingu þeirra. Þætti þér rétt af Íslenskum stjórnvöldum að styðja birtingu nasistaáróðurs í Íslenskum dagblöðum, apamyndir af blökkumönnum og annað slíkt? Ljóst er að dagblöðin í Danmörku gerðust brotleg við lög og það láðist að lögsækja þá sem ábyrgir voru fyrir birtingunum eins og Dönsk lög gera ráð fyrir og skiljanlega olli það mikilli reiði á meðal múslíma sem urðu fyrir ofsóknum og einelti vegna þessara myndbirtinga.
Páll. Ég er lýðræðissinni en ekki fasisti.
Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 20:12
Hilmar: Skoðanir njóta ekki verndar gegn móðgunum og árásum líkt og lesa má skýrlega úr þeirri grein hegningarlaga sem þú vitnar til. Það eru menn sem njóta þessarar verndar. Hér á Íslandi er reyndar enn í gildi hegningarlagagrein sem tekur til guðlasts (125. gr.) en Danir eru blessunarlega ekki með slíkan fáránleika lögfestan hjá sér eftir minni bestu vitneskju.
Þetta mál var vissulega kært og kröfum kærenda hafnað á tveimur dómstigum. Ef þú telur þig betur færan en danska dómstóla til að leggja mat á löggjöf þar í landi þá get ég lítið við því sagt.
Svo held ég að þú sért með það eilítið á hvolfi hver varð fyrir ofsóknum og einelti vegna þessarar myndbirtingar... Það var skipulögð morðtilraun á þeim sem teiknaði myndirnar og árásir gerðar á sendiráð vestrænna ríkja.
Páll Jónsson, 6.4.2009 kl. 22:31
Hilmar þú ert ekki lýðræðissini þú ert öfgavinstri fasissti sem mundir beygja þig ef múslimi mundi vilja afhausa þig
Alexander Kristófer Gústafsson, 8.4.2009 kl. 02:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.